Kórónuveiran mögulega komin til að vera Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2020 06:54 Myndin er tekin í New York-borg sem er sá staður í Bandaríkjunum sem farið hefur einna verst út úr faraldrinum. Getty/Spencer Platt Svo gæti farið að nýja kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, sé komin til að vera. Þetta sagði einn af yfirmönnum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á blaðamannafundi í gærkvöldi. Yfirmaðurinn, Mike Ryan, varaði við því að menn reyni að setja tímaramma á það hvenær veiran muni hverfa og bætti hann við að jafnvel þótt bóluefni muni finnast, muni það verða gríðarlegt átak fyrir þjóðir heimsins að bólusetja alla jarðarbúa. Ryan minnti síðan á að svo gæti líka farið að mönnum mistakist einfaldlega að búa til bóluefni, líkt og gerst hefur með HIV og hið venjulega kvef, og þá þurfi heimsbyggðin að læra að lifa með sjúkdómnum. Sem stendur eru meira en 100 möguleg bóluefni í þróun gegn veirunni en Ryan benti á að sumum sjúkdómum, líkt og mislingum, hafi ekki tekist að útrýma þrátt fyrir að bóluefni sé til gegn þeim. Meira en 300 þúsund manns hafa látist í heiminum af völdum Covid-19 og staðfest smit eru orðin meira en 4,3 milljónir. Á meðan WHO varar við því að veiran sé mögulega komin til að vera, vara Sameinuðu þjóðirnar við alvarlegum áhrifum faraldursins á geðheilbrigði, sérstaklega í löndum þar sem skort hefur á uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu. Hvetja Sameinuðu þjóðirnar stjórnvöld um allan heim til þess að huga að geðheilbrigði í þeim aðgerðum sem gripið er til í bregðast við kórónuveirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Svo gæti farið að nýja kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, sé komin til að vera. Þetta sagði einn af yfirmönnum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á blaðamannafundi í gærkvöldi. Yfirmaðurinn, Mike Ryan, varaði við því að menn reyni að setja tímaramma á það hvenær veiran muni hverfa og bætti hann við að jafnvel þótt bóluefni muni finnast, muni það verða gríðarlegt átak fyrir þjóðir heimsins að bólusetja alla jarðarbúa. Ryan minnti síðan á að svo gæti líka farið að mönnum mistakist einfaldlega að búa til bóluefni, líkt og gerst hefur með HIV og hið venjulega kvef, og þá þurfi heimsbyggðin að læra að lifa með sjúkdómnum. Sem stendur eru meira en 100 möguleg bóluefni í þróun gegn veirunni en Ryan benti á að sumum sjúkdómum, líkt og mislingum, hafi ekki tekist að útrýma þrátt fyrir að bóluefni sé til gegn þeim. Meira en 300 þúsund manns hafa látist í heiminum af völdum Covid-19 og staðfest smit eru orðin meira en 4,3 milljónir. Á meðan WHO varar við því að veiran sé mögulega komin til að vera, vara Sameinuðu þjóðirnar við alvarlegum áhrifum faraldursins á geðheilbrigði, sérstaklega í löndum þar sem skort hefur á uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu. Hvetja Sameinuðu þjóðirnar stjórnvöld um allan heim til þess að huga að geðheilbrigði í þeim aðgerðum sem gripið er til í bregðast við kórónuveirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira