Flugvirkjar taka á sig skerðingu með samningi við Icelandair Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 18:05 Icelandair reynir nú að ljúka samningum við starfsfólk á sama tíma og reynt er að bjarga rekstri félagsins frá afleiðingum kórónuveiruheimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Samningurinn er sagður styrkja samkeppnishæfni Icelandair og standa vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi. Kórónaveirufaraldurinn og afleiðingar hans hafa haft gríðarleg áhrif á starfsemi Icelandair. Mikil óvissa er um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum tekur við sér á ný. Félagið hefur þurft að grípa til erfiðra en nauðsynlegra aðgerða til að bregðast við óvissunni. Á sama tíma er unnið að því að styrkja samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma. Í tilkynningu frá Icelandair er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra, að samningurinn sé mikilvægt skref í að styrkja stöðu félagsins og samkeppnishæfni á alþjóðamarkaði svo það verði tilbúið til að sækja fram aftur þegar óvissu lýkur. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ), segir í samtali við Vísi að flugvirkjar taki á sig kjaraskerðingu með samningnum. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. „Þetta snýst ekki bara um tölur heldur um ákveðinn sveigjanleika líka um vinnutíma og breytingar á aukagreiðslum og slíku sem er verið að skerða í rauninni,“ segir Guðmundur Úlfar. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð um kjaraskerðingu upp á 25%. Fundað var í kjaradeildu Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair í dag án niðurstöðu en samningar flugfreyja hafa verið lausir frá ársbyrjun í fyrra. FVFÍ mun nú leggja samninginn fyrir félagsmenn sína til atkvæðagreiðslu. Guðmundur Úlfar segist eiga von á að niðurstöður liggi fyrir um næstu helgi. „Það er algerlega óljóst hvernig þessar breytingar leggjast í félagsmenn að svo stöddu. Við munum bara fara yfir þetta með félagsmönnum á næstu dögum og útskýra. Svo verður tekin afstaða í kosningu,“ segir hann spurður að því hvort hann telji félagsmenn styðja kjaraskerðingu. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Samningurinn er sagður styrkja samkeppnishæfni Icelandair og standa vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi. Kórónaveirufaraldurinn og afleiðingar hans hafa haft gríðarleg áhrif á starfsemi Icelandair. Mikil óvissa er um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum tekur við sér á ný. Félagið hefur þurft að grípa til erfiðra en nauðsynlegra aðgerða til að bregðast við óvissunni. Á sama tíma er unnið að því að styrkja samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma. Í tilkynningu frá Icelandair er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra, að samningurinn sé mikilvægt skref í að styrkja stöðu félagsins og samkeppnishæfni á alþjóðamarkaði svo það verði tilbúið til að sækja fram aftur þegar óvissu lýkur. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ), segir í samtali við Vísi að flugvirkjar taki á sig kjaraskerðingu með samningnum. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. „Þetta snýst ekki bara um tölur heldur um ákveðinn sveigjanleika líka um vinnutíma og breytingar á aukagreiðslum og slíku sem er verið að skerða í rauninni,“ segir Guðmundur Úlfar. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð um kjaraskerðingu upp á 25%. Fundað var í kjaradeildu Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair í dag án niðurstöðu en samningar flugfreyja hafa verið lausir frá ársbyrjun í fyrra. FVFÍ mun nú leggja samninginn fyrir félagsmenn sína til atkvæðagreiðslu. Guðmundur Úlfar segist eiga von á að niðurstöður liggi fyrir um næstu helgi. „Það er algerlega óljóst hvernig þessar breytingar leggjast í félagsmenn að svo stöddu. Við munum bara fara yfir þetta með félagsmönnum á næstu dögum og útskýra. Svo verður tekin afstaða í kosningu,“ segir hann spurður að því hvort hann telji félagsmenn styðja kjaraskerðingu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira