Stórfiskaleikur í Tyrklandi vakti ekki mikla lukku hjá Kára Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 19:00 Kári á leik á HM 2018 en hann hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. vísir/getty Kári Árnason segir að hann hefði ekki getað verið í meira en eitt ár hjá Gençlerbirliği í Tyrklandi. Hann segir að æfingarnar hafi verið oft á tíðum verið furðulegar og viðeran ansi mikil. Kári var gestur í Sportinu í dag þar sem hann fór yfir víðan völl en hann leikur nú með Víkingi í Pepsi Max-deild karla eftir fjórtán ára feril í atvinnumennsku. Síðasta lið Kára í atvinnumennsku var Gençlerbirliği í Tyrklandi þar sem hann lék þrettán leiki. Kári segir að hann hafi ekki getað annað tímabil. „Ég hefði ekki haldið lengur út í Tyrklandi en eitt ár. Það er svoleiðis. Þeir eru rosalega sérstakir. Æfingarnar eru allt öðruvísi. Þeir eru góðir í fótbolta og það fer ekkert á milli mála en upphitunin var einhverjir leikir sem þeim fannst rosalega skemmtilegir,“ sagði Kári og hélt áfram: „Það var stórfiskaleikur og það var orðið alveg vel þreytt eftir tvær vikur. Svo hélt það bara áfram. Inn og út um gluggann var mikið notað. Þetta hljómar eins og sjötti flokkur.“ Tyrkirnir eru ekki mikið að treysta sínum leikmönnum og því þurftu Kári og félagar að dúsa nær allan daginn á hóteli liðsins, án þess að hafa neitt fyrir stafni. „Svo var viðveran rosaleg. Öll liðin eru með hótel á æfingasvæðinu. Þú þarft að vera þar inn á herbergi tvo tíma fyrir æfingu og svo þrjá til fjóra tíma eftir æfingu. Þú ert kominn heim klukkan sex þegar þú hefðir getað komið heim í hádeginu.“ „Það voru sex frídagar. Frídagarnir voru þannig að þú þurftir að koma á æfingasvæðið og réðst hvað þú gerðir. Þú gast bara hangið upp á herbergi. Þeir treysta ekkert leikmönnunum til að vera ekki í einhverju bulli og vilja hafa þá á æfingasvæðinu allan daginn,“ sgaði varnarjaxlinn. Klippa: Sportið í dag - Kári um Tyrkland Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Tyrkland Sportið í dag Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Kári Árnason segir að hann hefði ekki getað verið í meira en eitt ár hjá Gençlerbirliği í Tyrklandi. Hann segir að æfingarnar hafi verið oft á tíðum verið furðulegar og viðeran ansi mikil. Kári var gestur í Sportinu í dag þar sem hann fór yfir víðan völl en hann leikur nú með Víkingi í Pepsi Max-deild karla eftir fjórtán ára feril í atvinnumennsku. Síðasta lið Kára í atvinnumennsku var Gençlerbirliği í Tyrklandi þar sem hann lék þrettán leiki. Kári segir að hann hafi ekki getað annað tímabil. „Ég hefði ekki haldið lengur út í Tyrklandi en eitt ár. Það er svoleiðis. Þeir eru rosalega sérstakir. Æfingarnar eru allt öðruvísi. Þeir eru góðir í fótbolta og það fer ekkert á milli mála en upphitunin var einhverjir leikir sem þeim fannst rosalega skemmtilegir,“ sagði Kári og hélt áfram: „Það var stórfiskaleikur og það var orðið alveg vel þreytt eftir tvær vikur. Svo hélt það bara áfram. Inn og út um gluggann var mikið notað. Þetta hljómar eins og sjötti flokkur.“ Tyrkirnir eru ekki mikið að treysta sínum leikmönnum og því þurftu Kári og félagar að dúsa nær allan daginn á hóteli liðsins, án þess að hafa neitt fyrir stafni. „Svo var viðveran rosaleg. Öll liðin eru með hótel á æfingasvæðinu. Þú þarft að vera þar inn á herbergi tvo tíma fyrir æfingu og svo þrjá til fjóra tíma eftir æfingu. Þú ert kominn heim klukkan sex þegar þú hefðir getað komið heim í hádeginu.“ „Það voru sex frídagar. Frídagarnir voru þannig að þú þurftir að koma á æfingasvæðið og réðst hvað þú gerðir. Þú gast bara hangið upp á herbergi. Þeir treysta ekkert leikmönnunum til að vera ekki í einhverju bulli og vilja hafa þá á æfingasvæðinu allan daginn,“ sgaði varnarjaxlinn. Klippa: Sportið í dag - Kári um Tyrkland Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Tyrkland Sportið í dag Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira