Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2020 08:54 Hermenn og verktakar unnu enn hörðum höndum að því að setja upp sjúkrarýmin í síðustu viku. Vísir/EPA Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. Bráðabirgðaspítalinn sem er á bökkum Thamesánnar í Lundúnum ber nafnið NHS Nightingale. Hann mun búa yfir fjögur þúsund sjúkrarýmum og áttatíu gjörgæslurýmum í byggingu sem hýsti áður sýninga- og ráðstefnuhöllina ExCeL London. Að sögn breska miðilsins Sky News telst nýi spítalinn þar með hafa stærstu gjörgæslu í heimi. Spítalinn verður vígður af Karli Bretaprins síðar í dag, einungis tveimur vikum eftir að vinna hófst við að útbúa hann. Hermenn, trésmiðir og sjálfboðaliðar eru sagðir hafa unnið sleitulaust undanfarnar vikur til þess að tryggja að bráðabirgðaúrræðið verði tilbúið til notkunar á mettíma. Karl Bretaprins, sem greindist með kórónuveiruna og lauk einangrun á dögunum, mun vígja spítalann í streymi frá heimili sínu í Birkhall í Skotlandi. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, verður meðal þeirra sem verða viðstaddir athöfnina í eigin persónu. Hann hefur sömuleiðis nýlokið einangrun eftir að hafa greinst með veiruna. Alls hafa rétt yfir 34 þúsund manns greinst með kórónuveiruna í Bretlandi samkvæmt talningu Johns Hopkins háskóla. 2.926 hafa þar nú látið lífið af völdum veirunnar. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46 Dauðsföllum fjölgar hratt í Bretlandi Dauðsföllum vegna nýju kórónuveirunnar fjölgaði um 381 í Bretlandi á síðasta sólarhring. Það samsvarar 27 prósenta fjölgun þar sem heildarfjöldi látinna er nú 1.808. 31. mars 2020 15:42 Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. 29. mars 2020 17:37 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. Bráðabirgðaspítalinn sem er á bökkum Thamesánnar í Lundúnum ber nafnið NHS Nightingale. Hann mun búa yfir fjögur þúsund sjúkrarýmum og áttatíu gjörgæslurýmum í byggingu sem hýsti áður sýninga- og ráðstefnuhöllina ExCeL London. Að sögn breska miðilsins Sky News telst nýi spítalinn þar með hafa stærstu gjörgæslu í heimi. Spítalinn verður vígður af Karli Bretaprins síðar í dag, einungis tveimur vikum eftir að vinna hófst við að útbúa hann. Hermenn, trésmiðir og sjálfboðaliðar eru sagðir hafa unnið sleitulaust undanfarnar vikur til þess að tryggja að bráðabirgðaúrræðið verði tilbúið til notkunar á mettíma. Karl Bretaprins, sem greindist með kórónuveiruna og lauk einangrun á dögunum, mun vígja spítalann í streymi frá heimili sínu í Birkhall í Skotlandi. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, verður meðal þeirra sem verða viðstaddir athöfnina í eigin persónu. Hann hefur sömuleiðis nýlokið einangrun eftir að hafa greinst með veiruna. Alls hafa rétt yfir 34 þúsund manns greinst með kórónuveiruna í Bretlandi samkvæmt talningu Johns Hopkins háskóla. 2.926 hafa þar nú látið lífið af völdum veirunnar.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46 Dauðsföllum fjölgar hratt í Bretlandi Dauðsföllum vegna nýju kórónuveirunnar fjölgaði um 381 í Bretlandi á síðasta sólarhring. Það samsvarar 27 prósenta fjölgun þar sem heildarfjöldi látinna er nú 1.808. 31. mars 2020 15:42 Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. 29. mars 2020 17:37 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46
Dauðsföllum fjölgar hratt í Bretlandi Dauðsföllum vegna nýju kórónuveirunnar fjölgaði um 381 í Bretlandi á síðasta sólarhring. Það samsvarar 27 prósenta fjölgun þar sem heildarfjöldi látinna er nú 1.808. 31. mars 2020 15:42
Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. 29. mars 2020 17:37
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent