Liðslæknir Stade Reims svipti sig lífi eftir að hann sýktist af kórónuveirunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2020 09:30 Bernard Gonzalez var minnst á samfélagsmiðlum Stade de Reims. Samsett Mynd Hræðilegar fréttir frá Frakklandi þar sem læknir liðs í frönsku fótboltadeildinni tók afdrifaríka ákvörðun eftir að hafa fengið COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Stade Reims staðfesti í gær að læknir fótboltaliðsins, Bernard Gonzalez, væri látinn en fréttir frá Frakklandi herma jafnframt að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. Franska stórblaðið Le Parisien fjallar meðal annars um það að hinn sextugi Bernard Gonzalez hafi svipt sig lífi og í bréfi sem hann skildi eftir þá komu fram tengslin á milli þeirrar ákvörðunar og því að hafa veikst af COVID-19 sjúkdómnum. Bernard Gonzalez var búinn að vera læknir Stade Reims liðsins í tuttugu ár. Stade Reims club doctor Bernard Gonzalez commits suicide after contracting coronavirus https://t.co/WjQGmrG3Vi pic.twitter.com/rYuIfxUbaJ— Mirror Football (@MirrorFootball) April 5, 2020 „Hann var læknir félagsins. Mikill fagmaður, virtur og metinn af öllum. Hugur minn er hjá foreldrum hans, eiginkonu og hans fjölskyldu,“ sagði Arnaud Robinet, borgarstjóri Reims. „Hann er aukafórnarlamb Covid-19. Ég veit að hann skildi eftir bréf til að útskýra ákvörðun sína. Ég læt sem ég viti ekki af því sem stóð þar,“ sagði Arnaud Robinet. „Ég finn engin orð og er mjög brugðið. Þessi faraldur hefur hitt Stade Reims í hjartað því við vorum að missa þekktan einstakling í Reims og mikinn fagmann,“ sagði Jean-Pierre Caillot forseti félagsins. Médecin. Artiste. Stadiste. Docteur Gonzalez. pic.twitter.com/Wlw6Bbr7gc— Stade de Reims (@StadeDeReims) April 5, 2020 Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Franski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Hræðilegar fréttir frá Frakklandi þar sem læknir liðs í frönsku fótboltadeildinni tók afdrifaríka ákvörðun eftir að hafa fengið COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Stade Reims staðfesti í gær að læknir fótboltaliðsins, Bernard Gonzalez, væri látinn en fréttir frá Frakklandi herma jafnframt að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. Franska stórblaðið Le Parisien fjallar meðal annars um það að hinn sextugi Bernard Gonzalez hafi svipt sig lífi og í bréfi sem hann skildi eftir þá komu fram tengslin á milli þeirrar ákvörðunar og því að hafa veikst af COVID-19 sjúkdómnum. Bernard Gonzalez var búinn að vera læknir Stade Reims liðsins í tuttugu ár. Stade Reims club doctor Bernard Gonzalez commits suicide after contracting coronavirus https://t.co/WjQGmrG3Vi pic.twitter.com/rYuIfxUbaJ— Mirror Football (@MirrorFootball) April 5, 2020 „Hann var læknir félagsins. Mikill fagmaður, virtur og metinn af öllum. Hugur minn er hjá foreldrum hans, eiginkonu og hans fjölskyldu,“ sagði Arnaud Robinet, borgarstjóri Reims. „Hann er aukafórnarlamb Covid-19. Ég veit að hann skildi eftir bréf til að útskýra ákvörðun sína. Ég læt sem ég viti ekki af því sem stóð þar,“ sagði Arnaud Robinet. „Ég finn engin orð og er mjög brugðið. Þessi faraldur hefur hitt Stade Reims í hjartað því við vorum að missa þekktan einstakling í Reims og mikinn fagmann,“ sagði Jean-Pierre Caillot forseti félagsins. Médecin. Artiste. Stadiste. Docteur Gonzalez. pic.twitter.com/Wlw6Bbr7gc— Stade de Reims (@StadeDeReims) April 5, 2020 Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Franski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira