Óttast mikla aukningu í barna- og mæðradauða í þróunarríkjum Heimsljós 13. maí 2020 10:24 UNICEF/Frank Dejongh Óttast er að börnum yngri en fimm ára sem deyja dag hvern fjölgi um sex þúsund næsta hálfa árið vegna áhrifa kórónaveirunnar. Þetta kemur fram í grein í læknatímaritinu The Lancet og byggir á greiningu fræðimanna á áhrifum heimsfaraldursins í þróunarríkjum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kallar eftir 1,6 milljörðum bandarískra dala til að bregðast strax við og bjarga lífi barna áður en það er um seinan. Fjölgun dauðsfalla barna um sex þúsund á hverjum degi er versta sviðsmyndin af þremur sem fræðimenn teiknuðu upp eftir greiningu á 118 meðaltekju- og lágtekjuríkjum. Veik heilbrigðiskerfi þróunarríkja ráða ekki við að sinna börnum eins og áður meðan faraldurinn geisar og sama gildir um þjónustu við fæðandi konur. Óttast er að allt að þriðjungi fleiri konur látist af barnsförum næsta hálfa árið. Henryetta Fore framkvæmdastjóri UNICEF segir að gangi spár eftir verði þetta í fyrsta sinn í áratugi sem dauðsföllum barna fjölgi. „Við megum ekki láta það henda að baráttan gegn veirunni bitni harðast á börnum og mæðrum. Og við getum látið áratuga framfarir í fækkun dauðsfalla barna og mæðra glatast í einni svipan,“ segir hún. Samkvæmt greiningunni eru börn og mæður í tíu ríkjum í mestri áhættu, í Bangladess, Brasilíu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Eþíópíu, Indlandi, Indónesíu, Nígeríu, Pakistan, Úganda og Tansaníu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent
Óttast er að börnum yngri en fimm ára sem deyja dag hvern fjölgi um sex þúsund næsta hálfa árið vegna áhrifa kórónaveirunnar. Þetta kemur fram í grein í læknatímaritinu The Lancet og byggir á greiningu fræðimanna á áhrifum heimsfaraldursins í þróunarríkjum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kallar eftir 1,6 milljörðum bandarískra dala til að bregðast strax við og bjarga lífi barna áður en það er um seinan. Fjölgun dauðsfalla barna um sex þúsund á hverjum degi er versta sviðsmyndin af þremur sem fræðimenn teiknuðu upp eftir greiningu á 118 meðaltekju- og lágtekjuríkjum. Veik heilbrigðiskerfi þróunarríkja ráða ekki við að sinna börnum eins og áður meðan faraldurinn geisar og sama gildir um þjónustu við fæðandi konur. Óttast er að allt að þriðjungi fleiri konur látist af barnsförum næsta hálfa árið. Henryetta Fore framkvæmdastjóri UNICEF segir að gangi spár eftir verði þetta í fyrsta sinn í áratugi sem dauðsföllum barna fjölgi. „Við megum ekki láta það henda að baráttan gegn veirunni bitni harðast á börnum og mæðrum. Og við getum látið áratuga framfarir í fækkun dauðsfalla barna og mæðra glatast í einni svipan,“ segir hún. Samkvæmt greiningunni eru börn og mæður í tíu ríkjum í mestri áhættu, í Bangladess, Brasilíu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Eþíópíu, Indlandi, Indónesíu, Nígeríu, Pakistan, Úganda og Tansaníu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent