Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2020 07:41 Veggmynd af Arbery. AP/Tony Gutierrez Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. Enginn var handtekinn vegna dauða Arbery fyrr en myndband af atvikinu var birt á netinu. Myndbandið hefur vakið mikla bræði víða í Bandaríkjunum og hafa feðgarnir Gregory og Travis McMichael verið handteknir. Gregory starfaði hjá lögreglunni um árabil og og sagði hann lögregluþjónum að hann hefði talið Arbery líkjast innbrotsþjófi sem náðst á myndavél í hverfinu. Því hafi feðgarnir elt hann ásamt þriðja manninum sem tók myndbandið upp. Það sýnir Arbery skokka eftir vegi, á leið, sem hann er sagður hafa skokkað nánast daglega. Sá sem tók myndbandið var að elta hann og feðgarnir sátu í vegi hans. Arbery virtist reyna að skokka fram hjá bílnum en utan sjónarhorns myndavélarinnar endaði hann í átökum við Travis McMichael um byssu hans. Sjá einnig: Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku Feðgarnir segjast hafa verið að verja sig og tók minnst einn saksóknari undir þá vörn þeirra. Aðrir segja þó að lögin um borgaralegar handtökur geri fólki ekki kleift að mynda vopnaða hópa og sitja fyrir fólki. Myndbandið sýni þar að auki að Arbery var sjálfur að reyna að verjast feðgunum, sem sátu fyrir honum vopnaðir. Gregory og Travis McMichael, eftir að þeir voru handteknir.Vísir/AP Einn saksóknari, sem lýsti sig seinna vanhæfan vegna tengsla við Gregory, skrifaði bréf þar sem hann sagði banaskotin vera réttmæt. George E. Barnhill sagði að ekki væri tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Samtök bandarískra saksóknara gáfu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þau fordæmdu þetta bréf Barnhill. Eftir að Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu skipaði Georgia Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar og ákærðir fyrir morð. Chris Carr, dómsmálaráðherra ríkisins, hefur samkvæmt AP fréttaveitunni beðið um að Dómsmálaráðuneytið rannsaki það hvernig málið var meðhöndlað af lögreglunni. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi sagði hann allt of mörgum spurningum ósvarað og að fjölskylda Arbery og íbúar Georgíu þurfi svör. Lögmenn fjölskyldunnar sendu sömuleiðis frá sér tilkynningu og fögnuðu þessum vendingum. Þeir sögðust hafa beðið um þessa rannsókn frá upphafi málsins. Það þyrfti að skoða hvernig farið hefði verið með rannsóknina og af hverju það tók 74 daga að handtaka feðgana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. Enginn var handtekinn vegna dauða Arbery fyrr en myndband af atvikinu var birt á netinu. Myndbandið hefur vakið mikla bræði víða í Bandaríkjunum og hafa feðgarnir Gregory og Travis McMichael verið handteknir. Gregory starfaði hjá lögreglunni um árabil og og sagði hann lögregluþjónum að hann hefði talið Arbery líkjast innbrotsþjófi sem náðst á myndavél í hverfinu. Því hafi feðgarnir elt hann ásamt þriðja manninum sem tók myndbandið upp. Það sýnir Arbery skokka eftir vegi, á leið, sem hann er sagður hafa skokkað nánast daglega. Sá sem tók myndbandið var að elta hann og feðgarnir sátu í vegi hans. Arbery virtist reyna að skokka fram hjá bílnum en utan sjónarhorns myndavélarinnar endaði hann í átökum við Travis McMichael um byssu hans. Sjá einnig: Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku Feðgarnir segjast hafa verið að verja sig og tók minnst einn saksóknari undir þá vörn þeirra. Aðrir segja þó að lögin um borgaralegar handtökur geri fólki ekki kleift að mynda vopnaða hópa og sitja fyrir fólki. Myndbandið sýni þar að auki að Arbery var sjálfur að reyna að verjast feðgunum, sem sátu fyrir honum vopnaðir. Gregory og Travis McMichael, eftir að þeir voru handteknir.Vísir/AP Einn saksóknari, sem lýsti sig seinna vanhæfan vegna tengsla við Gregory, skrifaði bréf þar sem hann sagði banaskotin vera réttmæt. George E. Barnhill sagði að ekki væri tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Samtök bandarískra saksóknara gáfu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þau fordæmdu þetta bréf Barnhill. Eftir að Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu skipaði Georgia Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar og ákærðir fyrir morð. Chris Carr, dómsmálaráðherra ríkisins, hefur samkvæmt AP fréttaveitunni beðið um að Dómsmálaráðuneytið rannsaki það hvernig málið var meðhöndlað af lögreglunni. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi sagði hann allt of mörgum spurningum ósvarað og að fjölskylda Arbery og íbúar Georgíu þurfi svör. Lögmenn fjölskyldunnar sendu sömuleiðis frá sér tilkynningu og fögnuðu þessum vendingum. Þeir sögðust hafa beðið um þessa rannsókn frá upphafi málsins. Það þyrfti að skoða hvernig farið hefði verið með rannsóknina og af hverju það tók 74 daga að handtaka feðgana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16