Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2020 22:30 Keflavíkurflugvöllur er mannlaus þessa dagana. Vísir/Egill Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. Aðeins örfáir starfsmenn eru þessa dagana við vinnu á Keflavíkurflugvelli en þar starfa þegar mest lætur um tíu þúsund manns. Þeir sem eru við störf á flugvellinum finna vel fyrir því hversu mikið farþegum um völlinn hefur fækkað, þar á meðal tollverðirnir. „Á meðaldegi værum við að sjá fjörutíu og fimm sex farþegaflugvélar að koma hérna í gegn fullar af fólki en í dag erum við að sjá tuttugu upp í fimmtíu max í vél og þetta eru svona ein til þrjár á dag,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á KeflavíkurflugvelliVísir/Egill Þessi litla flugumferð hefur meðal annars haft þau áhrif að fíkniefnamálum á flugvellinum hefur fækkað verulega. Nú er mánuður síðan að einhver var síðast tekinn í tollinum við að reyna að smygla fíkniefnum til landsins. „Ef við skoðum bara sama tímabil, það sem af er ári í fyrra og núna, við vorum með ellefu máli um þetta leyti í fyrra en við erum komin í fjögur núna. Svo það er alltaf spurt þegar ein leið lokast að svona miklu leyti hvort það færist ekki yfir í hrað- og póstsendingar og bara annan flutningsmáta. Þannig að við þurfum að vera vakandi fyrir því líka á landsvísu. Ég held að það sé eitthvað sem gerist alltaf og eins bara í innanlandsframleiðslu,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þó verkefnum hafi fækkað sinni tollverði þó enn verkefnum á flugvallarsvæðinu. „Það koma hérna einkaflug, það eru að koma ferjuflug og einkaflug sem við erum að sinna. Svo erum við náttúrulega með alla vinnsluna í vöruhúsum. Þar eru hraðsendingarnar undir sem við förum í daglega skoðanir á og við erum líka með frakt,“ segir Guðrún Búið er að loka öllum veitingastöðum og verslunum á flugvellinum. Þá hefur mötuneyti starfsmanna líka verið lokað. Fyrirtækin hafa mörg hver flutt vörur út af svæðinu aftur þar sem matvæla og annað liggur undir skemmdum. Guðjón HelgasonVísir/Egill Hjá Isavia segja menn erfitt að segja til um hvenær flugumferð verður aftur orðin lík því sem var þegar mest var. „Við gerum okkur grein fyrir að þetta mun hafa áhrif næstu misserin,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi hjá Isavia. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Fíkn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. Aðeins örfáir starfsmenn eru þessa dagana við vinnu á Keflavíkurflugvelli en þar starfa þegar mest lætur um tíu þúsund manns. Þeir sem eru við störf á flugvellinum finna vel fyrir því hversu mikið farþegum um völlinn hefur fækkað, þar á meðal tollverðirnir. „Á meðaldegi værum við að sjá fjörutíu og fimm sex farþegaflugvélar að koma hérna í gegn fullar af fólki en í dag erum við að sjá tuttugu upp í fimmtíu max í vél og þetta eru svona ein til þrjár á dag,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á KeflavíkurflugvelliVísir/Egill Þessi litla flugumferð hefur meðal annars haft þau áhrif að fíkniefnamálum á flugvellinum hefur fækkað verulega. Nú er mánuður síðan að einhver var síðast tekinn í tollinum við að reyna að smygla fíkniefnum til landsins. „Ef við skoðum bara sama tímabil, það sem af er ári í fyrra og núna, við vorum með ellefu máli um þetta leyti í fyrra en við erum komin í fjögur núna. Svo það er alltaf spurt þegar ein leið lokast að svona miklu leyti hvort það færist ekki yfir í hrað- og póstsendingar og bara annan flutningsmáta. Þannig að við þurfum að vera vakandi fyrir því líka á landsvísu. Ég held að það sé eitthvað sem gerist alltaf og eins bara í innanlandsframleiðslu,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þó verkefnum hafi fækkað sinni tollverði þó enn verkefnum á flugvallarsvæðinu. „Það koma hérna einkaflug, það eru að koma ferjuflug og einkaflug sem við erum að sinna. Svo erum við náttúrulega með alla vinnsluna í vöruhúsum. Þar eru hraðsendingarnar undir sem við förum í daglega skoðanir á og við erum líka með frakt,“ segir Guðrún Búið er að loka öllum veitingastöðum og verslunum á flugvellinum. Þá hefur mötuneyti starfsmanna líka verið lokað. Fyrirtækin hafa mörg hver flutt vörur út af svæðinu aftur þar sem matvæla og annað liggur undir skemmdum. Guðjón HelgasonVísir/Egill Hjá Isavia segja menn erfitt að segja til um hvenær flugumferð verður aftur orðin lík því sem var þegar mest var. „Við gerum okkur grein fyrir að þetta mun hafa áhrif næstu misserin,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi hjá Isavia.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Fíkn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira