Sjúkraliðar í viðbragðsstöðu Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 4. apríl 2020 13:46 Margt er á huldu varðandi hegðun COVID-19 sjúkdómsins. Fjölgun staðfestra smitaðra og veikra hefur vaxið hratt. Óvissan um framhaldið er mikil. Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Sjúkraliðar standa vaktina á þessum fordæmalausu tímum, þeir eru í framlínu, í baráttunni gegn COVID-19, og þurfa að sýna sveigjanleika í starfi, fylgja nýju verklagi sem uppfært er daglega og vera í viðbragðsstöðu. Miklar og háværar raddir hafa verið uppi um starfskjör hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðafélag Íslands styður Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í kjarabaráttu sinni. Enda gríðarlega mikilvægt að starfsstéttir sem vinna við hjúkrun nái að semja um starfskjör sem hægt er að lifa mannsæmandi lífi á, og að laun endurspegli vaktabyrgði þessara starfsstétta. Því starfskjörin eiga að skila sér í gegnum kjarasamninga. Í gær birtist tilkynning um að hjúkrunarfræðingar á Landspítala fái vaktaálagsaukan framlengdan. Tilraunaverkefni Landspítala frá árinu 2017 sem náði aðeins til hjúkrunarfræðinga. Rökstuðningur á framlengingu verkefnisins nú eru sérstakar aðstæður. Vissulega er það fagnaðarefni þegar stjórnendur beita sér fyrir því að bæta starfskjör hjúkrunarfræðinga. Hins vegar er það óþolandi þegar stjórnendur leyfa sér að umbuna hjúkrunarfræðingum en ekki sjúkraliðum. Í þrjú ár hafa stjórnendur Landspítalans umbunað hjúkrunarfræðingum með þessum vaktaálagsauka. Enginn sjúkraliði hefur notið slíkrar umbunar. Og nú hafa stjórnvöld að beiðni stjórnenda Landspítala ákveðið að viðhalda þessum greiðslum. Ósjálfrátt velti ég því fyrir mér hvort stjórnendur Landspítala hafi ekki áttað sig á því að markviss samvinna og samskipti sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga séu lykilþættir þegar tryggja á öryggi og gæði hjúkrunarþjónustunnar. Að það séu einmitt þessar starfsstéttir sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu návígi við sjúklinga. Að skortur á fagfólki sem vinnur við hjúkrun marki báðar þessar stéttir. En hvernig hefur Landspítalinn komið fram við sjúkraliða? Hvað fá þeir? Hvað hafa þeir fengið? Í gær sendi stjórn Sjúkraliðafélags Íslands beiðni til forstöðumanna heilbrigðisstofnana, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis, Landspítala og Sjúkrahúss Akureyrar um álagsgreiðslur fyrir sjúkraliða, vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Enda gerir nýr kjarasamningur Sjúkraliðafélags Íslands við fjármála- og efnahagsráðherra ráð fyrir að greiða eigi sjúkraliðum álag á tímum sem þessum. Heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra fengu að sjálfsögðu afrit af bréfinu, enda mikilvægt að tryggja sjúkraliðum umbun fyrir að standa COVID-vaktina og vera í viðbragðsstöðu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sandra B. Franks Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Margt er á huldu varðandi hegðun COVID-19 sjúkdómsins. Fjölgun staðfestra smitaðra og veikra hefur vaxið hratt. Óvissan um framhaldið er mikil. Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Sjúkraliðar standa vaktina á þessum fordæmalausu tímum, þeir eru í framlínu, í baráttunni gegn COVID-19, og þurfa að sýna sveigjanleika í starfi, fylgja nýju verklagi sem uppfært er daglega og vera í viðbragðsstöðu. Miklar og háværar raddir hafa verið uppi um starfskjör hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðafélag Íslands styður Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í kjarabaráttu sinni. Enda gríðarlega mikilvægt að starfsstéttir sem vinna við hjúkrun nái að semja um starfskjör sem hægt er að lifa mannsæmandi lífi á, og að laun endurspegli vaktabyrgði þessara starfsstétta. Því starfskjörin eiga að skila sér í gegnum kjarasamninga. Í gær birtist tilkynning um að hjúkrunarfræðingar á Landspítala fái vaktaálagsaukan framlengdan. Tilraunaverkefni Landspítala frá árinu 2017 sem náði aðeins til hjúkrunarfræðinga. Rökstuðningur á framlengingu verkefnisins nú eru sérstakar aðstæður. Vissulega er það fagnaðarefni þegar stjórnendur beita sér fyrir því að bæta starfskjör hjúkrunarfræðinga. Hins vegar er það óþolandi þegar stjórnendur leyfa sér að umbuna hjúkrunarfræðingum en ekki sjúkraliðum. Í þrjú ár hafa stjórnendur Landspítalans umbunað hjúkrunarfræðingum með þessum vaktaálagsauka. Enginn sjúkraliði hefur notið slíkrar umbunar. Og nú hafa stjórnvöld að beiðni stjórnenda Landspítala ákveðið að viðhalda þessum greiðslum. Ósjálfrátt velti ég því fyrir mér hvort stjórnendur Landspítala hafi ekki áttað sig á því að markviss samvinna og samskipti sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga séu lykilþættir þegar tryggja á öryggi og gæði hjúkrunarþjónustunnar. Að það séu einmitt þessar starfsstéttir sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu návígi við sjúklinga. Að skortur á fagfólki sem vinnur við hjúkrun marki báðar þessar stéttir. En hvernig hefur Landspítalinn komið fram við sjúkraliða? Hvað fá þeir? Hvað hafa þeir fengið? Í gær sendi stjórn Sjúkraliðafélags Íslands beiðni til forstöðumanna heilbrigðisstofnana, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis, Landspítala og Sjúkrahúss Akureyrar um álagsgreiðslur fyrir sjúkraliða, vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Enda gerir nýr kjarasamningur Sjúkraliðafélags Íslands við fjármála- og efnahagsráðherra ráð fyrir að greiða eigi sjúkraliðum álag á tímum sem þessum. Heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra fengu að sjálfsögðu afrit af bréfinu, enda mikilvægt að tryggja sjúkraliðum umbun fyrir að standa COVID-vaktina og vera í viðbragðsstöðu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar