Bandaríski söngvarinn Bill Withers, sem söng og samdi margar af þekktustu perlum áttunda áratugarins, er látinn. Hann var 82 ára gamall og er andlát hans rakið til hjartagalla.
Áður en Withers settist í helgan stein um miðjan níunda áratuginn hafði hann sent frá sér hvern stórsmellinn á fætur öðrum. Nægir þar að nefna lögin Lean on Me, Ain’t No Sunshine, Lovely Day, Use Me og Just the Two Of Us.
Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Withers, sem eiginkona hans Marcia Johnson og börn undirrita, segist hún miður sín vegna fráfalls söngvarans. Þau minnast hans sem mikils fjölskyldumanns og segjast þau vona að tónlist hans muni veita öðrum huggun og hamingju á þessum erfiðu tímum.
Fjöldi þekktra tónlistarmanna hefur vottað Withers virðingu sína í dag, t.a.m. Lin-Manuel Miranda sem segir að Withers skilji eftir sig ótrúlega arfleið.
Rest In Peace, maestro Bill Withers.
— Lin-Manuel Miranda (@Lin_Manuel) April 3, 2020
What a legacy.https://t.co/GBImqLRdPh
Þannig léku tveir forsetar Bandaríkjanna lagið Lean on Me við innsetningarathafnir sínar, þeir Barack Obama og Bill Clinton. Lagið er þekkt sem óður til vinskapar og samstöðu og hafa grunnskólar í Bandaríkjunum meðal annars tekið upp á því að syngja lagið nú þegar kórónuveirufaraldurinn geisar.