Var svo snöggur að klára að hann fékk hrós frá Mike Tyson á Twitter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2020 12:00 Francis Ngannou er vígalegur á þessari mynd þegar hann nær góðu höggi á Jair Rozenstruik í bardaga þerra í Jacksonville í Flórída fylki um helgina. Getty/Douglas P. DeFelice/ Francis Ngannou þurfti aðeins tuttugu sekúndur til að tryggja sér sigurinn á móti Jairzinho Rozenstruik. Það er því kannski ekkert skrítið að frammistaða hans hafi kallað á viðbrögð manna á samfélagsmiðlum. Hinn 33 ára gamli Francis Ngannou hefur nú unnið fjóra bardaga í röð og er greinilega á miklu skriði. Það vita líka miklu fleiri hver hann er í dag og þá sérstaklega eftir ein athyglisverð skilaboð á Twitter. Mike Tyson was so stunned by Francis Ngannou's 20 second victory at UFC 249, he even tweeted about it. ??You know it's special when Iron Mike's impressed. ?? https://t.co/QZG1vhTPNN— SPORTbible (@sportbible) May 10, 2020 Francis Ngannou fékk nefnilega kveðju og mikið hrós frá engum öðrum en hnefaleikagoðsögninni Mike Tyson á Twitter. Mike Tyson sér Ngannou fyrir sér sem framtíðarmeistara í UFC og lét hann vita af því. „Ómandi ... grimmur ... framtíðar meistari,“ skrifaði Mike Tyson. Resounding ... vicious .... future champ. #FrancesNyngonu 20 second knockout 2nite #UFC249— Mike Tyson (@MikeTyson) May 10, 2020 Það voru einhver læti í Jairzinho Rozenstruik í fjölmiðlaviðtölum fyrir bardagann og það hjálpaði Francis Ngannou ef marka má viðtalið við hann eftir bardagann. „Þegar ég heyrði að hann var kalla eftir mér þá áttaði ég mig á því að hann vissi ekki hvað hann var að gera,“ sagði Francis Ngannou og bætti við: „Hann er ekki tilbúinn. Þetta er efnilegur bardagamaður en hann þarf að stíga til baka og undirbúa sig betur fyrir bardaga á móti manni eins og mér,“ sagði Francis Ngannou við Joe Rogan strax eftir bardagann. „Ég vil samt þakka fyrir bardagann og að deila búrinu með mér í kvöld. Ég ber viðringu fyrir manni sem hefur trú á sjálfum sér. Haltu áfram kappi, vonast eftir að sjá þig aftur,“ sagði Francis Ngannou. OH MY WORD! ??Francis Ngannou knocks Rozenstruik out in the first 20 seconds. Out cold! ?? #UFC249 pic.twitter.com/rHc2tXgplH— UFC on BT Sport (@btsportufc) May 10, 2020 Francis Ngannou er að vonast eftir því að fá hann titilbardaga en hann tapaði slíkum bardaga á móti Stipe Miocic árið 2018. „Ég veit ekki hvað þarf til að fá titilbardaga í UFC og hef sætt mig við það. Það er ekki það að mér alveg sama heldur vil ég ekki að það stýri mér. Hvort sem ég fæ titilbardaga eða ekki, þá er ég bardagamaður og get enn komið með yfirlýsingu eins og þessa,“ sagði Francis Ngannou. MMA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Francis Ngannou þurfti aðeins tuttugu sekúndur til að tryggja sér sigurinn á móti Jairzinho Rozenstruik. Það er því kannski ekkert skrítið að frammistaða hans hafi kallað á viðbrögð manna á samfélagsmiðlum. Hinn 33 ára gamli Francis Ngannou hefur nú unnið fjóra bardaga í röð og er greinilega á miklu skriði. Það vita líka miklu fleiri hver hann er í dag og þá sérstaklega eftir ein athyglisverð skilaboð á Twitter. Mike Tyson was so stunned by Francis Ngannou's 20 second victory at UFC 249, he even tweeted about it. ??You know it's special when Iron Mike's impressed. ?? https://t.co/QZG1vhTPNN— SPORTbible (@sportbible) May 10, 2020 Francis Ngannou fékk nefnilega kveðju og mikið hrós frá engum öðrum en hnefaleikagoðsögninni Mike Tyson á Twitter. Mike Tyson sér Ngannou fyrir sér sem framtíðarmeistara í UFC og lét hann vita af því. „Ómandi ... grimmur ... framtíðar meistari,“ skrifaði Mike Tyson. Resounding ... vicious .... future champ. #FrancesNyngonu 20 second knockout 2nite #UFC249— Mike Tyson (@MikeTyson) May 10, 2020 Það voru einhver læti í Jairzinho Rozenstruik í fjölmiðlaviðtölum fyrir bardagann og það hjálpaði Francis Ngannou ef marka má viðtalið við hann eftir bardagann. „Þegar ég heyrði að hann var kalla eftir mér þá áttaði ég mig á því að hann vissi ekki hvað hann var að gera,“ sagði Francis Ngannou og bætti við: „Hann er ekki tilbúinn. Þetta er efnilegur bardagamaður en hann þarf að stíga til baka og undirbúa sig betur fyrir bardaga á móti manni eins og mér,“ sagði Francis Ngannou við Joe Rogan strax eftir bardagann. „Ég vil samt þakka fyrir bardagann og að deila búrinu með mér í kvöld. Ég ber viðringu fyrir manni sem hefur trú á sjálfum sér. Haltu áfram kappi, vonast eftir að sjá þig aftur,“ sagði Francis Ngannou. OH MY WORD! ??Francis Ngannou knocks Rozenstruik out in the first 20 seconds. Out cold! ?? #UFC249 pic.twitter.com/rHc2tXgplH— UFC on BT Sport (@btsportufc) May 10, 2020 Francis Ngannou er að vonast eftir því að fá hann titilbardaga en hann tapaði slíkum bardaga á móti Stipe Miocic árið 2018. „Ég veit ekki hvað þarf til að fá titilbardaga í UFC og hef sætt mig við það. Það er ekki það að mér alveg sama heldur vil ég ekki að það stýri mér. Hvort sem ég fæ titilbardaga eða ekki, þá er ég bardagamaður og get enn komið með yfirlýsingu eins og þessa,“ sagði Francis Ngannou.
MMA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira