Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 09:00 Alexander Petersson í leik með íslenska landsliðinu í handbolta. epa/Diego Azubel Herbergisfélagarnir Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson fengu óblíðar móttökur á Evrópumótinu í Sviss árið 2006 og Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði það upp í Seinni bylgjunni í gær þegar hann fór yfir landsliðsferilinn sinn. Örvhentu leikmenn íslenska liðsins á þessu Evrópumóti höfðu ekki heppnina með sér og íslenska liðið mátti ekki við því og rétt missti af undanúrslitunum. Misstum bara eina hlið út. „Óli dettur út í riðlinum en kemur svo til baka. Einar Hólmgeirs rotast á móti Króatíu og Lexi kjálkabrotnar á móti Rússum. Það er ekkert grín að missa leikmenn eins og Ólaf, Lexa og Einar Hólmgeirsson því við missum bara eina hlið út. Geiri var bara einn eftir,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Þegar Einar kemur aftur á hótelið um kvöldið þá situr hann upp á einhverjum stól og dettur aftur niður. Hann er náttúrulega út úr mótinu eftir þetta,“ sagði Guðjón Valur sem hefur enn móral yfir því að hafa pressað á kjálkabrotinn Alexander Petersson í hálfleik á móti Rússum. Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson, Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson fagna saman bronsinu á EM í Austurríki 2010.EPA/GEORG HOCHMUTH Sagði kjálkabrotnum manni að bíta á jaxlinn „Við Lexi sitjum saman í hálfleik á móti Rússunum og hann er eitthvað að þukla á kjálkanum sínum. Hann var búinn að spila stórkostlega vörn á móti Rastvortsev sem var ein besta vinstri skyttan í heiminum. Ég segi: Við erum með þá, við tökum þá. Hann umlar eitthvað og ég segi: Lexi, við hættum ekki núna, við gefumst ekki upp. Hann segir: Nei, nei, nei. Ég segi: Koma svo áfram, þú verður að bíta á jaxlinn,“ sagði Guðjón Valur og hélt áfram. „Bíta á jaxlinn... Hann var þríkjálkabrotinn og þurfti að fara í aðgerð en hann kláraði leikinn,“ sagði Guðjón Valur um framgöngu Alexanders Peterssonar. Íslenska liðið fagnaði sigri í leiknum 34-32 og var hársbreidd frá undanúrslitum. Alexander keyrði síðan heim frá Sviss til Þýskalands eftir mótið. Fær enn í magann þegar hann hugsar til þess „Einhverjir úr liðinu fóru inn á herbergið hjá þeim félögum, Einari og Alexander, eftir leikinn því þeir voru saman hjá Grosswallstadt á þessum tíma. Annar var rotaður og hinn var kjálkabrotinn. Maður hugsaði bara: Hverju getum við lent í?“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur hefur samt enn samviskubit yfir því sem hann sagði við Alexander í hálfleiknum. „Lexi er bara vélmenni og með réttu fær hann það viðurnefni. Að maður hafi reynt að hvetja hann til þess að spila. Ég fékk í magann og fæ enn í magann þegar ég hugsa til þess,“ sagði Guðjón Valur. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um EM 2006 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Herbergisfélagarnir Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson fengu óblíðar móttökur á Evrópumótinu í Sviss árið 2006 og Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði það upp í Seinni bylgjunni í gær þegar hann fór yfir landsliðsferilinn sinn. Örvhentu leikmenn íslenska liðsins á þessu Evrópumóti höfðu ekki heppnina með sér og íslenska liðið mátti ekki við því og rétt missti af undanúrslitunum. Misstum bara eina hlið út. „Óli dettur út í riðlinum en kemur svo til baka. Einar Hólmgeirs rotast á móti Króatíu og Lexi kjálkabrotnar á móti Rússum. Það er ekkert grín að missa leikmenn eins og Ólaf, Lexa og Einar Hólmgeirsson því við missum bara eina hlið út. Geiri var bara einn eftir,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Þegar Einar kemur aftur á hótelið um kvöldið þá situr hann upp á einhverjum stól og dettur aftur niður. Hann er náttúrulega út úr mótinu eftir þetta,“ sagði Guðjón Valur sem hefur enn móral yfir því að hafa pressað á kjálkabrotinn Alexander Petersson í hálfleik á móti Rússum. Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson, Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson fagna saman bronsinu á EM í Austurríki 2010.EPA/GEORG HOCHMUTH Sagði kjálkabrotnum manni að bíta á jaxlinn „Við Lexi sitjum saman í hálfleik á móti Rússunum og hann er eitthvað að þukla á kjálkanum sínum. Hann var búinn að spila stórkostlega vörn á móti Rastvortsev sem var ein besta vinstri skyttan í heiminum. Ég segi: Við erum með þá, við tökum þá. Hann umlar eitthvað og ég segi: Lexi, við hættum ekki núna, við gefumst ekki upp. Hann segir: Nei, nei, nei. Ég segi: Koma svo áfram, þú verður að bíta á jaxlinn,“ sagði Guðjón Valur og hélt áfram. „Bíta á jaxlinn... Hann var þríkjálkabrotinn og þurfti að fara í aðgerð en hann kláraði leikinn,“ sagði Guðjón Valur um framgöngu Alexanders Peterssonar. Íslenska liðið fagnaði sigri í leiknum 34-32 og var hársbreidd frá undanúrslitum. Alexander keyrði síðan heim frá Sviss til Þýskalands eftir mótið. Fær enn í magann þegar hann hugsar til þess „Einhverjir úr liðinu fóru inn á herbergið hjá þeim félögum, Einari og Alexander, eftir leikinn því þeir voru saman hjá Grosswallstadt á þessum tíma. Annar var rotaður og hinn var kjálkabrotinn. Maður hugsaði bara: Hverju getum við lent í?“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur hefur samt enn samviskubit yfir því sem hann sagði við Alexander í hálfleiknum. „Lexi er bara vélmenni og með réttu fær hann það viðurnefni. Að maður hafi reynt að hvetja hann til þess að spila. Ég fékk í magann og fæ enn í magann þegar ég hugsa til þess,“ sagði Guðjón Valur. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um EM 2006 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira