Fjallar um fjöldaeitrun af völdum tréspíra Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2020 13:31 Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel, og Sigursteinn Másson. Fyrsta mál nýrrar seríu í Sönnum íslenskum sakamálum kallast Eitrun í Eyjum. Sigursteinn Másson, sem unnið hefur að þáttunum, segir að Eitrun í Eyjum fjalli um það þegar þrír skipverjar á Stakksárfossi fundu sjórekna tunnu fulla af spíra við Vestmannaeyjar skömmu fyrir Þjóðhátíðarhelgina 1943 og hugðu sér gott til glóðarinnar. ,,Það sem þeir áttuðu sig ekki á var að um var að ræða baneitraðan tréspíra en eftir helgina miklu lágu samtals níu í valnum, nokkrir fengu varanlega fötlun og tugir veiktust illa,“ segir Sigursteinn þáttastjórnandi. ,,Í þættinum er þetta sérstæða sakamál krufið til mergjar og rætt við fólk sem upplifði atburðinn og kynnti sér þá síðar. Leyndarhyggja umlukti málið um áratuga skeið og í þættinum er varpað ljósi á það og áhrifin á hið 3000 manna samfélag. Sömuleiðis hvernig spírinn fór í dreifingu þrátt fyrir að sjómennirnir sem fundu hann hafi reynt að ganga úr skugga um að óhætt væri að drekka hann. Þá er fjallað er um tíðarandann og sambúðina við breska herinn sem kom sér fyrir í Eyjum tveimur mánuðum eftir að Ísland var hernumið,” bætir Sigursteinn við. Hafði aldrei heyrt um málið ,,Í nóvember sl. heyrði ég útvarpsviðtal við Ragnar Jónsson lækni þar sem hann var að tala um eitthvað gamalt mál í Vestmannaeyjum þar sem fjölmargir dóu og aðrir veiktust mikið. Heyrði hann tala um að málið hafi legið í þagnargildi árum saman. Ég hafði aldrei heyrt um þetta mál. Þetta vakti óskipta athygli mína og ég setti mig í samband við Ragnar sem hefur öðrum fremur rannsakað þetta hörmulega mál þegar níu manns létust af völdum baneitraðs tréspíra sem dreift var á Þjóðhátíð í Eyjum. Þegar ég fór að skoða málið nánar vakti sérstaka athygli mína viðbrögð Eyjamanna auk þess sem málið sjálft er einstakt á margan hátt,” segir Sigursteinn enn fremur um þetta fyrsta mál nýrrar þáttaraðar af Sönnum íslenskum sakamálum. Fyrsta þáttaröðin á Storytel gekk vel og trónir nú í fyrsta sæti yfir efni sem hefur verið hlustað á hjá efnisveitunni. Sakamálin sem eru til umfjöllunar í nýju þáttaröðinni eru fjölbreytt og áhugaverð en Sigursteinn kafar til að mynda í þekkt sakamál á borð við vændisstarfsemi Svörtu perlunnar, Catalinu Ncogo og Byrgismálið. Fjölmiðlar Vestmannaeyjar Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
Fyrsta mál nýrrar seríu í Sönnum íslenskum sakamálum kallast Eitrun í Eyjum. Sigursteinn Másson, sem unnið hefur að þáttunum, segir að Eitrun í Eyjum fjalli um það þegar þrír skipverjar á Stakksárfossi fundu sjórekna tunnu fulla af spíra við Vestmannaeyjar skömmu fyrir Þjóðhátíðarhelgina 1943 og hugðu sér gott til glóðarinnar. ,,Það sem þeir áttuðu sig ekki á var að um var að ræða baneitraðan tréspíra en eftir helgina miklu lágu samtals níu í valnum, nokkrir fengu varanlega fötlun og tugir veiktust illa,“ segir Sigursteinn þáttastjórnandi. ,,Í þættinum er þetta sérstæða sakamál krufið til mergjar og rætt við fólk sem upplifði atburðinn og kynnti sér þá síðar. Leyndarhyggja umlukti málið um áratuga skeið og í þættinum er varpað ljósi á það og áhrifin á hið 3000 manna samfélag. Sömuleiðis hvernig spírinn fór í dreifingu þrátt fyrir að sjómennirnir sem fundu hann hafi reynt að ganga úr skugga um að óhætt væri að drekka hann. Þá er fjallað er um tíðarandann og sambúðina við breska herinn sem kom sér fyrir í Eyjum tveimur mánuðum eftir að Ísland var hernumið,” bætir Sigursteinn við. Hafði aldrei heyrt um málið ,,Í nóvember sl. heyrði ég útvarpsviðtal við Ragnar Jónsson lækni þar sem hann var að tala um eitthvað gamalt mál í Vestmannaeyjum þar sem fjölmargir dóu og aðrir veiktust mikið. Heyrði hann tala um að málið hafi legið í þagnargildi árum saman. Ég hafði aldrei heyrt um þetta mál. Þetta vakti óskipta athygli mína og ég setti mig í samband við Ragnar sem hefur öðrum fremur rannsakað þetta hörmulega mál þegar níu manns létust af völdum baneitraðs tréspíra sem dreift var á Þjóðhátíð í Eyjum. Þegar ég fór að skoða málið nánar vakti sérstaka athygli mína viðbrögð Eyjamanna auk þess sem málið sjálft er einstakt á margan hátt,” segir Sigursteinn enn fremur um þetta fyrsta mál nýrrar þáttaraðar af Sönnum íslenskum sakamálum. Fyrsta þáttaröðin á Storytel gekk vel og trónir nú í fyrsta sæti yfir efni sem hefur verið hlustað á hjá efnisveitunni. Sakamálin sem eru til umfjöllunar í nýju þáttaröðinni eru fjölbreytt og áhugaverð en Sigursteinn kafar til að mynda í þekkt sakamál á borð við vændisstarfsemi Svörtu perlunnar, Catalinu Ncogo og Byrgismálið.
Fjölmiðlar Vestmannaeyjar Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira