Neita að draga morðákæru á hendur rússnesku systrunum til baka Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2020 08:36 Angelina Khachaturyan mætir fyrir dómara í Moskvu í september 2018. Getty Rannsakendur rússneskra lögregluyfirvalda hafa neitað að draga morðákæru á hendur þremur rússneskum systrum, sem grunaðar eru um að hafa drepið ofbeldisfullan föður sinn, til baka. Óvissa er um framhald málsins sem vakið hefur mikla athygli í landinu. Saksóknaraembættið komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að Khachaturyan-systurnar hafi þurft að þola langvarandi líkamlegt og kynferðislegt ofbaldi af hálfu föður síns. Því væri rétt að líta á drápið sem „nauðsynlega sjálfsvörn“. Almennt hafði verið litið á að með því væri málinu líklegast lokið, en einn verjandi kvennanna segir nú að rannsakendur hafi hafnað afstöðu saksóknara. Beittu hníf, hamri og piparúða Khachaturyan-systurnar, þær Maria, Angelina og Krestina, stungu 57 ára gamlan föður sinn til bana í júlí 2018 þar sem hann lá sofandi, en systurnar voru þá sautján, átján og nítján ára gamlar. Sjá einnig:Gætu fellt niður morðákæru á hendur rússneskum systrum Beittu þær hnífi, hamri og piparúða í árásinni, en faðirinn hafði þá beitt systurnar ofbeldi og misnotað þær kynferðislega um árabil. Sögðu þær einnig að hann hafi oft haldið þeim föngnum á heimilinu í langan tíma í senn. Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi síðustu ár.Getty Gætu átt yfir höfðu sér tuttugu ára dóm Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi og beint sjónum að stöðu kvenna og hvaða úrræði væru í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. Vegna málsins hefur mikið verið þrýst á að herða viðurlög vegna heimilsofbeldis í landinu. Tvær elstu systurnar gætu átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi vegna drápsins, fari svo að málið fari fyrir dóm. Systurnar dvelja nú á ólíkum stöðum, eru frjálsar ferða sinna, en þeim er hins vegar meinað að ræða hver við aðra, við fjölmiðla eða aðra sem málinu tengjast. Rússland Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Rannsakendur rússneskra lögregluyfirvalda hafa neitað að draga morðákæru á hendur þremur rússneskum systrum, sem grunaðar eru um að hafa drepið ofbeldisfullan föður sinn, til baka. Óvissa er um framhald málsins sem vakið hefur mikla athygli í landinu. Saksóknaraembættið komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að Khachaturyan-systurnar hafi þurft að þola langvarandi líkamlegt og kynferðislegt ofbaldi af hálfu föður síns. Því væri rétt að líta á drápið sem „nauðsynlega sjálfsvörn“. Almennt hafði verið litið á að með því væri málinu líklegast lokið, en einn verjandi kvennanna segir nú að rannsakendur hafi hafnað afstöðu saksóknara. Beittu hníf, hamri og piparúða Khachaturyan-systurnar, þær Maria, Angelina og Krestina, stungu 57 ára gamlan föður sinn til bana í júlí 2018 þar sem hann lá sofandi, en systurnar voru þá sautján, átján og nítján ára gamlar. Sjá einnig:Gætu fellt niður morðákæru á hendur rússneskum systrum Beittu þær hnífi, hamri og piparúða í árásinni, en faðirinn hafði þá beitt systurnar ofbeldi og misnotað þær kynferðislega um árabil. Sögðu þær einnig að hann hafi oft haldið þeim föngnum á heimilinu í langan tíma í senn. Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi síðustu ár.Getty Gætu átt yfir höfðu sér tuttugu ára dóm Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi og beint sjónum að stöðu kvenna og hvaða úrræði væru í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. Vegna málsins hefur mikið verið þrýst á að herða viðurlög vegna heimilsofbeldis í landinu. Tvær elstu systurnar gætu átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi vegna drápsins, fari svo að málið fari fyrir dóm. Systurnar dvelja nú á ólíkum stöðum, eru frjálsar ferða sinna, en þeim er hins vegar meinað að ræða hver við aðra, við fjölmiðla eða aðra sem málinu tengjast.
Rússland Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira