Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. apríl 2020 10:14 Tuttugu starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru í sóttkví. Óskað hefur verið eftir að fólki í bakvarðasveit. Vísir/Samúel Karl Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. Tuttugu og fjögur smit af kórónuveirunni höfðu í gær verið greind á Ísafirði og í Bolungarvík. Ákveðið var að herða aðgerðir á svæðinu og mega ekki fleiri en fimm koma saman. Þá hefur leik- og grunnskólum verið lokað og fólk er hvatt til að halda sig heima. Á Vestfjörðum eru alls 285 manns í sóttkví. „Þetta verður svona næstu vikur á Ísafirði, í Bolungarvík og í Hnífsdal. Það er ekki spilunum að það verði hert áfram en eftir því sem smitrakningu vindur fram er ekkert útilokað að smitin fari að teygja sig inn á hin þorpin á kjálkanum. Sérstaklega Suðureyri, Þingeyri, Súgandafjörð og Súðavík. Ef það gerist verður væntanlega líka gripið til harðari aðgerða þar líka," segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann segir mikið álag á heilbrigðisstofnuninni. Starfsfólk er í góðu sambandi við Covid-deild Landspítalans. „Við erum ekki búin þannig til að takast á við mjög veika sjúklinga, enda myndum við senda þá suður ef ástandið fer að versna, en við erum mjög vel í stakk búin til að takast á við vægari einkenni," segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Reglum sóttvarnarlæknis hafi verið fylgt varðandi sýnatökur. „Við höfum fylgt leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um að það eigi ekki að senda einkennalausa í sýnatöku. Þeir sem hafa óskað eftir sýni hafa þurfa að fá viðtal hjá lækni og það eru bara sömu reglur sem gilda og annars staðar," segir Gylfi. Leitað hefur verið til íbúa um að ganga í bakvarðasveit, líkt og víðar á landinu, og í tilkynningu frá heilbrigðisstofnuninni segir að þjónusta hafi nú þegar raskast nokkuð vegna viðbragða við kórónuveirunni. Störfin eru til dæmis við aðhlynningu á hjúkrunarheimilum, aðstoð í eldhúsi og við ræstingu. Gylfi segir marga hafa boðist til að hjálpa. Tuttugu starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar eru í sóttkví en enginn þeirra hafði í gær greinst með veiruna. „Það eru tuttugu starfsmenn sem eru í sóttkví. Stór hluti þeirra eru starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Við höfum náð að manna næstu vaktir, fram á næstu helgi, en það er skarð sem höggvið var þar í starfsmannahópinn," segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bolungarvík Ísafjarðarbær Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. Tuttugu og fjögur smit af kórónuveirunni höfðu í gær verið greind á Ísafirði og í Bolungarvík. Ákveðið var að herða aðgerðir á svæðinu og mega ekki fleiri en fimm koma saman. Þá hefur leik- og grunnskólum verið lokað og fólk er hvatt til að halda sig heima. Á Vestfjörðum eru alls 285 manns í sóttkví. „Þetta verður svona næstu vikur á Ísafirði, í Bolungarvík og í Hnífsdal. Það er ekki spilunum að það verði hert áfram en eftir því sem smitrakningu vindur fram er ekkert útilokað að smitin fari að teygja sig inn á hin þorpin á kjálkanum. Sérstaklega Suðureyri, Þingeyri, Súgandafjörð og Súðavík. Ef það gerist verður væntanlega líka gripið til harðari aðgerða þar líka," segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann segir mikið álag á heilbrigðisstofnuninni. Starfsfólk er í góðu sambandi við Covid-deild Landspítalans. „Við erum ekki búin þannig til að takast á við mjög veika sjúklinga, enda myndum við senda þá suður ef ástandið fer að versna, en við erum mjög vel í stakk búin til að takast á við vægari einkenni," segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Reglum sóttvarnarlæknis hafi verið fylgt varðandi sýnatökur. „Við höfum fylgt leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um að það eigi ekki að senda einkennalausa í sýnatöku. Þeir sem hafa óskað eftir sýni hafa þurfa að fá viðtal hjá lækni og það eru bara sömu reglur sem gilda og annars staðar," segir Gylfi. Leitað hefur verið til íbúa um að ganga í bakvarðasveit, líkt og víðar á landinu, og í tilkynningu frá heilbrigðisstofnuninni segir að þjónusta hafi nú þegar raskast nokkuð vegna viðbragða við kórónuveirunni. Störfin eru til dæmis við aðhlynningu á hjúkrunarheimilum, aðstoð í eldhúsi og við ræstingu. Gylfi segir marga hafa boðist til að hjálpa. Tuttugu starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar eru í sóttkví en enginn þeirra hafði í gær greinst með veiruna. „Það eru tuttugu starfsmenn sem eru í sóttkví. Stór hluti þeirra eru starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Við höfum náð að manna næstu vaktir, fram á næstu helgi, en það er skarð sem höggvið var þar í starfsmannahópinn," segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bolungarvík Ísafjarðarbær Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira