Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2020 11:17 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. Kráareigendur hafa gagnrýnt mjög þá ákvörðun yfirvalda að þeim sé gert að hafa sína starfsemi lokaða á meðan veitingahús fái að hafa opið. Vilja þeir fá að opna þann 25. maí, þegar næstu stóru skref í afléttingum samkomubannsins verða tekin, og hefur hópur bareiganda í miðbæ Reykjavíkur sent erindi á lögregluna, Reykjavíkurborg og almannavarnir þess efnis. Fái þeir ekki leyfi til að opna sjá þeir sig engu að síður tilneydda til þess að opna að því er fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi. Víðir kveðst ekki hafa fengið umrætt erindi í hendurnar en hann hafi séð fréttina í gærkvöldi. „Þetta er eins og við höfum sagt frá, að þetta er eitt af því sem er í skoðun fyrir breytingarnar 25. maí. Við höfum ekkert gefið út endanlega hverjar breytingarnar verða þá. Þetta er eins og allt annað sem eru takmarkanir á, það er til skoðunar fyrir þann tíma og skýrist bara á næstu dögum,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hefur fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir Stefnt er að því að opna sundlaugar landsins næstkomandi mánudag og hafa almannavarnir og landlæknir haft samráð við rekstraraðila sundstaða varðandi það hvernig hægt er að útfæra opnanirnar. Aðspurður hvort eitthvað svipað samstarf eða samtal hafi átt sér stað við kráareigendur segir Víðir: „Nei, við höfum ekki gert það en við ætlum að gera það. Við ætlum að heyra í einhverjum fulltrúum þeirra á næstu dögum og heyra í þeim hljóðið. En eins og ég segi þá erum við að fara í gegnum hvern þátt fyrir sig sem verður 25. og þetta er á listanum.“ Kráareigendur hafa sagt að þeim finnist það ósanngjarnt og í því felist mismunun að þeim sé gert að hafa lokað á meðan veitingahús séu opin. Samkvæmt reglunum mega þau ekki vera opin lengur en til 23 á kvöldin og vilja bareigendur fá að opna og hafa sama opnunartíma. Víðir kveðst hafa mikinn skilning á stöðu allra þeirra sem eru búnir að sæta lokunum eða mjög miklum takmörkunum á sinni starfsemi. „Þetta er lífsviðurværi fólks sem við erum að tala um, við tökum þetta ekki af neinum léttleika, þetta er ekki neitt svoleiðis. Maður hefur bara fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir með sitt lífsviðurværi. Það er bara mjög alvarlegt og þess vegna er þetta til skoðunar fyrir 25. maí og var það áður en þessi frétt birtist.“ Hann kveðst ekki búast við því að opnunartími veitingahúsa verði lengdur þann 25. maí. „Það er til skoðunar en ég hef trú á að menn vilji halda þessari línu áfram,“ segir Víðir. Og þá væri möguleiki á að barirnir myndu fá sama opnunartíma? „Það er til mjög alvarlegrar skoðunar. Þegar við förum yfir þetta þá erum við að skoða alla þessa staði sem eru ekki búnir að fá heimild, það eru líkamsræktarstöðvarnar, spilasalir, spilakassar, skemmtistaðir og krár sem eru sérstaklega tilteknar enn þá lokaðar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. Kráareigendur hafa gagnrýnt mjög þá ákvörðun yfirvalda að þeim sé gert að hafa sína starfsemi lokaða á meðan veitingahús fái að hafa opið. Vilja þeir fá að opna þann 25. maí, þegar næstu stóru skref í afléttingum samkomubannsins verða tekin, og hefur hópur bareiganda í miðbæ Reykjavíkur sent erindi á lögregluna, Reykjavíkurborg og almannavarnir þess efnis. Fái þeir ekki leyfi til að opna sjá þeir sig engu að síður tilneydda til þess að opna að því er fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi. Víðir kveðst ekki hafa fengið umrætt erindi í hendurnar en hann hafi séð fréttina í gærkvöldi. „Þetta er eins og við höfum sagt frá, að þetta er eitt af því sem er í skoðun fyrir breytingarnar 25. maí. Við höfum ekkert gefið út endanlega hverjar breytingarnar verða þá. Þetta er eins og allt annað sem eru takmarkanir á, það er til skoðunar fyrir þann tíma og skýrist bara á næstu dögum,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hefur fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir Stefnt er að því að opna sundlaugar landsins næstkomandi mánudag og hafa almannavarnir og landlæknir haft samráð við rekstraraðila sundstaða varðandi það hvernig hægt er að útfæra opnanirnar. Aðspurður hvort eitthvað svipað samstarf eða samtal hafi átt sér stað við kráareigendur segir Víðir: „Nei, við höfum ekki gert það en við ætlum að gera það. Við ætlum að heyra í einhverjum fulltrúum þeirra á næstu dögum og heyra í þeim hljóðið. En eins og ég segi þá erum við að fara í gegnum hvern þátt fyrir sig sem verður 25. og þetta er á listanum.“ Kráareigendur hafa sagt að þeim finnist það ósanngjarnt og í því felist mismunun að þeim sé gert að hafa lokað á meðan veitingahús séu opin. Samkvæmt reglunum mega þau ekki vera opin lengur en til 23 á kvöldin og vilja bareigendur fá að opna og hafa sama opnunartíma. Víðir kveðst hafa mikinn skilning á stöðu allra þeirra sem eru búnir að sæta lokunum eða mjög miklum takmörkunum á sinni starfsemi. „Þetta er lífsviðurværi fólks sem við erum að tala um, við tökum þetta ekki af neinum léttleika, þetta er ekki neitt svoleiðis. Maður hefur bara fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir með sitt lífsviðurværi. Það er bara mjög alvarlegt og þess vegna er þetta til skoðunar fyrir 25. maí og var það áður en þessi frétt birtist.“ Hann kveðst ekki búast við því að opnunartími veitingahúsa verði lengdur þann 25. maí. „Það er til skoðunar en ég hef trú á að menn vilji halda þessari línu áfram,“ segir Víðir. Og þá væri möguleiki á að barirnir myndu fá sama opnunartíma? „Það er til mjög alvarlegrar skoðunar. Þegar við förum yfir þetta þá erum við að skoða alla þessa staði sem eru ekki búnir að fá heimild, það eru líkamsræktarstöðvarnar, spilasalir, spilakassar, skemmtistaðir og krár sem eru sérstaklega tilteknar enn þá lokaðar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira