Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 09:00 Alexander Petersson í leik með íslenska landsliðinu í handbolta. epa/Diego Azubel Herbergisfélagarnir Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson fengu óblíðar móttökur á Evrópumótinu í Sviss árið 2006 og Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði það upp í Seinni bylgjunni í gær þegar hann fór yfir landsliðsferilinn sinn. Örvhentu leikmenn íslenska liðsins á þessu Evrópumóti höfðu ekki heppnina með sér og íslenska liðið mátti ekki við því og rétt missti af undanúrslitunum. Misstum bara eina hlið út. „Óli dettur út í riðlinum en kemur svo til baka. Einar Hólmgeirs rotast á móti Króatíu og Lexi kjálkabrotnar á móti Rússum. Það er ekkert grín að missa leikmenn eins og Ólaf, Lexa og Einar Hólmgeirsson því við missum bara eina hlið út. Geiri var bara einn eftir,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Þegar Einar kemur aftur á hótelið um kvöldið þá situr hann upp á einhverjum stól og dettur aftur niður. Hann er náttúrulega út úr mótinu eftir þetta,“ sagði Guðjón Valur sem hefur enn móral yfir því að hafa pressað á kjálkabrotinn Alexander Petersson í hálfleik á móti Rússum. Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson, Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson fagna saman bronsinu á EM í Austurríki 2010.EPA/GEORG HOCHMUTH Sagði kjálkabrotnum manni að bíta á jaxlinn „Við Lexi sitjum saman í hálfleik á móti Rússunum og hann er eitthvað að þukla á kjálkanum sínum. Hann var búinn að spila stórkostlega vörn á móti Rastvortsev sem var ein besta vinstri skyttan í heiminum. Ég segi: Við erum með þá, við tökum þá. Hann umlar eitthvað og ég segi: Lexi, við hættum ekki núna, við gefumst ekki upp. Hann segir: Nei, nei, nei. Ég segi: Koma svo áfram, þú verður að bíta á jaxlinn,“ sagði Guðjón Valur og hélt áfram. „Bíta á jaxlinn... Hann var þríkjálkabrotinn og þurfti að fara í aðgerð en hann kláraði leikinn,“ sagði Guðjón Valur um framgöngu Alexanders Peterssonar. Íslenska liðið fagnaði sigri í leiknum 34-32 og var hársbreidd frá undanúrslitum. Alexander keyrði síðan heim frá Sviss til Þýskalands eftir mótið. Fær enn í magann þegar hann hugsar til þess „Einhverjir úr liðinu fóru inn á herbergið hjá þeim félögum, Einari og Alexander, eftir leikinn því þeir voru saman hjá Grosswallstadt á þessum tíma. Annar var rotaður og hinn var kjálkabrotinn. Maður hugsaði bara: Hverju getum við lent í?“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur hefur samt enn samviskubit yfir því sem hann sagði við Alexander í hálfleiknum. „Lexi er bara vélmenni og með réttu fær hann það viðurnefni. Að maður hafi reynt að hvetja hann til þess að spila. Ég fékk í magann og fæ enn í magann þegar ég hugsa til þess,“ sagði Guðjón Valur. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um EM 2006 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Herbergisfélagarnir Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson fengu óblíðar móttökur á Evrópumótinu í Sviss árið 2006 og Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði það upp í Seinni bylgjunni í gær þegar hann fór yfir landsliðsferilinn sinn. Örvhentu leikmenn íslenska liðsins á þessu Evrópumóti höfðu ekki heppnina með sér og íslenska liðið mátti ekki við því og rétt missti af undanúrslitunum. Misstum bara eina hlið út. „Óli dettur út í riðlinum en kemur svo til baka. Einar Hólmgeirs rotast á móti Króatíu og Lexi kjálkabrotnar á móti Rússum. Það er ekkert grín að missa leikmenn eins og Ólaf, Lexa og Einar Hólmgeirsson því við missum bara eina hlið út. Geiri var bara einn eftir,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Þegar Einar kemur aftur á hótelið um kvöldið þá situr hann upp á einhverjum stól og dettur aftur niður. Hann er náttúrulega út úr mótinu eftir þetta,“ sagði Guðjón Valur sem hefur enn móral yfir því að hafa pressað á kjálkabrotinn Alexander Petersson í hálfleik á móti Rússum. Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson, Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson fagna saman bronsinu á EM í Austurríki 2010.EPA/GEORG HOCHMUTH Sagði kjálkabrotnum manni að bíta á jaxlinn „Við Lexi sitjum saman í hálfleik á móti Rússunum og hann er eitthvað að þukla á kjálkanum sínum. Hann var búinn að spila stórkostlega vörn á móti Rastvortsev sem var ein besta vinstri skyttan í heiminum. Ég segi: Við erum með þá, við tökum þá. Hann umlar eitthvað og ég segi: Lexi, við hættum ekki núna, við gefumst ekki upp. Hann segir: Nei, nei, nei. Ég segi: Koma svo áfram, þú verður að bíta á jaxlinn,“ sagði Guðjón Valur og hélt áfram. „Bíta á jaxlinn... Hann var þríkjálkabrotinn og þurfti að fara í aðgerð en hann kláraði leikinn,“ sagði Guðjón Valur um framgöngu Alexanders Peterssonar. Íslenska liðið fagnaði sigri í leiknum 34-32 og var hársbreidd frá undanúrslitum. Alexander keyrði síðan heim frá Sviss til Þýskalands eftir mótið. Fær enn í magann þegar hann hugsar til þess „Einhverjir úr liðinu fóru inn á herbergið hjá þeim félögum, Einari og Alexander, eftir leikinn því þeir voru saman hjá Grosswallstadt á þessum tíma. Annar var rotaður og hinn var kjálkabrotinn. Maður hugsaði bara: Hverju getum við lent í?“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur hefur samt enn samviskubit yfir því sem hann sagði við Alexander í hálfleiknum. „Lexi er bara vélmenni og með réttu fær hann það viðurnefni. Að maður hafi reynt að hvetja hann til þess að spila. Ég fékk í magann og fæ enn í magann þegar ég hugsa til þess,“ sagði Guðjón Valur. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um EM 2006 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira