Dýrmætasti lífeyrissjóður þjóðarinnar Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 7. apríl 2020 12:30 Hvað varð okkur til bjargar í síðasta efnahagshruni? Það var ekki tilvist Kárahnjúkavirkjunar, ekki bygging virkjunar á Þeistareykjum eða kísilversins á Bakka og alls ekki kísilver United Silicon á Suðurnesjum. Hingað til lands hefur fólk komið til þess að skoða kyngi mögnuð víðerni, einstakar jarðmyndanir, fagra fossa og kröftug jarðhitasvæði. Íslensk náttúra á engan sinn líka í heiminum enda segja 80 prósent þeirra ferðamanna sem hafa sótt Ísland heim að hún sé meginástæða heimsóknarinnar. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í kjölfar hrunsins 2008 voru margvíslegar. Þær aðgerðir sem fólu í sér eyðileggingu á íslenskri náttúru reyndust þó í besta falli skaðlausar fyrir efnahagslífið, í versta falli stór útgjaldaliður, eins og kísilver United Silicon og kísilver PCC á Bakka. Beinn kostnaður ríkis vegna Bakka 4,2 milljarðar Beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna kísilversins á Bakka hefur verið áætlaður 4,2 milljarðar króna. Að auki hefur það heimild til þess að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem auka losun Íslands um 8 prósent. Síðast en ekki síst spilltu orkuvinnsla og línulagnir vegna kísilsversins íslenskri náttúru varanlega. Kísilverið á nú í töluverðum rekstrarvandræðum og skilar litlum sem engum tekjum í þjóðarbúið. Óþarfi er að fara mörgum orðum um kísilver United Silocon. Það stendur óstarfhæft sem minnisvarði um mislukkaða stefnu sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð. Sáralítil arðsemi af Kárahnjúkum Kárahnjúkavirkjun var byggð í trássi við náttúruverndar-, skipulags- og stjórnsýslulög í von um fjárhagslegan gróða. Virkjunin átti að skila Landsvirkjun 14 prósent arðsemi en var í raun aðeins 3,5 prósent árið 2011[1]. Þar sem arðsemin er tengd álverði og það hefur lækkað síðan 2011 er hún líklega farin að nálgast núllið. Bygging virkjunarinnar var einn af orsakavöldum efnahagshrunsins 2008 eins og fram kemur í Rannsóknarskýrslu Alþingis frá 2010[2]. Óspillt náttúra er bjargvætturinn Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er hún því ein stöðugasta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir. Til að reisa við ferðaþjónustuna þurfum við að tefla fram okkar sterkustu leikmönnum: Íslenskum náttúruperlum. Þjóðgarður á hálendi Íslands vekti heimsathygli og myndi að auki stuðla að sjálfbærri og skipulagðri nýtingu hálendisins. Lærum af reynslunni Þegar við reisum við efnahagslífið eftir heimsfaraldurinn sem nú geisar skulum við læra af árangri og mistökum fyrri ríkisstjórna í tilraunum þeirra til þess að glæða efnahaginn lífi. Stórt séð virðast þær aðgerðir á þessari öld sem fela í sér eyðileggingu náttúru ekki hafa skilað efnahagslegum ábata. Óspillt náttúra hefur hins vegar verið tryggur bandamaður. Við verðum að bera gæfu til þess að tryggja verndun íslenskrar náttúru til frambúðar í þessari efnahagslægð. Hún er dýrmætasti og stöðugasti lífeyrissjóður okkar. Okkur ber ekki bara skylda til að vernda hana heldur er það efnahagslega sjálfbært. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. [1] Kárahnjúkavirkjun dýrust miðaða við framleiðslugetu (2011, 5. september). Markaðurinn, bls 5. [2] Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir (2010) Rannsóknarnefnd Alþingis. Alþingi, Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Auður Önnu Magnúsdóttir Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Hvað varð okkur til bjargar í síðasta efnahagshruni? Það var ekki tilvist Kárahnjúkavirkjunar, ekki bygging virkjunar á Þeistareykjum eða kísilversins á Bakka og alls ekki kísilver United Silicon á Suðurnesjum. Hingað til lands hefur fólk komið til þess að skoða kyngi mögnuð víðerni, einstakar jarðmyndanir, fagra fossa og kröftug jarðhitasvæði. Íslensk náttúra á engan sinn líka í heiminum enda segja 80 prósent þeirra ferðamanna sem hafa sótt Ísland heim að hún sé meginástæða heimsóknarinnar. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í kjölfar hrunsins 2008 voru margvíslegar. Þær aðgerðir sem fólu í sér eyðileggingu á íslenskri náttúru reyndust þó í besta falli skaðlausar fyrir efnahagslífið, í versta falli stór útgjaldaliður, eins og kísilver United Silicon og kísilver PCC á Bakka. Beinn kostnaður ríkis vegna Bakka 4,2 milljarðar Beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna kísilversins á Bakka hefur verið áætlaður 4,2 milljarðar króna. Að auki hefur það heimild til þess að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem auka losun Íslands um 8 prósent. Síðast en ekki síst spilltu orkuvinnsla og línulagnir vegna kísilsversins íslenskri náttúru varanlega. Kísilverið á nú í töluverðum rekstrarvandræðum og skilar litlum sem engum tekjum í þjóðarbúið. Óþarfi er að fara mörgum orðum um kísilver United Silocon. Það stendur óstarfhæft sem minnisvarði um mislukkaða stefnu sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð. Sáralítil arðsemi af Kárahnjúkum Kárahnjúkavirkjun var byggð í trássi við náttúruverndar-, skipulags- og stjórnsýslulög í von um fjárhagslegan gróða. Virkjunin átti að skila Landsvirkjun 14 prósent arðsemi en var í raun aðeins 3,5 prósent árið 2011[1]. Þar sem arðsemin er tengd álverði og það hefur lækkað síðan 2011 er hún líklega farin að nálgast núllið. Bygging virkjunarinnar var einn af orsakavöldum efnahagshrunsins 2008 eins og fram kemur í Rannsóknarskýrslu Alþingis frá 2010[2]. Óspillt náttúra er bjargvætturinn Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er hún því ein stöðugasta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir. Til að reisa við ferðaþjónustuna þurfum við að tefla fram okkar sterkustu leikmönnum: Íslenskum náttúruperlum. Þjóðgarður á hálendi Íslands vekti heimsathygli og myndi að auki stuðla að sjálfbærri og skipulagðri nýtingu hálendisins. Lærum af reynslunni Þegar við reisum við efnahagslífið eftir heimsfaraldurinn sem nú geisar skulum við læra af árangri og mistökum fyrri ríkisstjórna í tilraunum þeirra til þess að glæða efnahaginn lífi. Stórt séð virðast þær aðgerðir á þessari öld sem fela í sér eyðileggingu náttúru ekki hafa skilað efnahagslegum ábata. Óspillt náttúra hefur hins vegar verið tryggur bandamaður. Við verðum að bera gæfu til þess að tryggja verndun íslenskrar náttúru til frambúðar í þessari efnahagslægð. Hún er dýrmætasti og stöðugasti lífeyrissjóður okkar. Okkur ber ekki bara skylda til að vernda hana heldur er það efnahagslega sjálfbært. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. [1] Kárahnjúkavirkjun dýrust miðaða við framleiðslugetu (2011, 5. september). Markaðurinn, bls 5. [2] Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir (2010) Rannsóknarnefnd Alþingis. Alþingi, Reykjavík.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun