Xavi og Cunillera gefa sjúkrahúsi í Barcelona eina milljón evra Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2020 13:30 Nuria Cunillera og Xavi vilja láta gott af sér leiða. VÍSIR/EPA Kollegi Heimis Hallgrímssonar í úrvalsdeildinni í Katar, Barcelona-goðsögnin Xavi, og eiginkona hans Núria Cunillera hafa ákveðið að styðja myndarlega við sjúkrahús í Barcelona. Xavi hóf glæstan knattspyrnuferil sinn með Barcelona og lék með liðinu nær allan sinn feril eða þar til að hann gekk í raðir Al Sadd í Katar árið 2015. Hann þjálfar nú liðið. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Spánverja afar grátt og vildu Xavi og Cunillera, sem er fjölmiðlakona, leggja sitt að mörkum til að styðja við heilbrigðiskerfið í sinni gömlu heimaborg. Þau hafa því gefið sjúkrahúsinu Clínic 1 milljón evra, jafnvirði 156 milljóna króna. Í myndskeiði sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum segja hjónin að féð verði nýtt til kaupa á sótthreinsibúnaði fyrir starfsfólk sjúkrahússins og sjúklinga. Xavi Hernandez i Núria Cunillera han fet una donació d'1M d' al #CLÍNIC per fer front a la #COVID19. Moltes gràcies per la vostra aportació i suport al projecte #RespostaCoronavirus. https://t.co/1RyUhDONsJEntre tots ho aconseguirem! pic.twitter.com/WQZYrX0YJu— Hospital CLÍNIC (@hospitalclinic) April 4, 2020 Áður höfðu fleiri fyrrverandi eða núverandi Barcelona-menn styrkt við sjúkrahúsið, þeir Lionel Messi og bræðurnir Thiago og Rafinha Alcantara. Þá hefur þjálfarinn Pep Guardiola lagt sitt að mörkum fyrir sína gömlu heimaborg en hann gaf 1 milljón evra til læknaskóla í Barcelona og í Angel Soler Daniel sjóðinn. Í dag höfðu 11.744 manneskjur látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni en aðeins á Ítalíu hafa fleiri látist. Þá hafa 124.736 manns greinst með veiruna, þar á meðal Jordi Cardoner varaforseti Barcelona en hann er í heimasóttkví og þarf ekki á læknismeðferð að halda. Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira
Kollegi Heimis Hallgrímssonar í úrvalsdeildinni í Katar, Barcelona-goðsögnin Xavi, og eiginkona hans Núria Cunillera hafa ákveðið að styðja myndarlega við sjúkrahús í Barcelona. Xavi hóf glæstan knattspyrnuferil sinn með Barcelona og lék með liðinu nær allan sinn feril eða þar til að hann gekk í raðir Al Sadd í Katar árið 2015. Hann þjálfar nú liðið. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Spánverja afar grátt og vildu Xavi og Cunillera, sem er fjölmiðlakona, leggja sitt að mörkum til að styðja við heilbrigðiskerfið í sinni gömlu heimaborg. Þau hafa því gefið sjúkrahúsinu Clínic 1 milljón evra, jafnvirði 156 milljóna króna. Í myndskeiði sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum segja hjónin að féð verði nýtt til kaupa á sótthreinsibúnaði fyrir starfsfólk sjúkrahússins og sjúklinga. Xavi Hernandez i Núria Cunillera han fet una donació d'1M d' al #CLÍNIC per fer front a la #COVID19. Moltes gràcies per la vostra aportació i suport al projecte #RespostaCoronavirus. https://t.co/1RyUhDONsJEntre tots ho aconseguirem! pic.twitter.com/WQZYrX0YJu— Hospital CLÍNIC (@hospitalclinic) April 4, 2020 Áður höfðu fleiri fyrrverandi eða núverandi Barcelona-menn styrkt við sjúkrahúsið, þeir Lionel Messi og bræðurnir Thiago og Rafinha Alcantara. Þá hefur þjálfarinn Pep Guardiola lagt sitt að mörkum fyrir sína gömlu heimaborg en hann gaf 1 milljón evra til læknaskóla í Barcelona og í Angel Soler Daniel sjóðinn. Í dag höfðu 11.744 manneskjur látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni en aðeins á Ítalíu hafa fleiri látist. Þá hafa 124.736 manns greinst með veiruna, þar á meðal Jordi Cardoner varaforseti Barcelona en hann er í heimasóttkví og þarf ekki á læknismeðferð að halda.
Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira