Innlent

Kominn í öndunarvél á gjörgæslu á Akureyri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heilbrigðisstarfsmenn á Landspítalanum.
Heilbrigðisstarfsmenn á Landspítalanum. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Akureyrar í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á sjúkrahúsinu á Akureyri. Maðurinn var þungt haldinn af Covid-19 sjúkdómnum.

Ellefu voru á gjörgæsludeild Landspítalans í gær og einn á Akureyri en uppfærðar tölur varðandi smit, innlagnir og bata birtast á vefnum Covid.is um klukkan 13. Fjallað verður um stöðu mála á daglegum upplýsingafundi klukkan 14.

42 hafa greinst með veiruna á norðanverðum Vestfjörðum og eru 335 í sóttkví. Beðið er eftir niðurstöðu úr nokkrum tugum sýna.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti tíu heilbrigðisstarfsmenn vestur á firði í gær. Eru þeir þangað mættir til að sinna íbúum hjúkrunarheimilisins Bergs í Bolungarvík en meirihluti fastra starfsmanna er ýmist í einangrun eða sóttkví. Þar af fimm með staðfest smit.

Sex eru látnir af völdum Covid-19 hér á landi, þar af tveir Vestfirðingar.

Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að maðurinn hefði verið fluttur á Landspítalann. Beðist er velvirðingar á þessu.


Tengdar fréttir

„Þetta tekur verulega á“

Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir hið alvarlega ástand á hjúkrunarheimilinu Bergi taka á bæði heimilis- og starfsfólk. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×