Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2020 13:25 Hér má sjá hvernig aðstæður eru á kjörstöðum í Wisconsin. AP/Scott Trindl Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. Þrátt fyrir að fólki hafi verið skipað að halda sig heima er sömuleiðis verið að biðja kjósendur um að taka þátt í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar seinna á árinu og í kosningu um sæti í Hæstarétti Wisconsin. Það er vegna ákvörðunar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem tekin var í gær um að ríkisstjóri Wisconsin geti ekki tekið einhliða ákvörðun um að fresta kosningum. Repúblikanar vildu ekki fresta kosningunum Málið á sér þó nokkurn aðdraganda. Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsin og Demókrati, hefur verið ragur við að fresta forvalinu, vegna mótstöðu Repúblikana, sem eru í meirihluta í þingi ríksins. Repúblikanar eru sömuleiðis í meirihluta Hæstaréttar Wisconsin. Þegar Evers gaf út tilskipun í gærkvöldi um að fresta ætti kosningunum þvert á mótmæli Repúblikana í þinginu, tók það Hæstarétt Wisconsin einungis fjórar klukkustundir að gefa út úrskurð um að Evers gæti ekki frestað kosningunum án aðkomu þingsins. Ríkisstjórinn sjálfur hafði þó dregið það í efa og þess vegna hafði hann ekki reynt það fyrr. Hæstiréttur Bandaríkjanna fylgdi því svo eftir skömmu seinna og sneri við úrskurði lægri dómstóls sem lengdi tímabilið sem tekið yrði á móti utankjörfundaratkvæðum. Sá úrskurður fylgdi einnig flokkslínum, 5-4. Ruth Bader Ginsburg, sem skipuð var af Demókrata, mótmælti þeirri niðurstöðu og gagnrýndi meirihluta dómara. Hún sagði heimsfaraldurinn hafa þegar leitt til gífurlegrar fjölgunar í utankjörfundaratkvæðum og nú yrði ljóst að atkvæði þúsunda kjósenda myndu ekki skila sér. Frambjóðendurnir Joe Biden og Bernie Sanders voru báðir samþykkir því að kosningunum yrði frestað og segja hættulegt að svo verði ekki. Íbúar Wisconsin mótmæla ákvörðun Hæstaréttar ríkisins.AP/Amber Arnold Repúblikanar vilja minni þátttöku Vegna smithættunnar hafa þúsundir sjálfboðaliða hætt við að hjálpa við framkvæmd þeirra. Til marks um þá miklu manneklu sem hefur myndast hafa yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, fækkað kjörstöðum úr 180 í fimm. Þjóðvarðlið Wisconsin hefur verið kallað út til að hjálpa til við framkvæmd kosninganna. Repúblikanar eru sannfærðir um að lægri þátttaka í kosningunum, og þá sérstaklega í fjölmennum byggðum eins og Milwaukee, muni hagnast þeirra frambjóðanda til Hæstaréttar ríkisins. Strjálbýlli svæði, þar sem kjósendur eru líklegri til að aðhyllast Repúblikanaflokknum, verða fyrir minni truflunum. Mikið deilt í Wisconsin Stjórnmálin í Wisconsin hafa harðnað mikið á undanförnum árum. Donald Trump, forseti, vann ríkið í kosningunum 2016 með einungis 26 þúsund atkvæðum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans, hafði talið sigur sinn þar öruggan og heimsótti ríkið ekki í kosningabaráttunni. Til marks um breytinguna hafa allir stærstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins, auk Barack Obama, fyrrverandi forseta, heimsótt ríkið á undanförnum mánuðum. Margir Repúblikanar telja Wisconsin vera ríkið sem færði Trump lyklana að Hvíta húsinu og í síðustu kosningum hafa báðir flokkar varið gífurlegum fjármunum í kosningabaráttu þar. Þingkosningarnar 2018 þóttu sérstaklega grimmilegar. Trump sjálfur hefur tekið þátt í deilunum um kosningarnar í Wisconsin. Hann sakaði til að mynda Evers um bellibrögð, þegar hann reyndi að fresta kosingunum og hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttuni. Í nótt tísti hann til að mynda stuðningsyfirlýsingu við frambjóðanda Repúblikanaflokksins til Hæstaréttar. Vote today, Tuesday, for highly respected Republican, Justice Daniel Kelly. Tough on Crime, loves your Military, Vets, Farmers, & will save your 2nd Amendment. A BIG VOTE! https://t.co/1FPYjzZCoH— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 7, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. Þrátt fyrir að fólki hafi verið skipað að halda sig heima er sömuleiðis verið að biðja kjósendur um að taka þátt í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar seinna á árinu og í kosningu um sæti í Hæstarétti Wisconsin. Það er vegna ákvörðunar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem tekin var í gær um að ríkisstjóri Wisconsin geti ekki tekið einhliða ákvörðun um að fresta kosningum. Repúblikanar vildu ekki fresta kosningunum Málið á sér þó nokkurn aðdraganda. Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsin og Demókrati, hefur verið ragur við að fresta forvalinu, vegna mótstöðu Repúblikana, sem eru í meirihluta í þingi ríksins. Repúblikanar eru sömuleiðis í meirihluta Hæstaréttar Wisconsin. Þegar Evers gaf út tilskipun í gærkvöldi um að fresta ætti kosningunum þvert á mótmæli Repúblikana í þinginu, tók það Hæstarétt Wisconsin einungis fjórar klukkustundir að gefa út úrskurð um að Evers gæti ekki frestað kosningunum án aðkomu þingsins. Ríkisstjórinn sjálfur hafði þó dregið það í efa og þess vegna hafði hann ekki reynt það fyrr. Hæstiréttur Bandaríkjanna fylgdi því svo eftir skömmu seinna og sneri við úrskurði lægri dómstóls sem lengdi tímabilið sem tekið yrði á móti utankjörfundaratkvæðum. Sá úrskurður fylgdi einnig flokkslínum, 5-4. Ruth Bader Ginsburg, sem skipuð var af Demókrata, mótmælti þeirri niðurstöðu og gagnrýndi meirihluta dómara. Hún sagði heimsfaraldurinn hafa þegar leitt til gífurlegrar fjölgunar í utankjörfundaratkvæðum og nú yrði ljóst að atkvæði þúsunda kjósenda myndu ekki skila sér. Frambjóðendurnir Joe Biden og Bernie Sanders voru báðir samþykkir því að kosningunum yrði frestað og segja hættulegt að svo verði ekki. Íbúar Wisconsin mótmæla ákvörðun Hæstaréttar ríkisins.AP/Amber Arnold Repúblikanar vilja minni þátttöku Vegna smithættunnar hafa þúsundir sjálfboðaliða hætt við að hjálpa við framkvæmd þeirra. Til marks um þá miklu manneklu sem hefur myndast hafa yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, fækkað kjörstöðum úr 180 í fimm. Þjóðvarðlið Wisconsin hefur verið kallað út til að hjálpa til við framkvæmd kosninganna. Repúblikanar eru sannfærðir um að lægri þátttaka í kosningunum, og þá sérstaklega í fjölmennum byggðum eins og Milwaukee, muni hagnast þeirra frambjóðanda til Hæstaréttar ríkisins. Strjálbýlli svæði, þar sem kjósendur eru líklegri til að aðhyllast Repúblikanaflokknum, verða fyrir minni truflunum. Mikið deilt í Wisconsin Stjórnmálin í Wisconsin hafa harðnað mikið á undanförnum árum. Donald Trump, forseti, vann ríkið í kosningunum 2016 með einungis 26 þúsund atkvæðum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans, hafði talið sigur sinn þar öruggan og heimsótti ríkið ekki í kosningabaráttunni. Til marks um breytinguna hafa allir stærstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins, auk Barack Obama, fyrrverandi forseta, heimsótt ríkið á undanförnum mánuðum. Margir Repúblikanar telja Wisconsin vera ríkið sem færði Trump lyklana að Hvíta húsinu og í síðustu kosningum hafa báðir flokkar varið gífurlegum fjármunum í kosningabaráttu þar. Þingkosningarnar 2018 þóttu sérstaklega grimmilegar. Trump sjálfur hefur tekið þátt í deilunum um kosningarnar í Wisconsin. Hann sakaði til að mynda Evers um bellibrögð, þegar hann reyndi að fresta kosingunum og hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttuni. Í nótt tísti hann til að mynda stuðningsyfirlýsingu við frambjóðanda Repúblikanaflokksins til Hæstaréttar. Vote today, Tuesday, for highly respected Republican, Justice Daniel Kelly. Tough on Crime, loves your Military, Vets, Farmers, & will save your 2nd Amendment. A BIG VOTE! https://t.co/1FPYjzZCoH— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 7, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira