Fyrrum knattspyrnumaðurinn og þjálfarinn, Serbinn Radomir Antic er látinn, 71 árs að aldri. Hann lék meðal annars með Partizan, Real Zaragoza og Luton á sínum ferli.
Hann stýrði svo meðal annars Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid á sínum ferli en náði bestum árangri hjá síðastnefnda liðinu er hann vann deild og bikar tímabilið 1995/1996.
Serbinn þjálfaði Atletico frá 1995 til 2000 með þremur hléum en þar áður var hann hjá Real Madrid tímabilið 1991/1992. hann er einungis annar í sögunni til þess að stýra bæði Real Madrid og Barcelona á eftir Enrique Fernandez Viola.
Hann stýrði Barcelona tímabilið 2003 þar sem hann tók við í janúarmánuði eftir að félagið ákvað að segja Louis van Gaal upp störfum.
Síðasta starf hans í fótboltanum var í Kína þar sem hann stýrði Hebei China Fortune árið 2015.
Real Madrid C.F, its president and board of directors are deeply saddened by the passing of Radomir Anti , who served as Real Madrid coach between March 1991 and January 1992.#RealMadrid pic.twitter.com/4UxxjBBRx3
— Real Madrid C.F. (@realmadriden) April 7, 2020
Radomir Antic, who managed FC Barcelona in 2003, passed away today. The Barça family mourns the loss of a man who was deeply beloved in the world of football. Rest in Peace pic.twitter.com/RmHX1BAeW3
— FC Barcelona (from ) (@FCBarcelona) April 6, 2020