Það er mismunandi hvað fólk hefst við nú þegar flestir halda sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Ungur strákur hefur slegið í gegn með því að leika nær óaðfinnanlega eftir mögnuð mörk úr fótboltasögunni í garðinum heima hjá sér.
Strákurinn er sonur Sean O‘Hanlon sem er fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta. Hann leikur meðal annars eftir „hönd Guðs“, aukaspyrnu Cristiano Ronaldo gegn Portsmouth, sigurmark Ryan Giggs í bikarleik gegn Arsenal, táarskot Ronaldinhos gegn Chelsea, og fleiri mörk, og fagnar þeim með sama hætti og knattspyrnuhetjurnar.
Mörkin má sjá hér að neðan.
GOAL OF THE CENTURY. CHOOSE YOU RE FAVOURITE GOAL! pic.twitter.com/wM2cvnrAgl
— Sean O'Hanlon (@sohanlon23) April 4, 2020