Þú lærir ákveðið umburðarlyndi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2020 12:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er viðmælandi í mannlífsþættinum Hestalífið. Hestalífið/Hörður Þórhallsson Hestamennskan hefur alltaf spilað stórt og mikilvægt hlutverk í lífi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Stjórnmálin hafa síðustu ár þó tekið yfir mikinn af hennar tíma, ekki síst eftir að hún varð ráðherra, en hún reynir þó að sinna áhugamálinu eftir því sem tíminn leyfir. Áslaug Arna var viðmælandi í mannlífsþættinum Hestalífið. „Já, auðvitað er ég stolt af því. Það er alltaf gaman að geta verið fyrirmynd,” segir Áslaug Arna um að hafa tekist að verða yngsti ráðherra lýðveldissögunnar. Klippa: Hestalífið - Áslaug Arna Áslaug hefur haft í nógu að snúast síðan hún tók við embætti haustið 2019. Málefni lögreglunnar var brött brekka sem mætti henni þegar á fyrstu starfsdögunum, en það var einungis fyrsta áskorunin af mörgum á því rúma hálfa ári sem hún hefur verið í embætti. Málefni flóttamanna hafa orðið stöðugt áleitnari og almannavarnir hafa leikið stórt hlutverk, sá mikilvægi málaflokkur, í ljósi kórónuveirufaraldurs, óveðurs, snjóflóða, kvikuhræringa og jarðskjálfta. „Ég er alltaf spennt að takast á við ný verkefni, það er náttúrulega engin undantekning, með þetta stóra ráðuneyti.” Í önnum dagsins getur verið hvílandi að hverfa inn í heim hestamennskunnar. „Já, þegar þú ferð á bak þá bara gleymir þú öllu bara á hestbaki í náttúrunni, í frábærum félagsskap, vinum þínum pabba eða fjölskyldu. Þetta er bara núllstilling og þú andar að þér einhverjum ferskleika, sem vantar stundum á milli daganna. Þannig að það er alltaf mjög gott.“ Áslaug Arna segist gleyma öllu um leið og hún er komin á bak.Mynd úr einkasafni Stundum mistekst þér Ráðherrann er fljót til svars um heillandi heim hestamennskunnar. „Það eru fyrst og fremst hestarnir og hvað þetta eru einstök dýr. Nándin við þá og hvað þetta eru stórar persónur.“ Áslaug Arna segir að hún hafi lært mjög mikið af hestum þegar hún var yngri. „Þetta eru einstakar skepnur. Ólíkir karakterar og kenna manni svo margt. Þú lærir ákveðið umburðarlyndi og ákveðna yfirvegun og þú kynnist svo mismunandi hestum. Þarft að setja þér markmið og vinna á þeim, stundum mistekst þér og þú lærir svo margt sem svo endurspeglast í því sem fólk fer svo að gera. Að tapa og vinna og ganga vel og mistakast og allt þetta. Og að njóta. Þannig að þetta er allt einhvern veginn hægt að endurspegla á svo margt sem maður er að gera. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit. Hestar Hestalífið Alþingi Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Hestamennskan hefur alltaf spilað stórt og mikilvægt hlutverk í lífi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Stjórnmálin hafa síðustu ár þó tekið yfir mikinn af hennar tíma, ekki síst eftir að hún varð ráðherra, en hún reynir þó að sinna áhugamálinu eftir því sem tíminn leyfir. Áslaug Arna var viðmælandi í mannlífsþættinum Hestalífið. „Já, auðvitað er ég stolt af því. Það er alltaf gaman að geta verið fyrirmynd,” segir Áslaug Arna um að hafa tekist að verða yngsti ráðherra lýðveldissögunnar. Klippa: Hestalífið - Áslaug Arna Áslaug hefur haft í nógu að snúast síðan hún tók við embætti haustið 2019. Málefni lögreglunnar var brött brekka sem mætti henni þegar á fyrstu starfsdögunum, en það var einungis fyrsta áskorunin af mörgum á því rúma hálfa ári sem hún hefur verið í embætti. Málefni flóttamanna hafa orðið stöðugt áleitnari og almannavarnir hafa leikið stórt hlutverk, sá mikilvægi málaflokkur, í ljósi kórónuveirufaraldurs, óveðurs, snjóflóða, kvikuhræringa og jarðskjálfta. „Ég er alltaf spennt að takast á við ný verkefni, það er náttúrulega engin undantekning, með þetta stóra ráðuneyti.” Í önnum dagsins getur verið hvílandi að hverfa inn í heim hestamennskunnar. „Já, þegar þú ferð á bak þá bara gleymir þú öllu bara á hestbaki í náttúrunni, í frábærum félagsskap, vinum þínum pabba eða fjölskyldu. Þetta er bara núllstilling og þú andar að þér einhverjum ferskleika, sem vantar stundum á milli daganna. Þannig að það er alltaf mjög gott.“ Áslaug Arna segist gleyma öllu um leið og hún er komin á bak.Mynd úr einkasafni Stundum mistekst þér Ráðherrann er fljót til svars um heillandi heim hestamennskunnar. „Það eru fyrst og fremst hestarnir og hvað þetta eru einstök dýr. Nándin við þá og hvað þetta eru stórar persónur.“ Áslaug Arna segir að hún hafi lært mjög mikið af hestum þegar hún var yngri. „Þetta eru einstakar skepnur. Ólíkir karakterar og kenna manni svo margt. Þú lærir ákveðið umburðarlyndi og ákveðna yfirvegun og þú kynnist svo mismunandi hestum. Þarft að setja þér markmið og vinna á þeim, stundum mistekst þér og þú lærir svo margt sem svo endurspeglast í því sem fólk fer svo að gera. Að tapa og vinna og ganga vel og mistakast og allt þetta. Og að njóta. Þannig að þetta er allt einhvern veginn hægt að endurspegla á svo margt sem maður er að gera. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestar Hestalífið Alþingi Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“