Sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu hlaut hæsta styrkinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2020 09:30 Listamaðurinn Rán Flygering teiknaði þessa skemmtilegu mynd af styrkþegum ársins 2020. Hönnunarsjóður/Rán Flygering Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 25 milljónum í 26 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Alls bárust 126 umsóknir í ár um 237 milljónir úr sjóðnum. Ekki var hægt að halda úthlutun eins og tíðkast hefur og í staðinn teiknaði Rán Flygering mynd af styrkafhendingunni sem fór ekki fram, á henni má sjá styrkhafana ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ráðherra og Birnu Bragadóttur formanni stjórnar Hönnunarsjóðs. Hæsta styrkinn að þessu sinni hlaut MAT. Sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu verkefni MStudio. Verkefnastyrkurinn var upp á þrjár milljónir og snýst verkefnið um heildstætt dreifihagkerfi fyrir matvæli sem hannað er í þeim tilgangi að lágmarka óþarfa dreifingu matvæla, bæta lífsgæði og minnka sóun. Næst hæsta styrkinn hlaut Spakmannsspjarir, fatamerki Bjargar Ingadóttir, tvær milljónir fyrir útfærslu á stafrænum flíkum í stafrænni verslun. Lista yfir alla styrkþega Hönnunarsjóðs má finna hér fyrir neðan. Ekki voru veittir ferðastyrkir að þessu sinni vegna aðstæðna og óvissu í kjölfar heimsfaraldurs. „Mikill fjöldi umsókna í Hönnunarsjóð endurspeglar þörfina fyrir fjárfestingu í hönnunardrifnum verkefnum. Nú, sem aldrei fyrr, þarf að leita nýrra leiða, efla hönnunardrifna nýsköpun og ýta undir þróun atvinnulífs skapandi greina, með áherslu á jafnvægi milli umhverfis, lífsgæða, mannlífs og verðmætasköpunar,“ Segir Birna Bragadóttir, formaður stjórnar Hönnunarsjóðs. Enn er hægt að óska eftir styrkjum vegna aukaúthlutunar Hönnunarsjóðs, átaksverkefni stjórnvalda í kjölfarið á Covid-19 faraldrinum. Umsóknarfrestur rennur út þann 18. maí. Listi yfir styrkþega Hönnunarsjóðs, maí 2020; Verkefnastyrkir MAT. Sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu hlaut 3.000.000 kr. MAT er heildstætt dreifikerfi fyrir matvæli sem er hannað í þeim tilgangi að lágmarka óþarfa dreifingu matvæla, bæta lífsgæði fólks og minnka sóun. Spaksmannsspjarir, Stafrænar flíkur í stafrænni vefsölu hlaut 2.000.000 kr. Verkefnið er að búa til stafrænt stærðakerfi Spaksmannsspjara út frá líkamsmælingum á þrem milljón manns og í kjölfarið bjóða stafrænt hannaða fatalínu, þá fyrstu hér á landi, í vefverslun Spaksmannsspjara. Ný vörulína Flothettu fyrir flot- og vatnsmeðferðir hlaut 1.000.000 kr. Nýjar hannaðar flotstuðningsvörur munu nýtast í flotslökun og líkamsmiðaða vatnsmeðferðarvinnu. Vörulínan er unnin af Unni Valdísi Kristjánsdóttir vöruhönnuði og Höllu Hákonardóttur fatahönnuði. Verkefnið Ferill og störf Kristínar Þorkelsdóttur hlaut 1.000.000 kr. Bryndís Björgvinsdóttir, rýnir, tekur saman og miðlar verkum, ferli, reynslu og áhrifumhönnuðarins Kristínar Þorkelsdóttur, sem er m.a. hönnuður íslensku peningaseðlana, íslenska vegabréfsins og ýmissa rótgróinna merkja. Hringrásarvæn hönnun, FÓLK Reykjavík hlaut 1.000.000 kr. Hringrásarvæn hönnun gengur út á að hanna og þróa vörulínu fyrir heimili og vinnustaði úr íslensku endurunnu- og afgangshráefni. Verkefnið stuðlar að nýsköpun í vöruhönnun, auknu framboði af íslenskum hönnunarvörum og eflir hringrásarhagkerfi á Íslandi. SAFE seat, Fjaðrandi bátasæti hlaut 1.000.000 kr. Hönnun fjaðrandi bátasæta, kemur í veg fyrir meiðsl áhafna og farþega í bátsferðum. Lögð er áhersla á harðbotna slöngubáta (e. RIB) en lausnin getur einnig hentað vel í öðru samhengi. Hryggmeiðsl í hraðbátum eru algeng, oft alvarleg en líka óþörf. Bioplastic Skin, Valdís Steinarsdóttir hlaut 1.000.000 kr. Verkefnið Bioplastic Skin felst í því að hanna umhverfisvænar umbúðir úr dýrahúðum sem nota má til að pakka kjötvörum. Nú til dags er stórum hluta dýraskrokka fargað ónýttum eftir slátrun og þar með er dýrmætu hráefni eins og dýrahúðum sóað. Fjölnota umhverfisvænir Warriör íþróttagalla, Ýr Þrastardóttir hlaut 1.000.000 kr. Vöruþróun, kynning og markaðsherferð á fatamerkinu Warriör sem er sportfatnaður fyrir bæði kyn og önnur kyn eða engin kyn. Stefna Warriör er að fjölbreyttir menningarkimar mætist. Hönnunin hefur engin landamæri og vill sameina fólk með ólíkan uppruna, úr ólíkum menningarkimum og stéttum. The big picture of Climate Change, Gagarín hlaut 1.000.000 kr. Verkefnið felur í sér rannsókn, hönnun, tilraunir, þróun vísindalegrar frásagnar og miðlunar tölfræði í raun og sýndarheimi sem snýr að loftslagsbreytingum. Ný gömul hverfi, Jakob Jakobsson hlaut 850.000 kr. "Ný gömul hverfi" er rannsóknarverkefni þar sem skoðuð eru gömul og gróin hverfi borgarinnar með áherslu á varðveislu allra bygginga og hárfína aukningu byggingamagns og þar af leiðandi íbúafjölda. Framleiddar verða handteikningar, Axonómetríur í stóru formati. Signatúra Books, Júlía Runólfsdóttir hlaut 850.000 kr. Signatúra Books er sjálfstæður útgefandi, stúdíó og rafræn bókabúð sem vinnur með hönnuðum, listamönnum og rithöfundum að útgáfu bóka, verka og hluta í takmörkuðu upplagi. Signatúra, sem var stofnuð í lok árs 2019, leggur sérstaka áherslu á umhverfisvænar prentaðferðir og góða bókahönnun. Landslag í speglun, Arnar Ingi Viðarsson hlaut 800.000 kr. Landslag í endurspeglun samastendur af þremur hönnunarverkum sem þjóna hlutverki almennra áningarstaða sem og innsetningarverk sem auðga sjónmenningu miðbæjar Reykjavíkur, sama hvar þau eru sett upp. Fields, Litten Nystrøm hlaut 800.000 kr. Verkefnið felur í sér þróun, hönnun og framleiðslu golfmotta og rýnir hugmyndir um ræktun og uppskeru. Leikið er með ull og náttúrulega liti, stærðir og möguleika til að skapa stærri hreyfanlega form. Umskipti, Hanna Dís Whitehead hlaut 750.000 kr. Í verkefninu Umskipti er leitast við leyfa mynstrum að mótast í nytjahluti. Hvert mynstur leyfir margar mismunandi útfærslur eftir því hversu mikið af því er notað og hvernig því er raðað saman. Mynstrið fer úr því að vera bara skraut á yfirborði í að móta notagildið sjálft. Því hættir það að vera ónauðsynlegt og verður að hlut í sjálfum sér. Reykjavík barnanna, Linda Ólafsdóttir hlaut 750.000 kr. Reykjavík barnanna verður ríkulega myndlýst og fallega hönnuð bók um höfuðborgina frá landnámi til dagsins í dag. Á 100 blaðsíðum verður sýnt hvernig bærinn varð að kaupstað og miðstöð atvinnu- og menningarlífs Íslendinga, helstu götur, byggingar og mannlíf lifna við á síðum bókarinnar. Skarphéðinn Jóhannsson, þroskasaga arkitekts og þjóðar 1934-1970, Halldóra Arnardóttir hlaut 750.000 kr. Byggingar Skarphéðins Jóhannssonar voru liður í nútímavæðingu landsins um miðbik síðustu aldar. Með því að rýna verk hans kynnumst við gildi arkitektúrs og getu til að móta líf einstaklingsins og samfélagsins í heild. Efniviður bygginga og orða lögðu hvort um sig stoðir að heilbrigðara umhverfi. The Non Flowers Book, Thomas Pausz hlaut 500.000 kr. „The Non Flowers“ verkefni Thomas Pausz var sýnt á Íslandi og í The Victoria & Albert Museum 2019. Styrkurinn er veittur til að hanna bók um ferlið, en bókin verður hluti af „Villiblómið“, haustsýningu Hafnarborgar 2020. Gosbrunnagarður, Sigurrós Guðbjörg Björnsdóttir hlaut 250.000 kr. Samstarfsverkefni Árna Jónssonar og Sigurrósar G. Björnsdóttur sem hefur verið boðin vinnustofudvöl í Gunnfríðargryfju 7. ágúst til 2. september 2020. Þar verða unnir gosbrunnar sem smám saman munu mynda gosbrunnagarð utandyra í garðinum við Ásmundarsal. Rannsóknar- og þróunarstyrkir Dórófónn til LHÍ, Halldór Úlfarsson hlaut 1,200,000 kr. Dórófónn er nýtt raf-akústískt, strengjahljóðfæri. Sótt er um styrk til þess að framleiða dórófón sem verður gefinn Tónlistardeild LHÍ til notkunar við kennslu. Um leið verður gert samkomulag um notendarannsókn til lengri tíma með nemendum og kennurum deildarinnar til að styðja við frekari þróun á hljóðfærinu. Iða, Þórunn Árnadóttir hlaut 1,000,000 kr. Með því að kryfja og skoða eiginleika kerta til hlítar hef ég komist að því að kertin geta gert svo miklu meira en að sitja í kertastjaka. Þau geta dansað! Hugmyndin er að hanna hlut sem er einskonar samruni óróa og kertastjaka. Kertin nýta sína eigin orku til að hreyfast í hringi. Beauty & the Beast, Anna Diljá Sigurðardóttir hlaut 1,000,000 kr. Verkefnið felst í rannsókn á sögu, upplifun og framtíð lúpínu í íslensku landslagi. Rakin er ferð lúpínunnar frá hitabeltinu til kaldari svæða, Íslands og hvernig hún berst við að taka yfir landsvæði í nýjum heimkynnum. Carnal Appetite, Elín-Margot Ármannsdóttir hlaut 750.000 kr. Matur er nátengdur kynörvun. Hættu að borða og þú munt missa kynferðislega örvun. Aftur á móti skaltu skoða erótískar eða gastronomic myndir og líkaminn mun sýna merki um spennu. „Carnal Appetite“ snýst um að skapa kynferðislega valdeflingu með borðbúnaði. Blæbrigði tóngerjunnar, Sveinn Steinar Benediktsson hlaut 700.000 kr. Í verkefninu er skapað samtal um umhverfisáhrif mannsins hvað varðar hljóð og hljóðmengun. Lífferlar örvera rannsakaðir og áhrif hljóðbylgja á framleiðsluferli bjórs með von um blæbrigði í bragði og nýjum möguleikum. Fjörunytjar í textíl, Tanja Huld Leví Guðmundsdóttir hlaut 500.000 kr. Ísland er umlukið hafi og sjávargróðri. Rannsókn sem miðar að því að þróa staðbundinn, sjálfbæran og niðurbrjótanlegan textíl úr fjörunytjum. Markaðs- og þróunarstyrkir Ilmbanki íslenskra jurta og tengdar vörur, Nordic Angan hlaut 1.000.000 kr. Stefnumótun og markaðsátak fyrir sýninguna Ilmbanka íslenskra jurta og ilmtengdar afurðir Nordic Angan á innlendum markaði ásamt vefsölu á afmörkuðum erlendum mörkuðum. Stafræn Sýning SS21, Arnar Már Jónsson hlaut 750.000 kr. Myndataka og stafræn sýning á SS21 línu Arnar Márs Jónssonar. Ný leið til að kynna fatalínu sem byggð hefur verið upp í gegnum vídeóverk. Markaðsstarf til að vinna að sölu í helstu tískuverslunum heims. Tíska og hönnun Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 25 milljónum í 26 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Alls bárust 126 umsóknir í ár um 237 milljónir úr sjóðnum. Ekki var hægt að halda úthlutun eins og tíðkast hefur og í staðinn teiknaði Rán Flygering mynd af styrkafhendingunni sem fór ekki fram, á henni má sjá styrkhafana ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ráðherra og Birnu Bragadóttur formanni stjórnar Hönnunarsjóðs. Hæsta styrkinn að þessu sinni hlaut MAT. Sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu verkefni MStudio. Verkefnastyrkurinn var upp á þrjár milljónir og snýst verkefnið um heildstætt dreifihagkerfi fyrir matvæli sem hannað er í þeim tilgangi að lágmarka óþarfa dreifingu matvæla, bæta lífsgæði og minnka sóun. Næst hæsta styrkinn hlaut Spakmannsspjarir, fatamerki Bjargar Ingadóttir, tvær milljónir fyrir útfærslu á stafrænum flíkum í stafrænni verslun. Lista yfir alla styrkþega Hönnunarsjóðs má finna hér fyrir neðan. Ekki voru veittir ferðastyrkir að þessu sinni vegna aðstæðna og óvissu í kjölfar heimsfaraldurs. „Mikill fjöldi umsókna í Hönnunarsjóð endurspeglar þörfina fyrir fjárfestingu í hönnunardrifnum verkefnum. Nú, sem aldrei fyrr, þarf að leita nýrra leiða, efla hönnunardrifna nýsköpun og ýta undir þróun atvinnulífs skapandi greina, með áherslu á jafnvægi milli umhverfis, lífsgæða, mannlífs og verðmætasköpunar,“ Segir Birna Bragadóttir, formaður stjórnar Hönnunarsjóðs. Enn er hægt að óska eftir styrkjum vegna aukaúthlutunar Hönnunarsjóðs, átaksverkefni stjórnvalda í kjölfarið á Covid-19 faraldrinum. Umsóknarfrestur rennur út þann 18. maí. Listi yfir styrkþega Hönnunarsjóðs, maí 2020; Verkefnastyrkir MAT. Sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu hlaut 3.000.000 kr. MAT er heildstætt dreifikerfi fyrir matvæli sem er hannað í þeim tilgangi að lágmarka óþarfa dreifingu matvæla, bæta lífsgæði fólks og minnka sóun. Spaksmannsspjarir, Stafrænar flíkur í stafrænni vefsölu hlaut 2.000.000 kr. Verkefnið er að búa til stafrænt stærðakerfi Spaksmannsspjara út frá líkamsmælingum á þrem milljón manns og í kjölfarið bjóða stafrænt hannaða fatalínu, þá fyrstu hér á landi, í vefverslun Spaksmannsspjara. Ný vörulína Flothettu fyrir flot- og vatnsmeðferðir hlaut 1.000.000 kr. Nýjar hannaðar flotstuðningsvörur munu nýtast í flotslökun og líkamsmiðaða vatnsmeðferðarvinnu. Vörulínan er unnin af Unni Valdísi Kristjánsdóttir vöruhönnuði og Höllu Hákonardóttur fatahönnuði. Verkefnið Ferill og störf Kristínar Þorkelsdóttur hlaut 1.000.000 kr. Bryndís Björgvinsdóttir, rýnir, tekur saman og miðlar verkum, ferli, reynslu og áhrifumhönnuðarins Kristínar Þorkelsdóttur, sem er m.a. hönnuður íslensku peningaseðlana, íslenska vegabréfsins og ýmissa rótgróinna merkja. Hringrásarvæn hönnun, FÓLK Reykjavík hlaut 1.000.000 kr. Hringrásarvæn hönnun gengur út á að hanna og þróa vörulínu fyrir heimili og vinnustaði úr íslensku endurunnu- og afgangshráefni. Verkefnið stuðlar að nýsköpun í vöruhönnun, auknu framboði af íslenskum hönnunarvörum og eflir hringrásarhagkerfi á Íslandi. SAFE seat, Fjaðrandi bátasæti hlaut 1.000.000 kr. Hönnun fjaðrandi bátasæta, kemur í veg fyrir meiðsl áhafna og farþega í bátsferðum. Lögð er áhersla á harðbotna slöngubáta (e. RIB) en lausnin getur einnig hentað vel í öðru samhengi. Hryggmeiðsl í hraðbátum eru algeng, oft alvarleg en líka óþörf. Bioplastic Skin, Valdís Steinarsdóttir hlaut 1.000.000 kr. Verkefnið Bioplastic Skin felst í því að hanna umhverfisvænar umbúðir úr dýrahúðum sem nota má til að pakka kjötvörum. Nú til dags er stórum hluta dýraskrokka fargað ónýttum eftir slátrun og þar með er dýrmætu hráefni eins og dýrahúðum sóað. Fjölnota umhverfisvænir Warriör íþróttagalla, Ýr Þrastardóttir hlaut 1.000.000 kr. Vöruþróun, kynning og markaðsherferð á fatamerkinu Warriör sem er sportfatnaður fyrir bæði kyn og önnur kyn eða engin kyn. Stefna Warriör er að fjölbreyttir menningarkimar mætist. Hönnunin hefur engin landamæri og vill sameina fólk með ólíkan uppruna, úr ólíkum menningarkimum og stéttum. The big picture of Climate Change, Gagarín hlaut 1.000.000 kr. Verkefnið felur í sér rannsókn, hönnun, tilraunir, þróun vísindalegrar frásagnar og miðlunar tölfræði í raun og sýndarheimi sem snýr að loftslagsbreytingum. Ný gömul hverfi, Jakob Jakobsson hlaut 850.000 kr. "Ný gömul hverfi" er rannsóknarverkefni þar sem skoðuð eru gömul og gróin hverfi borgarinnar með áherslu á varðveislu allra bygginga og hárfína aukningu byggingamagns og þar af leiðandi íbúafjölda. Framleiddar verða handteikningar, Axonómetríur í stóru formati. Signatúra Books, Júlía Runólfsdóttir hlaut 850.000 kr. Signatúra Books er sjálfstæður útgefandi, stúdíó og rafræn bókabúð sem vinnur með hönnuðum, listamönnum og rithöfundum að útgáfu bóka, verka og hluta í takmörkuðu upplagi. Signatúra, sem var stofnuð í lok árs 2019, leggur sérstaka áherslu á umhverfisvænar prentaðferðir og góða bókahönnun. Landslag í speglun, Arnar Ingi Viðarsson hlaut 800.000 kr. Landslag í endurspeglun samastendur af þremur hönnunarverkum sem þjóna hlutverki almennra áningarstaða sem og innsetningarverk sem auðga sjónmenningu miðbæjar Reykjavíkur, sama hvar þau eru sett upp. Fields, Litten Nystrøm hlaut 800.000 kr. Verkefnið felur í sér þróun, hönnun og framleiðslu golfmotta og rýnir hugmyndir um ræktun og uppskeru. Leikið er með ull og náttúrulega liti, stærðir og möguleika til að skapa stærri hreyfanlega form. Umskipti, Hanna Dís Whitehead hlaut 750.000 kr. Í verkefninu Umskipti er leitast við leyfa mynstrum að mótast í nytjahluti. Hvert mynstur leyfir margar mismunandi útfærslur eftir því hversu mikið af því er notað og hvernig því er raðað saman. Mynstrið fer úr því að vera bara skraut á yfirborði í að móta notagildið sjálft. Því hættir það að vera ónauðsynlegt og verður að hlut í sjálfum sér. Reykjavík barnanna, Linda Ólafsdóttir hlaut 750.000 kr. Reykjavík barnanna verður ríkulega myndlýst og fallega hönnuð bók um höfuðborgina frá landnámi til dagsins í dag. Á 100 blaðsíðum verður sýnt hvernig bærinn varð að kaupstað og miðstöð atvinnu- og menningarlífs Íslendinga, helstu götur, byggingar og mannlíf lifna við á síðum bókarinnar. Skarphéðinn Jóhannsson, þroskasaga arkitekts og þjóðar 1934-1970, Halldóra Arnardóttir hlaut 750.000 kr. Byggingar Skarphéðins Jóhannssonar voru liður í nútímavæðingu landsins um miðbik síðustu aldar. Með því að rýna verk hans kynnumst við gildi arkitektúrs og getu til að móta líf einstaklingsins og samfélagsins í heild. Efniviður bygginga og orða lögðu hvort um sig stoðir að heilbrigðara umhverfi. The Non Flowers Book, Thomas Pausz hlaut 500.000 kr. „The Non Flowers“ verkefni Thomas Pausz var sýnt á Íslandi og í The Victoria & Albert Museum 2019. Styrkurinn er veittur til að hanna bók um ferlið, en bókin verður hluti af „Villiblómið“, haustsýningu Hafnarborgar 2020. Gosbrunnagarður, Sigurrós Guðbjörg Björnsdóttir hlaut 250.000 kr. Samstarfsverkefni Árna Jónssonar og Sigurrósar G. Björnsdóttur sem hefur verið boðin vinnustofudvöl í Gunnfríðargryfju 7. ágúst til 2. september 2020. Þar verða unnir gosbrunnar sem smám saman munu mynda gosbrunnagarð utandyra í garðinum við Ásmundarsal. Rannsóknar- og þróunarstyrkir Dórófónn til LHÍ, Halldór Úlfarsson hlaut 1,200,000 kr. Dórófónn er nýtt raf-akústískt, strengjahljóðfæri. Sótt er um styrk til þess að framleiða dórófón sem verður gefinn Tónlistardeild LHÍ til notkunar við kennslu. Um leið verður gert samkomulag um notendarannsókn til lengri tíma með nemendum og kennurum deildarinnar til að styðja við frekari þróun á hljóðfærinu. Iða, Þórunn Árnadóttir hlaut 1,000,000 kr. Með því að kryfja og skoða eiginleika kerta til hlítar hef ég komist að því að kertin geta gert svo miklu meira en að sitja í kertastjaka. Þau geta dansað! Hugmyndin er að hanna hlut sem er einskonar samruni óróa og kertastjaka. Kertin nýta sína eigin orku til að hreyfast í hringi. Beauty & the Beast, Anna Diljá Sigurðardóttir hlaut 1,000,000 kr. Verkefnið felst í rannsókn á sögu, upplifun og framtíð lúpínu í íslensku landslagi. Rakin er ferð lúpínunnar frá hitabeltinu til kaldari svæða, Íslands og hvernig hún berst við að taka yfir landsvæði í nýjum heimkynnum. Carnal Appetite, Elín-Margot Ármannsdóttir hlaut 750.000 kr. Matur er nátengdur kynörvun. Hættu að borða og þú munt missa kynferðislega örvun. Aftur á móti skaltu skoða erótískar eða gastronomic myndir og líkaminn mun sýna merki um spennu. „Carnal Appetite“ snýst um að skapa kynferðislega valdeflingu með borðbúnaði. Blæbrigði tóngerjunnar, Sveinn Steinar Benediktsson hlaut 700.000 kr. Í verkefninu er skapað samtal um umhverfisáhrif mannsins hvað varðar hljóð og hljóðmengun. Lífferlar örvera rannsakaðir og áhrif hljóðbylgja á framleiðsluferli bjórs með von um blæbrigði í bragði og nýjum möguleikum. Fjörunytjar í textíl, Tanja Huld Leví Guðmundsdóttir hlaut 500.000 kr. Ísland er umlukið hafi og sjávargróðri. Rannsókn sem miðar að því að þróa staðbundinn, sjálfbæran og niðurbrjótanlegan textíl úr fjörunytjum. Markaðs- og þróunarstyrkir Ilmbanki íslenskra jurta og tengdar vörur, Nordic Angan hlaut 1.000.000 kr. Stefnumótun og markaðsátak fyrir sýninguna Ilmbanka íslenskra jurta og ilmtengdar afurðir Nordic Angan á innlendum markaði ásamt vefsölu á afmörkuðum erlendum mörkuðum. Stafræn Sýning SS21, Arnar Már Jónsson hlaut 750.000 kr. Myndataka og stafræn sýning á SS21 línu Arnar Márs Jónssonar. Ný leið til að kynna fatalínu sem byggð hefur verið upp í gegnum vídeóverk. Markaðsstarf til að vinna að sölu í helstu tískuverslunum heims.
Tíska og hönnun Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira