Slembiúrtak Íslenskrar erfðagreiningar sýnir 0,3 prósent smit úti í samfélaginu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2020 18:27 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Íslensk erfðagreining hefur hafið skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins og er von á sýnum í dag frá Vestmannaeyjum. Sýnatökur vegna veirunnar munu þá hefjast hjá Læknastofum Akureyrar næstkomandi mánudag og einnig verður skimað fyrir veirunni á Austurlandi og Vesturlandi á næstu misserum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. „Það er nauðsynlegur hluti af því að skima þessa þjóð því hún býr ekki bara á þessum kaldranalega skaga á Suðvesturlandi, hún býr annars staðar líka,“ segir Kári. Þegar ÍE hóf skimun var það aðallega hjá einstaklingum sem ekki sýndu klár einkenni COVID-19. „Við erum búin að skima að ég held 12-13 þúsund manns á þann hátt. Það sem kom út úr þeirri skimun var að veiran fyndist í svona 0,9 prósent af þeim sem koma í skimun. Það sem við höfðum áhyggjur af þá var að þessi 0,9 prósent tala væri of há, það er að segja að það kæmi frekar fólk í skimun hjá okkur sem væri með áhyggjur og á meðal þeirra væri fólk sem hefði ástæðu til að hafa áhyggjur.“ Tekið var slembiúrtak til að bregðast við þeim áhyggjum og komu niðurstöður úr 950 manna úrtaki í gær en af þeim reyndust þrír vera með veiruna eða um það bil 0,3 prósent. Hann segist ekki telja að tölfræðilegur munur þessarar skimunar og skimunarinnar í síðustu viku sé mikill en niðurstöðurnar bendi þó til þess að veiran sé ekki að breiðast víðar út í samfélaginu og ef eitthvað sé, þá sé dreifing veirunnar að minnka. „Þetta bendir til að ráðstafanir þríeykisins séu að virka og hverjar eru þær ráðstafanir? Eins og ég sé það er það fyrst og fremst að leita mjög harkalega að þeim sem hafa verið í snertingu við þá sem greinast og setja þá í sóttkví og nýta sér síðan það innsæi sem þau hafa í dreifingu veirunnar sem kemur út úr þessari skimun,“ segir Kári. „Ég held að það sé töluvert meira en blóð, sviti og tár sem hafa komið út úr þessari vinnu, ég held það hafi komið möguleikar til að hemja útbreiðslu þessarar heldur andstyggilegu veiru.“ Hann segir að búið sé að raðgreina veiruna eða verið sé að fara að gera það hjá öllum sem hafa greinst með hana og að þótt stökkbreytingartími hennar sé ekki mjög hár þá hafi hún smitað svo marga á heimsvísu að hún hafi fengið mikil tækifæri til að stökkbreytast. ÍE hefur fundið yfir 250 stökkbreytingar í veirunni og af þeim séu 130 sem ekki hafa fundist utan Íslands. Hann segir að það sem helst þurfi að uppgötva um veiruna sé hver hinn líffræðilegi grunnur sé að hinum mismunandi viðbrögðum við veirunni, hvers vegna einkenni sumra lýsi sér í kveflíkum einkennum og hvers vegna sumir lendi í öndunarvél eða deyi. Þá segir hann ástæðuna annað hvort að einhverjir séu fæddir með arfgengan veikleika eða styrk gegn veirunni og verið sé að grandskoða það eða að breytileiki sé í veirunni sjálfri og hafi því mismunandi áhrif á fólk eða þá að þetta sé samblanda af þessu tvennu. Kári segist agndofa af aðdáun yfir dugnaðnum í fólkinu sem starfar hjá Íslenskri erfðagreiningu, sem vinni daginn út og inn án þess að kvarta eða biðja um nokkuð og segir það alveg með ólíkindum. „Ég sit hér með augun full af tárum allan daginn þegar ég horfi á þetta fólk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríflega helmingi færri ný smit í dag en í gær Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.364 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 45 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 3. apríl 2020 13:05 Breytt bragð- eða lyktarskyn kallar á sýnatöku Þeir sem hafa orðið fyrir breytingum á bragð- eða lyktarskyni en engin önnur þekkt einkenni COVID-19-sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur eru nú beðnir um að láta taka sýni úr sér. 2. apríl 2020 15:35 99 ný smit Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi. 2. apríl 2020 13:28 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Íslensk erfðagreining hefur hafið skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins og er von á sýnum í dag frá Vestmannaeyjum. Sýnatökur vegna veirunnar munu þá hefjast hjá Læknastofum Akureyrar næstkomandi mánudag og einnig verður skimað fyrir veirunni á Austurlandi og Vesturlandi á næstu misserum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. „Það er nauðsynlegur hluti af því að skima þessa þjóð því hún býr ekki bara á þessum kaldranalega skaga á Suðvesturlandi, hún býr annars staðar líka,“ segir Kári. Þegar ÍE hóf skimun var það aðallega hjá einstaklingum sem ekki sýndu klár einkenni COVID-19. „Við erum búin að skima að ég held 12-13 þúsund manns á þann hátt. Það sem kom út úr þeirri skimun var að veiran fyndist í svona 0,9 prósent af þeim sem koma í skimun. Það sem við höfðum áhyggjur af þá var að þessi 0,9 prósent tala væri of há, það er að segja að það kæmi frekar fólk í skimun hjá okkur sem væri með áhyggjur og á meðal þeirra væri fólk sem hefði ástæðu til að hafa áhyggjur.“ Tekið var slembiúrtak til að bregðast við þeim áhyggjum og komu niðurstöður úr 950 manna úrtaki í gær en af þeim reyndust þrír vera með veiruna eða um það bil 0,3 prósent. Hann segist ekki telja að tölfræðilegur munur þessarar skimunar og skimunarinnar í síðustu viku sé mikill en niðurstöðurnar bendi þó til þess að veiran sé ekki að breiðast víðar út í samfélaginu og ef eitthvað sé, þá sé dreifing veirunnar að minnka. „Þetta bendir til að ráðstafanir þríeykisins séu að virka og hverjar eru þær ráðstafanir? Eins og ég sé það er það fyrst og fremst að leita mjög harkalega að þeim sem hafa verið í snertingu við þá sem greinast og setja þá í sóttkví og nýta sér síðan það innsæi sem þau hafa í dreifingu veirunnar sem kemur út úr þessari skimun,“ segir Kári. „Ég held að það sé töluvert meira en blóð, sviti og tár sem hafa komið út úr þessari vinnu, ég held það hafi komið möguleikar til að hemja útbreiðslu þessarar heldur andstyggilegu veiru.“ Hann segir að búið sé að raðgreina veiruna eða verið sé að fara að gera það hjá öllum sem hafa greinst með hana og að þótt stökkbreytingartími hennar sé ekki mjög hár þá hafi hún smitað svo marga á heimsvísu að hún hafi fengið mikil tækifæri til að stökkbreytast. ÍE hefur fundið yfir 250 stökkbreytingar í veirunni og af þeim séu 130 sem ekki hafa fundist utan Íslands. Hann segir að það sem helst þurfi að uppgötva um veiruna sé hver hinn líffræðilegi grunnur sé að hinum mismunandi viðbrögðum við veirunni, hvers vegna einkenni sumra lýsi sér í kveflíkum einkennum og hvers vegna sumir lendi í öndunarvél eða deyi. Þá segir hann ástæðuna annað hvort að einhverjir séu fæddir með arfgengan veikleika eða styrk gegn veirunni og verið sé að grandskoða það eða að breytileiki sé í veirunni sjálfri og hafi því mismunandi áhrif á fólk eða þá að þetta sé samblanda af þessu tvennu. Kári segist agndofa af aðdáun yfir dugnaðnum í fólkinu sem starfar hjá Íslenskri erfðagreiningu, sem vinni daginn út og inn án þess að kvarta eða biðja um nokkuð og segir það alveg með ólíkindum. „Ég sit hér með augun full af tárum allan daginn þegar ég horfi á þetta fólk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ríflega helmingi færri ný smit í dag en í gær Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.364 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 45 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 3. apríl 2020 13:05 Breytt bragð- eða lyktarskyn kallar á sýnatöku Þeir sem hafa orðið fyrir breytingum á bragð- eða lyktarskyni en engin önnur þekkt einkenni COVID-19-sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur eru nú beðnir um að láta taka sýni úr sér. 2. apríl 2020 15:35 99 ný smit Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi. 2. apríl 2020 13:28 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Ríflega helmingi færri ný smit í dag en í gær Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.364 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 45 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 3. apríl 2020 13:05
Breytt bragð- eða lyktarskyn kallar á sýnatöku Þeir sem hafa orðið fyrir breytingum á bragð- eða lyktarskyni en engin önnur þekkt einkenni COVID-19-sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur eru nú beðnir um að láta taka sýni úr sér. 2. apríl 2020 15:35
99 ný smit Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi. 2. apríl 2020 13:28