Framhaldsskóli á krossgötum - í andbyr leynast tækifæri! Ólafur Haukur Johnson skrifar 7. apríl 2020 07:30 Þetta eru einkennilegir tímar í framhaldsskólunum. COVID-19 hefur truflað hefðbundið starf. Skólunum hefur verið lokað og því fer engin staðbundin kennsla þar fram þessa dagana. Ástandið er því vægast sagt dapurlegt. Bjarta hliðin er þó sú að þegar óviðriðinu slotar eru mikil tækifæri til farsælla og tímabærra breytinga á skólastarfinu. Í flestum framhaldsskólum er staðan sú að ólíklegt er að starfinu verði lokið með eðlilegum hætti þennan veturinn. Það á þó sem betur fer ekki við í öllum skólum enda eru möguleikarnir misgóðir til að takast á við vandann sem fylgir ástandinu. Ræðst það aðallega af stöðu tæknilausna sem teknar hafa verið upp. Einhverjir skólar standa vel og eru búnir nýjustu tækni. Aðrir skólar notast við ófullkomna og úrelta tækni til samskipta við nemendur eins og tölvupóst og námsumsjónarkerfi (Innu, Moodle). Aðrir nota fjarfundakerfi ýmis konar (Teams, Zoom) sem bjóða upp á persónulegri samskipti. Allar eru þessar lausnir þó fremur ófullkomnar enda ekki ætlaðar til samskipta í skólastarfi við aðstæður líkar þeim sem við búum við núna. Þeir skólar sem best standa höfðu fyrir lokun skólanna og fyrir COVID-19 tekið í notkun nútíma kennslustofuforrit (Google, Apple, Microsoft eða sambærilegar lausnir). Þessi forrit gera samskipti kennara og nemenda persónuleg og auðveld. Auk þess að auðvelda samskipti er einfalt að leggja verkefni fyrir nemendur og prófa kunnáttu þeirra. Þeir skólar sem nýta þessa einföldu tækni eru nú betur undir það búnir að ljúka skólastarfi vetrarins með (næstum!) eðlilegum hætti. Verknámskennsla líður meira fyrir ástandið en bóklegi hluti námsins og er því miður ekki auðleyst með þeim tækninýjungum sem hér hafa verið nefndar. Sú kennsla verður sem fyrr best leyst með viðeigandi aðstöðu á kennslusvæði undir handleiðslu kennara. Búið er að ákveða hvernig ljúka eigi verknámi með viðunandi hætti þetta vor. Vonandi gengur það farsællega eftir. Mikilvægt er að menntayfirvöld, skólastjórnendur og kennarar nýti þennan undarlega tíma í skólastarfinu til að líta í eigin barm og hugleiði það sem betur má fara. Það má ekki gerast, þegar þessu tímabili líkur, að þessir ábyrgðaraðilar snúi til fyrri vinnubragða og láti eins og ekkert hafi í skorist. Framhaldsskólinn má ekki lenda aftur í viðlíka vanda og hann er í nú. Til þess að forða því þarf að fara fram endurskoðun á kennsluháttum, kennsluaðferðum kennara og nýtingu tæknilegra lausna í skólastarfi. Þar má margt bæta. Vert er að hafa í huga að farsæl innleiðing nýjustu tækni, samhliða breytingum á kennsluháttum, mun auka afköst í öllu skólastarfi og gera það skemmtilegra til framtíðar. Það skiptir nemendur, þá sem málið snýst um að þjóna sem best, öllu máli. Það mun einnig gera starf kennara og skólastjórnenda viðráðanlegra og skemmtilegra. Allir vinna við þær mikilvægu breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Haukur Johnson Skóla - og menntamál Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þetta eru einkennilegir tímar í framhaldsskólunum. COVID-19 hefur truflað hefðbundið starf. Skólunum hefur verið lokað og því fer engin staðbundin kennsla þar fram þessa dagana. Ástandið er því vægast sagt dapurlegt. Bjarta hliðin er þó sú að þegar óviðriðinu slotar eru mikil tækifæri til farsælla og tímabærra breytinga á skólastarfinu. Í flestum framhaldsskólum er staðan sú að ólíklegt er að starfinu verði lokið með eðlilegum hætti þennan veturinn. Það á þó sem betur fer ekki við í öllum skólum enda eru möguleikarnir misgóðir til að takast á við vandann sem fylgir ástandinu. Ræðst það aðallega af stöðu tæknilausna sem teknar hafa verið upp. Einhverjir skólar standa vel og eru búnir nýjustu tækni. Aðrir skólar notast við ófullkomna og úrelta tækni til samskipta við nemendur eins og tölvupóst og námsumsjónarkerfi (Innu, Moodle). Aðrir nota fjarfundakerfi ýmis konar (Teams, Zoom) sem bjóða upp á persónulegri samskipti. Allar eru þessar lausnir þó fremur ófullkomnar enda ekki ætlaðar til samskipta í skólastarfi við aðstæður líkar þeim sem við búum við núna. Þeir skólar sem best standa höfðu fyrir lokun skólanna og fyrir COVID-19 tekið í notkun nútíma kennslustofuforrit (Google, Apple, Microsoft eða sambærilegar lausnir). Þessi forrit gera samskipti kennara og nemenda persónuleg og auðveld. Auk þess að auðvelda samskipti er einfalt að leggja verkefni fyrir nemendur og prófa kunnáttu þeirra. Þeir skólar sem nýta þessa einföldu tækni eru nú betur undir það búnir að ljúka skólastarfi vetrarins með (næstum!) eðlilegum hætti. Verknámskennsla líður meira fyrir ástandið en bóklegi hluti námsins og er því miður ekki auðleyst með þeim tækninýjungum sem hér hafa verið nefndar. Sú kennsla verður sem fyrr best leyst með viðeigandi aðstöðu á kennslusvæði undir handleiðslu kennara. Búið er að ákveða hvernig ljúka eigi verknámi með viðunandi hætti þetta vor. Vonandi gengur það farsællega eftir. Mikilvægt er að menntayfirvöld, skólastjórnendur og kennarar nýti þennan undarlega tíma í skólastarfinu til að líta í eigin barm og hugleiði það sem betur má fara. Það má ekki gerast, þegar þessu tímabili líkur, að þessir ábyrgðaraðilar snúi til fyrri vinnubragða og láti eins og ekkert hafi í skorist. Framhaldsskólinn má ekki lenda aftur í viðlíka vanda og hann er í nú. Til þess að forða því þarf að fara fram endurskoðun á kennsluháttum, kennsluaðferðum kennara og nýtingu tæknilegra lausna í skólastarfi. Þar má margt bæta. Vert er að hafa í huga að farsæl innleiðing nýjustu tækni, samhliða breytingum á kennsluháttum, mun auka afköst í öllu skólastarfi og gera það skemmtilegra til framtíðar. Það skiptir nemendur, þá sem málið snýst um að þjóna sem best, öllu máli. Það mun einnig gera starf kennara og skólastjórnenda viðráðanlegra og skemmtilegra. Allir vinna við þær mikilvægu breytingar.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar