Flókið að opna landamæri Íslands sama hvaða leið verður farin Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. maí 2020 18:35 Ferðatakmarkanir til og frá landinu verða óbreyttar í allt að mánuð til viðbótar fallist heilbrigðisráðherra á tillögur sóttvarnalæknis. Núverandi fyrirkomulag gerði ráð fyrir tilslökunum 15. maí. Ferðabannið sem nú er í gildi kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. Sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi að þessari reglu vilji hann halda á meðan enn væri verið að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag þegar landamærin verða opnuð. Hópur undir forystu forsætisráðuneytisins skilaði slíkum tillögum í dag sem höfð verða til hliðsjónar við ákvörðun sóttvarnalæknis. „Við erum svona í biðstöðu. Það er ekki tímabært að tala um hvað gæti tekið við. Það er mjög margt þar til skoðunar og við þurfum að fá svör við nokkrum hlutum áður en ég legg fram mínar tillögur í því,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Inntur eftir því hvaða tillögur hann vill leggja fram um opnun landamæra vildi Þórólfur ekki svara. Eins og hvernig? „Bara eins og þær liggja fyrir þegar þær koma til mín,“ sagði Þórólfur. Við fáum ekki svar við því? „Nei,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi.Mynd/Lögreglan Eru farin að skoða aðstæður á landamærum „Okkar hlutverk núna snýr að Schengen-samstarfinu og fylgjast með hvað þarf að gera þar. Það getur verið snúið verkefni. það þarf að vinna þetta á mörgum stöðum. Keflavík, Seyðisfirði, Akureyri og hugsanlega Egilsstöðum þar sem þessi landamæri eru. Þetta er verkefni sem snúið sama hvaða leið verður farin,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Ekki er víst að skemmtistaðir opni 25. maí næstkomandi, þegar næsta skref í tilslökunum tekur gildi. Verið sé að kanna hvort rétt sé að bíða lengur ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis. Fá sýni voru tekin síðasta sólarhringinn. Ekkert smit greindist. Virk smit eru átján og fer lækandi. Einn er á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki víst að skemmtistaðir opni 25. maí Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. 11. maí 2020 15:07 Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28 Svona var 67. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 11. maí 2020 13:15 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Ferðatakmarkanir til og frá landinu verða óbreyttar í allt að mánuð til viðbótar fallist heilbrigðisráðherra á tillögur sóttvarnalæknis. Núverandi fyrirkomulag gerði ráð fyrir tilslökunum 15. maí. Ferðabannið sem nú er í gildi kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. Sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi að þessari reglu vilji hann halda á meðan enn væri verið að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag þegar landamærin verða opnuð. Hópur undir forystu forsætisráðuneytisins skilaði slíkum tillögum í dag sem höfð verða til hliðsjónar við ákvörðun sóttvarnalæknis. „Við erum svona í biðstöðu. Það er ekki tímabært að tala um hvað gæti tekið við. Það er mjög margt þar til skoðunar og við þurfum að fá svör við nokkrum hlutum áður en ég legg fram mínar tillögur í því,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Inntur eftir því hvaða tillögur hann vill leggja fram um opnun landamæra vildi Þórólfur ekki svara. Eins og hvernig? „Bara eins og þær liggja fyrir þegar þær koma til mín,“ sagði Þórólfur. Við fáum ekki svar við því? „Nei,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi.Mynd/Lögreglan Eru farin að skoða aðstæður á landamærum „Okkar hlutverk núna snýr að Schengen-samstarfinu og fylgjast með hvað þarf að gera þar. Það getur verið snúið verkefni. það þarf að vinna þetta á mörgum stöðum. Keflavík, Seyðisfirði, Akureyri og hugsanlega Egilsstöðum þar sem þessi landamæri eru. Þetta er verkefni sem snúið sama hvaða leið verður farin,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Ekki er víst að skemmtistaðir opni 25. maí næstkomandi, þegar næsta skref í tilslökunum tekur gildi. Verið sé að kanna hvort rétt sé að bíða lengur ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis. Fá sýni voru tekin síðasta sólarhringinn. Ekkert smit greindist. Virk smit eru átján og fer lækandi. Einn er á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki víst að skemmtistaðir opni 25. maí Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. 11. maí 2020 15:07 Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28 Svona var 67. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 11. maí 2020 13:15 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Ekki víst að skemmtistaðir opni 25. maí Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. 11. maí 2020 15:07
Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28
Svona var 67. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 11. maí 2020 13:15
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum