Liðslæknir Stade Reims svipti sig lífi eftir að hann sýktist af kórónuveirunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2020 09:30 Bernard Gonzalez var minnst á samfélagsmiðlum Stade de Reims. Samsett Mynd Hræðilegar fréttir frá Frakklandi þar sem læknir liðs í frönsku fótboltadeildinni tók afdrifaríka ákvörðun eftir að hafa fengið COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Stade Reims staðfesti í gær að læknir fótboltaliðsins, Bernard Gonzalez, væri látinn en fréttir frá Frakklandi herma jafnframt að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. Franska stórblaðið Le Parisien fjallar meðal annars um það að hinn sextugi Bernard Gonzalez hafi svipt sig lífi og í bréfi sem hann skildi eftir þá komu fram tengslin á milli þeirrar ákvörðunar og því að hafa veikst af COVID-19 sjúkdómnum. Bernard Gonzalez var búinn að vera læknir Stade Reims liðsins í tuttugu ár. Stade Reims club doctor Bernard Gonzalez commits suicide after contracting coronavirus https://t.co/WjQGmrG3Vi pic.twitter.com/rYuIfxUbaJ— Mirror Football (@MirrorFootball) April 5, 2020 „Hann var læknir félagsins. Mikill fagmaður, virtur og metinn af öllum. Hugur minn er hjá foreldrum hans, eiginkonu og hans fjölskyldu,“ sagði Arnaud Robinet, borgarstjóri Reims. „Hann er aukafórnarlamb Covid-19. Ég veit að hann skildi eftir bréf til að útskýra ákvörðun sína. Ég læt sem ég viti ekki af því sem stóð þar,“ sagði Arnaud Robinet. „Ég finn engin orð og er mjög brugðið. Þessi faraldur hefur hitt Stade Reims í hjartað því við vorum að missa þekktan einstakling í Reims og mikinn fagmann,“ sagði Jean-Pierre Caillot forseti félagsins. Médecin. Artiste. Stadiste. Docteur Gonzalez. pic.twitter.com/Wlw6Bbr7gc— Stade de Reims (@StadeDeReims) April 5, 2020 Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Franski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Hræðilegar fréttir frá Frakklandi þar sem læknir liðs í frönsku fótboltadeildinni tók afdrifaríka ákvörðun eftir að hafa fengið COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Stade Reims staðfesti í gær að læknir fótboltaliðsins, Bernard Gonzalez, væri látinn en fréttir frá Frakklandi herma jafnframt að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. Franska stórblaðið Le Parisien fjallar meðal annars um það að hinn sextugi Bernard Gonzalez hafi svipt sig lífi og í bréfi sem hann skildi eftir þá komu fram tengslin á milli þeirrar ákvörðunar og því að hafa veikst af COVID-19 sjúkdómnum. Bernard Gonzalez var búinn að vera læknir Stade Reims liðsins í tuttugu ár. Stade Reims club doctor Bernard Gonzalez commits suicide after contracting coronavirus https://t.co/WjQGmrG3Vi pic.twitter.com/rYuIfxUbaJ— Mirror Football (@MirrorFootball) April 5, 2020 „Hann var læknir félagsins. Mikill fagmaður, virtur og metinn af öllum. Hugur minn er hjá foreldrum hans, eiginkonu og hans fjölskyldu,“ sagði Arnaud Robinet, borgarstjóri Reims. „Hann er aukafórnarlamb Covid-19. Ég veit að hann skildi eftir bréf til að útskýra ákvörðun sína. Ég læt sem ég viti ekki af því sem stóð þar,“ sagði Arnaud Robinet. „Ég finn engin orð og er mjög brugðið. Þessi faraldur hefur hitt Stade Reims í hjartað því við vorum að missa þekktan einstakling í Reims og mikinn fagmann,“ sagði Jean-Pierre Caillot forseti félagsins. Médecin. Artiste. Stadiste. Docteur Gonzalez. pic.twitter.com/Wlw6Bbr7gc— Stade de Reims (@StadeDeReims) April 5, 2020 Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Franski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira