Sjö barir fengu viðvörun frá lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2020 08:00 Myndin var tekin á föstudagskvöldi þegar tuttugu manna samkomubann var í gildi. Þá voru afar fáir á ferli í miðborginni en síðan hámarkið var hækkað í fimmtíu manns hafa fleiri lagt leið sína í bæinn. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú í vikunni haft afskipti af sjö börum og skemmtistöðum sem voru opnir en höfðu ekki leyfi til þess. Fengu eigendur staðanna viðvörun en þeir mega eiga von á sekt ef opnað verður að nýju. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og rætt við Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjón. Hann segir að þegar samkomubannið miðaði við tuttugu manns hafi ekkert tekið því að vera opið en svo þegar hámarkið hækkaði í fimmtíu hafi menn farið að sjá stemningu í því að hafa opið. Fleiri og fleiri hafi því opnað. Á mánudag og þriðjudag heimsótti lögreglan um 50 bari og veitingastaði til að kanna hvort að samkomubannið og tilmæli um rekstur staðanna vegna kórónuveirufaraldursins væru virt. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra er leyfilegt að hafa veitingastaði opna en ekki krár, bari og skemmtistaði,“ segir Jóhann í samtali við Fréttablaðið. „Við vorum farnir að fá hringingar frá bareigendum sem voru með lokað hjá sér en bentu okkur á að aðrir barir væru opnir.“ Á mánudagskvöld komst lögreglan að því að þrír barir væru opnir þótt þeir væru ekki með tilskilin leyfi til þess að hafa opið. Á þriðjudeginum voru síðan fjórir staðir með opið sem ekki voru með leyfi til þess. Staðirnir fengu viðvörun frá lögreglu en verði þeir opnaðir að nýju gætu eigendur þeirra átt von á sekt sem getur numið allt að hálfri milljón króna. „Vonandi fá svo bara allir að hafa opið eftir 25. maí líkt og talað hefur verið um. Þá dreifist fólk betur og hefur meira val,“ segir Jóhann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú í vikunni haft afskipti af sjö börum og skemmtistöðum sem voru opnir en höfðu ekki leyfi til þess. Fengu eigendur staðanna viðvörun en þeir mega eiga von á sekt ef opnað verður að nýju. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og rætt við Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjón. Hann segir að þegar samkomubannið miðaði við tuttugu manns hafi ekkert tekið því að vera opið en svo þegar hámarkið hækkaði í fimmtíu hafi menn farið að sjá stemningu í því að hafa opið. Fleiri og fleiri hafi því opnað. Á mánudag og þriðjudag heimsótti lögreglan um 50 bari og veitingastaði til að kanna hvort að samkomubannið og tilmæli um rekstur staðanna vegna kórónuveirufaraldursins væru virt. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra er leyfilegt að hafa veitingastaði opna en ekki krár, bari og skemmtistaði,“ segir Jóhann í samtali við Fréttablaðið. „Við vorum farnir að fá hringingar frá bareigendum sem voru með lokað hjá sér en bentu okkur á að aðrir barir væru opnir.“ Á mánudagskvöld komst lögreglan að því að þrír barir væru opnir þótt þeir væru ekki með tilskilin leyfi til þess að hafa opið. Á þriðjudeginum voru síðan fjórir staðir með opið sem ekki voru með leyfi til þess. Staðirnir fengu viðvörun frá lögreglu en verði þeir opnaðir að nýju gætu eigendur þeirra átt von á sekt sem getur numið allt að hálfri milljón króna. „Vonandi fá svo bara allir að hafa opið eftir 25. maí líkt og talað hefur verið um. Þá dreifist fólk betur og hefur meira val,“ segir Jóhann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira