Klopp segir að Liverpool hafi sýnt Coutinho sanngirni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2020 15:00 Philippe Coutinho með Jürgen Klopp á góðri stundu þegar hann var enn stórstjarna hjá Liverpool. Getty/Jan Kruger Philippe Coutinho sóttist sjálfur eftir því að fara frá Liverpool á sínum tíma og Jürgen Klopp segir að málið hafi komið upp hálfu ári áður en Brasilíumaðurinn var á endanum seldur til Barcelona. Philippe Coutinho varð að stórstjörnu hjá Liverpool en lét freistast þegar Barcelona bankaði á dyrnar sumarið 2018. Síðan þá hefur ferill Coutinho verið á hraðri niðurleið og það er ljóst að Liverpool vill ekki fá hann til baka. Barcelona vill hann ekki heldur og Bayern München hefur ekki áhuga á að hafa Coutinho áfram á láni. Mestar líkur eru á því að hann endi í ensku úrvalsdeildinni hjá öðru liði en Liverpool. Jurgen Klopp insists Liverpool were 'fair' with Philippe Coutinho over his transfer to Barcelonahttps://t.co/UzMVJQnsEc pic.twitter.com/KbMhULEkfe— Mirror Football (@MirrorFootball) April 7, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustóri Liverpool, talaði um félagsskipti Philippe Coutinho í viðtali við þýska hlaðvarpsþáttinn Pure Football. „Ég bar virðingu fyrir skiptum Phil frá fyrstu sekúndu. Mér leið samt eins og þetta gæti orðið erfitt fyrir hann,“ sagði Jürgen Klopp. „Þetta snerist ekki um að við höfum skrifað undir nýjan samning við hann nokkrum vikum áður heldur vissi ég það að þetta var eini klúbburinn sem hann hefði beðið um að komast til,“ sagði Jürgen Klopp um það þegar Barcelona sýndi Philippe Coutinho áhuga. „Það kom ekki til greina að láta hann fara um sumarið. Við höfðum þegar misst Adam Lallana í meiðsli og hefðum þá verið að missa tvo leikmenn. Það var ekki möguleiki á að leysa það á leikmannamarkaðnum,“ sagði Jürgen Klopp. „Hann [Coutinho] sætti sig við að spila áfram með okkur sem var flott. Það þýddi líka að við yrðum að vera sanngjarnir við hann í janúarglugganum,“ sagði Jürgen Klopp. „Við vorum líka sanngjarnir við hann. Við vorum ekki ánægðir með það að missa hann en við létum þetta eftir honum,“ sagði Jürgen Klopp. „Phil var okkar strákur í langan tíma. Við berum mikla virðingu fyrir honum og óskum honum alls hins besta. Þannig á fótboltinn að vera. Það sem er mikilvægast er hvernig klúbburinn sýndi honum það á sínum tíma,“ sagði Jürgen Klopp. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira
Philippe Coutinho sóttist sjálfur eftir því að fara frá Liverpool á sínum tíma og Jürgen Klopp segir að málið hafi komið upp hálfu ári áður en Brasilíumaðurinn var á endanum seldur til Barcelona. Philippe Coutinho varð að stórstjörnu hjá Liverpool en lét freistast þegar Barcelona bankaði á dyrnar sumarið 2018. Síðan þá hefur ferill Coutinho verið á hraðri niðurleið og það er ljóst að Liverpool vill ekki fá hann til baka. Barcelona vill hann ekki heldur og Bayern München hefur ekki áhuga á að hafa Coutinho áfram á láni. Mestar líkur eru á því að hann endi í ensku úrvalsdeildinni hjá öðru liði en Liverpool. Jurgen Klopp insists Liverpool were 'fair' with Philippe Coutinho over his transfer to Barcelonahttps://t.co/UzMVJQnsEc pic.twitter.com/KbMhULEkfe— Mirror Football (@MirrorFootball) April 7, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustóri Liverpool, talaði um félagsskipti Philippe Coutinho í viðtali við þýska hlaðvarpsþáttinn Pure Football. „Ég bar virðingu fyrir skiptum Phil frá fyrstu sekúndu. Mér leið samt eins og þetta gæti orðið erfitt fyrir hann,“ sagði Jürgen Klopp. „Þetta snerist ekki um að við höfum skrifað undir nýjan samning við hann nokkrum vikum áður heldur vissi ég það að þetta var eini klúbburinn sem hann hefði beðið um að komast til,“ sagði Jürgen Klopp um það þegar Barcelona sýndi Philippe Coutinho áhuga. „Það kom ekki til greina að láta hann fara um sumarið. Við höfðum þegar misst Adam Lallana í meiðsli og hefðum þá verið að missa tvo leikmenn. Það var ekki möguleiki á að leysa það á leikmannamarkaðnum,“ sagði Jürgen Klopp. „Hann [Coutinho] sætti sig við að spila áfram með okkur sem var flott. Það þýddi líka að við yrðum að vera sanngjarnir við hann í janúarglugganum,“ sagði Jürgen Klopp. „Við vorum líka sanngjarnir við hann. Við vorum ekki ánægðir með það að missa hann en við létum þetta eftir honum,“ sagði Jürgen Klopp. „Phil var okkar strákur í langan tíma. Við berum mikla virðingu fyrir honum og óskum honum alls hins besta. Þannig á fótboltinn að vera. Það sem er mikilvægast er hvernig klúbburinn sýndi honum það á sínum tíma,“ sagði Jürgen Klopp.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira