Fótbolti

Marg­faldur Eng­lands­meistari segir Van Dijk besta varnar­mann í sögu ensku úr­vals­deildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Dijk í leik með Liverpool á síðustu leiktíð.
Van Dijk í leik með Liverpool á síðustu leiktíð. vísir/getty

Vincent Kompnay, sem varð fjórum sinnum enskur meistari með Manchester City, sgeir að Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool, sé besti varnarmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Van Dijk hefur verið magnaður frá því að hann kom til Bítlaborgarinnar í janúar 2018. Hann hefur spilað 113 leiki og unnið Meistaradeildina, Super Cup og HM félagsliða og stefndi einnig í það að vinna ensku úrvalsdeildina áður en kórónuveiran skall á.

„Ég myndi velja Virgil Van Dijk,“ sagði Kompany í samtali við SPORF er hann var spurður hver væri besti varnarmaðurinn í sögu deildarinnar en margir frábærir varnarmenn hafa leikið í deildinni í gegnum tíðina.

„Það er skrýtið því hann hefur ekki verið eins lengi og nokkrir af þeim sem við nefndum: John Terry og Rio Ferdinand. Þessir voru í deildinni í langan tíma en það sem hann hefur sýnt síðustu ár er svo augljóst að ef hann hefði verið fyrr á ferðinni á topp stigi fótboltans þá væri hann nú þegar kominn lengra.“

„Hann hefur mikil áhrif á liðið og sem varnarmaður snýst þetta um samskipti og hvernig þú gerir liðið stöðugra. Liverpool fyrir og eftir Van Dijk era allt annað lið og ég gef honum þetta þess vegna.“

Kompany lék rúmlega 300 leiki með City og lyfti tólf titlum en hann nú er spilandi þjálfari Anderlecht í Belgíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×