Vettel yfirgefur Ferrari eftir tímabilið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2020 16:00 Sebastian Vettel hefur ekki tekist að verða heimsmeistari með Ferrari. vísir/getty Þýski ökuþórinn Sebastian Vettel yfirgefur herbúðir Ferrari þegar þessu tímabili í Formúlu 1 lýkur. Viðræður milli Vettels og Ferrari báru engan árangur og því var ákveðið að fara í sitt hvora áttina. Scuderia Ferrari Mission Winnow and Sebastian Vettel decide not to extend their contracthttps://t.co/LMvLsJZiP8— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) May 12, 2020 Vettel samdi við Ferrari fyrir tímabilið 2015 og tók sæti Fernandos Alonso hjá ítalska liðinu. Hann ók áður fyrir Red Bull og varð þar heimsmeistari ökuþóra fjögur ár í röð (2010-13). Þjóðverjanum hefur ekki tekist að vinna heimsmeistaratitil með Ferrari og hefur fallið í skuggann á hinum unga Charles Leclerc. Talið er að Ferrari hafi boðið hinum 32 ára Vettel talsvert lægri laun en hann var með og styttri samning en hann vildi fá. Á síðasta tímabili endaði Vettel í 5. sæti í keppni ökuþóra á meðan Leclerc varð fjórði. Ferrari varð í 2. sæti á eftir Mercedes í keppni bílasmiða. "My immediate goal is to finish my long stint with Ferrari, in the hope of sharing some more beautiful moments together, to add to all those we have enjoyed so far" - Sebastian Vettel #F1 pic.twitter.com/d4HFvBOWwD— Formula 1 (@F1) May 12, 2020 Meðal þeirra ökuþóra sem hafa verið orðaðir við stöðu Vettels hjá Ferrari eru Carlos Sainz hjá McLaren og Daniel Ricciardo hjá Renault. Óvíst er hvað tekur við hjá Vettel. Hann hefur m.a. verið orðaður við McLaren og Renault. Ólíklegt þykir að hann fari til Mercedes eða Red Bull. Ekki liggur fyrir hvenær tímabilið 2020 í Formúlu 1 hefst vegna kórónuveirufaraldursins. Formúla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Þýski ökuþórinn Sebastian Vettel yfirgefur herbúðir Ferrari þegar þessu tímabili í Formúlu 1 lýkur. Viðræður milli Vettels og Ferrari báru engan árangur og því var ákveðið að fara í sitt hvora áttina. Scuderia Ferrari Mission Winnow and Sebastian Vettel decide not to extend their contracthttps://t.co/LMvLsJZiP8— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) May 12, 2020 Vettel samdi við Ferrari fyrir tímabilið 2015 og tók sæti Fernandos Alonso hjá ítalska liðinu. Hann ók áður fyrir Red Bull og varð þar heimsmeistari ökuþóra fjögur ár í röð (2010-13). Þjóðverjanum hefur ekki tekist að vinna heimsmeistaratitil með Ferrari og hefur fallið í skuggann á hinum unga Charles Leclerc. Talið er að Ferrari hafi boðið hinum 32 ára Vettel talsvert lægri laun en hann var með og styttri samning en hann vildi fá. Á síðasta tímabili endaði Vettel í 5. sæti í keppni ökuþóra á meðan Leclerc varð fjórði. Ferrari varð í 2. sæti á eftir Mercedes í keppni bílasmiða. "My immediate goal is to finish my long stint with Ferrari, in the hope of sharing some more beautiful moments together, to add to all those we have enjoyed so far" - Sebastian Vettel #F1 pic.twitter.com/d4HFvBOWwD— Formula 1 (@F1) May 12, 2020 Meðal þeirra ökuþóra sem hafa verið orðaðir við stöðu Vettels hjá Ferrari eru Carlos Sainz hjá McLaren og Daniel Ricciardo hjá Renault. Óvíst er hvað tekur við hjá Vettel. Hann hefur m.a. verið orðaður við McLaren og Renault. Ólíklegt þykir að hann fari til Mercedes eða Red Bull. Ekki liggur fyrir hvenær tímabilið 2020 í Formúlu 1 hefst vegna kórónuveirufaraldursins.
Formúla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira