Gekk út af blaðamannafundi eftir að hafa rifist við fréttamenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2020 08:26 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á blaðamannafundinum í gær. Getty/Drew Angerer Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gekk út af blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær eftir að Weijia Jiang, fréttaritari CBS, spurði forsetann hvers vegna það skipti svo miklu máli að Bandaríkin væru að standa sig mun betur en öll önnur ríki þegar kemur að því að skima fyrir kórónuveirunni. „Hvers vegna er þetta alþjóðleg samkeppni fyrir þér þegar Bandaríkjamenn eru að deyja á hverjum degi og við erum enn að sjá fjölgun smita dag hvern?“ spurði Jiang sem er af asísku bergi brotin. Trump svaraði að fólk væri að deyja um allan heim. „Þetta er kannski spurning sem þú ættir að spyrja Kína. Ekki spyrja mig. Spurðu Kína að þessu. Þegar þú spyrð Kína að þessu muntu fá mjög óvenjulegt svar,“ sagði Trump. Trump bauð síðan öðrum blaðamanni, Kaitlan Collins frá CNN, að spyrja en hún hinkraði þar sem Jiang spurði forsetann hvers vegna hann væri að segja þetta við hana sérstaklega. „Ég er ekki að segja þetta sérstaklega við neinn. Ég er að segja þetta við hvern þann sem myndi spyrja svona andstyggilegrar spurningar,“ sagði Trump. „Þetta var ekki andstyggileg spurning,“ svaraði Jiang. Collins reyndi síðan að spyrja forsetann en hann var þá farinn að benda á annan fréttamann sem stóð aftar. Collins mótmælti því að fá ekki að spyrja og stuttu síðar gekk Trump út af blaðamannafundinum. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að vera með niðrandi tón í garð kvenna á blaðamannafundum og þá sérstaklega í garð kvenna af erlendum uppruna. Jiang fæddist í Kína en flutti til Bandaríkjanna sem barn. Trump fór ekki varhluta af gagnrýni í kjölfar fundarins í gær. Tara Setmayer, pólitískur álitsgjafi, sagði viðbrögð Trump við hnitmiðaðri spurningu Jiang rasísk og svívirðileg. Another disgraceful, racist, temper tantrum by Trump b/c he was asked a pointed question by @weijia Classy move by @kaitlancollins to allow her to follow up to challenge Trump s obnoxious ask China comment. Trump can t handle smart, assertive women. @Honestly_Tara https://t.co/kOshBWFh2G— Tara Setmayer (@TaraSetmayer) May 11, 2020 „Trump höndlar ekki klárar, ákveðnar konur,“ sagði Setmayer í færslu á Twitter. Trump brást einnig við uppákomunni á blaðamannafundinum á Twitter. Sagði hann að „Lamestream“-fjölmiðlarnir væru stjórnlausir. „Sjáið hvernig þeir vinna saman (samsæri!). Þeir eru óvinir fólksins en hafið engar áhyggjur, við munum VINNA í nóvember,“ skrifaði forsetinn. The Lamestream Media is truly out of control. Look how they work (conspire!) together. They are the Enemy of the People, but don t worry, we will WIN in November! https://t.co/3YOSChXP9M— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2020 Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gekk út af blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær eftir að Weijia Jiang, fréttaritari CBS, spurði forsetann hvers vegna það skipti svo miklu máli að Bandaríkin væru að standa sig mun betur en öll önnur ríki þegar kemur að því að skima fyrir kórónuveirunni. „Hvers vegna er þetta alþjóðleg samkeppni fyrir þér þegar Bandaríkjamenn eru að deyja á hverjum degi og við erum enn að sjá fjölgun smita dag hvern?“ spurði Jiang sem er af asísku bergi brotin. Trump svaraði að fólk væri að deyja um allan heim. „Þetta er kannski spurning sem þú ættir að spyrja Kína. Ekki spyrja mig. Spurðu Kína að þessu. Þegar þú spyrð Kína að þessu muntu fá mjög óvenjulegt svar,“ sagði Trump. Trump bauð síðan öðrum blaðamanni, Kaitlan Collins frá CNN, að spyrja en hún hinkraði þar sem Jiang spurði forsetann hvers vegna hann væri að segja þetta við hana sérstaklega. „Ég er ekki að segja þetta sérstaklega við neinn. Ég er að segja þetta við hvern þann sem myndi spyrja svona andstyggilegrar spurningar,“ sagði Trump. „Þetta var ekki andstyggileg spurning,“ svaraði Jiang. Collins reyndi síðan að spyrja forsetann en hann var þá farinn að benda á annan fréttamann sem stóð aftar. Collins mótmælti því að fá ekki að spyrja og stuttu síðar gekk Trump út af blaðamannafundinum. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að vera með niðrandi tón í garð kvenna á blaðamannafundum og þá sérstaklega í garð kvenna af erlendum uppruna. Jiang fæddist í Kína en flutti til Bandaríkjanna sem barn. Trump fór ekki varhluta af gagnrýni í kjölfar fundarins í gær. Tara Setmayer, pólitískur álitsgjafi, sagði viðbrögð Trump við hnitmiðaðri spurningu Jiang rasísk og svívirðileg. Another disgraceful, racist, temper tantrum by Trump b/c he was asked a pointed question by @weijia Classy move by @kaitlancollins to allow her to follow up to challenge Trump s obnoxious ask China comment. Trump can t handle smart, assertive women. @Honestly_Tara https://t.co/kOshBWFh2G— Tara Setmayer (@TaraSetmayer) May 11, 2020 „Trump höndlar ekki klárar, ákveðnar konur,“ sagði Setmayer í færslu á Twitter. Trump brást einnig við uppákomunni á blaðamannafundinum á Twitter. Sagði hann að „Lamestream“-fjölmiðlarnir væru stjórnlausir. „Sjáið hvernig þeir vinna saman (samsæri!). Þeir eru óvinir fólksins en hafið engar áhyggjur, við munum VINNA í nóvember,“ skrifaði forsetinn. The Lamestream Media is truly out of control. Look how they work (conspire!) together. They are the Enemy of the People, but don t worry, we will WIN in November! https://t.co/3YOSChXP9M— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2020
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira