Fordómar koma niður á viðbrögðum við nýjum smitum Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2020 08:15 Íbúar Seoul bíða eftir því að komast í próf fyrir Covid-19. AP/Choi Jea Gu Á meðan yfirvöld Suður-Kóreu reyna að bregðast við nýjum smitum af Covid-19 sem tengjast skemmtistöðum í Seoul, hafa fordómar gegn samkynhneigðu fólki komið niður á baráttunni. Hótanir og áreiti hefur leitt til þess að fólk forðast að gangast próf. Smitin nýju hafa verið rakin til 29 ára gamals manns sem sótti fimm skemmtistaði í höfuðborginni um þar síðustu helgi. Hann greindist svo með Covid-19 á miðvikudaginn í síðustu viku. Síðan þá hafa á tvö hundruð smit verið rakin til mannsins, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Yfirvöld Seoul segja að ekki hafi náðst í rúmlega þrjú þúsund manns sem sóttu skemmtistaðina sem um ræðir. Forsvarsmenn bara og skemmtistaða fengu að opna á ný fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækjunum var þó lokað aftur eftir að nýju smitin komu í ljós. Sjá einnig: Meira en 100 ný smit tengd næturlífinu í Suður-Kóreu Í dagblaðinu Kookmin Ilbo, sem rekið er af kirkju, kom svo fram í síðustu viku að meðal staðanna sem maðurinn sótti væri minnst einn samkomustaður samkynhneigðra. Í kjölfar þess varð holskefla fordóma ljós á samfélagsmiðlum í Suður-Kóreu þar sem manninum og öðrum sem sóttu þennan tiltekna skemmtistað var meðal annars kennt um að hamla baráttunni gegn veirunni. Meðal þeirra sem hafa áhyggjur af því að fordómar komin niður á viðbrögðunum er Chung Sye Kyun, forsætisráðherra. Embættismenn í heilbrigðiskerfi landsins hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum. Eins og AP fréttaveitan bendir á er Suður-Kórea mjög íhaldssamt ríki og eru hjónabönd samkynja einstaklinga til að mynda ekki lögleg. Framkvæmdastjóri Chinguisai, réttindasamtaka samkynhneigðra í Suður-Kóreu, segir að honum hafi ekki borist fregnir af árásum á samkynhneigða en margir hafi hringt í sig og sagst hafa áhyggjur af því að hafa samkynhneigð þerra verði opinberuð. Aðrir eru sagðir óttast að verða fyrir fordómum í vinnu, verði viðkomandi skipaðir í sóttkví. Þar skiptir í raun ekki máli hvort viðkomandi sé í raun samkynhneigður eða ekki. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Á meðan yfirvöld Suður-Kóreu reyna að bregðast við nýjum smitum af Covid-19 sem tengjast skemmtistöðum í Seoul, hafa fordómar gegn samkynhneigðu fólki komið niður á baráttunni. Hótanir og áreiti hefur leitt til þess að fólk forðast að gangast próf. Smitin nýju hafa verið rakin til 29 ára gamals manns sem sótti fimm skemmtistaði í höfuðborginni um þar síðustu helgi. Hann greindist svo með Covid-19 á miðvikudaginn í síðustu viku. Síðan þá hafa á tvö hundruð smit verið rakin til mannsins, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Yfirvöld Seoul segja að ekki hafi náðst í rúmlega þrjú þúsund manns sem sóttu skemmtistaðina sem um ræðir. Forsvarsmenn bara og skemmtistaða fengu að opna á ný fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækjunum var þó lokað aftur eftir að nýju smitin komu í ljós. Sjá einnig: Meira en 100 ný smit tengd næturlífinu í Suður-Kóreu Í dagblaðinu Kookmin Ilbo, sem rekið er af kirkju, kom svo fram í síðustu viku að meðal staðanna sem maðurinn sótti væri minnst einn samkomustaður samkynhneigðra. Í kjölfar þess varð holskefla fordóma ljós á samfélagsmiðlum í Suður-Kóreu þar sem manninum og öðrum sem sóttu þennan tiltekna skemmtistað var meðal annars kennt um að hamla baráttunni gegn veirunni. Meðal þeirra sem hafa áhyggjur af því að fordómar komin niður á viðbrögðunum er Chung Sye Kyun, forsætisráðherra. Embættismenn í heilbrigðiskerfi landsins hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum. Eins og AP fréttaveitan bendir á er Suður-Kórea mjög íhaldssamt ríki og eru hjónabönd samkynja einstaklinga til að mynda ekki lögleg. Framkvæmdastjóri Chinguisai, réttindasamtaka samkynhneigðra í Suður-Kóreu, segir að honum hafi ekki borist fregnir af árásum á samkynhneigða en margir hafi hringt í sig og sagst hafa áhyggjur af því að hafa samkynhneigð þerra verði opinberuð. Aðrir eru sagðir óttast að verða fyrir fordómum í vinnu, verði viðkomandi skipaðir í sóttkví. Þar skiptir í raun ekki máli hvort viðkomandi sé í raun samkynhneigður eða ekki.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“