Fótbolti

Ensku félögin eiga vandasamt verkefni fyrir höndum að sannfæra áhyggjufulla leikmenn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sergio Aguero er einn þeirra sem hefur lýst áhyggjum sínum að byrja aftur að spila.
Sergio Aguero er einn þeirra sem hefur lýst áhyggjum sínum að byrja aftur að spila. vísir/getty

Daily Mail greinir frá því á vef sínum í morgun að næstu tveir dagar munu skera úr um það hvort að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar séu tilbúnir að byrja spila aftur á tímum kórónuveirunnar.

Í ræðu ríkisstjórnarinnar í gær kom fram að allar líkur eru á því að enska úrvalsdeildin gæti farið að rúlla aftur eftir 1. júní en þó bakvið luktar dyr. Margir leikmennirnir eru þó ekki taldir spenntir á að byrja tímabilið.

Félögin munu eiga samtöl við leikmenn sína næstu tvo sólahringa en Daily Mail hefur það eftir heimildum sínum að hópur leikmanna hafi talað saman á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem þeir hafi lýst áhyggjum sínum.

Þeir eru sagðir áhyggjufullir yfir því að byrja spila aftur á meðan fólk er enn að láta lífið vegna veirunnar á Englandi. Í samtalinu munu leikmenn fá tækifæri á því að viðra þeirra skoðanir.

Ljóst er að miklir peningar eru í húfi fyrir félögin sem vilja ólm byrja að spila aftur til að glutra ekki sjónvarpsamningum og öðrum tekjum. Að öllum líkindum mun draga til tíðinda í vikunni hvað verður um tímabilið 2019/2020 í enska boltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×