Slakað á samkomubanni víða í Evrópu en önnur bylgja faraldursins mögulega að byrja í Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2020 07:08 Það hafa verið fáir á ferli í París undanfarnar vikur líkt og víðast hvar annars staðar í Evrópu. Getty/Stephane Cardinale Slakað verður á samkomubanni vegna kórónuveirunnar víða í Evrópu í dag en kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt að önnur bylgja faraldursins gæti verið hafin þar í landi. Þannig greindust fimm með veiruna í kínversku borginni Wuhan í Hubei-héraði um helgina en veiran á uppruna sinn í umræddri borg. Eru þetta fyrstu staðfestu tilfellin í borginni í meira en mánuð. Þá hafa yfirvöld í Kína skilgreint borgina Shulan í Jilin-héraði sem hááhættusvæði eftir að fleiri en tíu manns greindust þar með veiruna. Í síðustu viku voru öll svæði landsins skilgreind sem svæði með lága smithættu. Alls greindust sautján með veiruna í Kína um helgina, þar af voru sjö tilfelli þar sem ferðamenn komu smitaðir inn til landsins. Á meðan yfirvöld í Kína fylgjast með hvort önnur bylgja faraldursins sé að hefjast þar í landi slaka yfirvöld í mörgum ríkjum Evrópu á samkomubanni sem verið hefur í gildi í um tvo mánuði. Í fyrsta sinn í nærri átta vikur mega Frakkar til dæmis fara út að ganga án þess að hafa til þess tilskilið leyfi frá yfirvöldum. Þá munu grunnskólar opna sem og fataverslanir, hárgreiðslustofur og blómabúðir. Veitingastaðir, barir og kvikmyndahús verða hins vegar áfram lokuð. Í Belgíu munu flest fyrirtæki opna á ný en með reglum um fjarlægðarmörk. Áfram verður lokað á börum, veitingastöðum og kaffihúsum. Grunnskólar munu opna að hluta í Hollandi. Þar munu bókasöfn, ökuskólar, stofur sjúkraþjálfara og hárgreiðslustofur einnig opna. Þá munu skólar opna í Sviss en með fjöldatakmörkunum í nemendahópum. Veitingastaðir, bókabúðir og söfn mega opna að nýju en með ákveðnum takmörkunum þó. Í Englandi verður svo byrjað að slaka á þeim hömlum sem þar hafa verið vegna faraldursins í vikunni. Fólki verður leyft að stunda eins mikla líkamsrækt utan dyra og það lystir en Boris Johnson, forsætisráðherra, sætir þó nokkurri gagnrýni fyrir að vera frekar óljós og ruglandi í tali í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Slakað verður á samkomubanni vegna kórónuveirunnar víða í Evrópu í dag en kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt að önnur bylgja faraldursins gæti verið hafin þar í landi. Þannig greindust fimm með veiruna í kínversku borginni Wuhan í Hubei-héraði um helgina en veiran á uppruna sinn í umræddri borg. Eru þetta fyrstu staðfestu tilfellin í borginni í meira en mánuð. Þá hafa yfirvöld í Kína skilgreint borgina Shulan í Jilin-héraði sem hááhættusvæði eftir að fleiri en tíu manns greindust þar með veiruna. Í síðustu viku voru öll svæði landsins skilgreind sem svæði með lága smithættu. Alls greindust sautján með veiruna í Kína um helgina, þar af voru sjö tilfelli þar sem ferðamenn komu smitaðir inn til landsins. Á meðan yfirvöld í Kína fylgjast með hvort önnur bylgja faraldursins sé að hefjast þar í landi slaka yfirvöld í mörgum ríkjum Evrópu á samkomubanni sem verið hefur í gildi í um tvo mánuði. Í fyrsta sinn í nærri átta vikur mega Frakkar til dæmis fara út að ganga án þess að hafa til þess tilskilið leyfi frá yfirvöldum. Þá munu grunnskólar opna sem og fataverslanir, hárgreiðslustofur og blómabúðir. Veitingastaðir, barir og kvikmyndahús verða hins vegar áfram lokuð. Í Belgíu munu flest fyrirtæki opna á ný en með reglum um fjarlægðarmörk. Áfram verður lokað á börum, veitingastöðum og kaffihúsum. Grunnskólar munu opna að hluta í Hollandi. Þar munu bókasöfn, ökuskólar, stofur sjúkraþjálfara og hárgreiðslustofur einnig opna. Þá munu skólar opna í Sviss en með fjöldatakmörkunum í nemendahópum. Veitingastaðir, bókabúðir og söfn mega opna að nýju en með ákveðnum takmörkunum þó. Í Englandi verður svo byrjað að slaka á þeim hömlum sem þar hafa verið vegna faraldursins í vikunni. Fólki verður leyft að stunda eins mikla líkamsrækt utan dyra og það lystir en Boris Johnson, forsætisráðherra, sætir þó nokkurri gagnrýni fyrir að vera frekar óljós og ruglandi í tali í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira