Mesti samdráttur í heila öld rætist svartsýnustu spár Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. apríl 2020 18:40 Fjármála- og efnahagsráðherra segir áhrif kórónuveirufaraldursins miklu meiri en gert hafi verið ráð fyrir í mars. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Augljóst sé að stjórnvöld þurfi að koma inn af meiri krafi til að spyrna við á móti efnahagsþrengingum. Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var staðan í þjóðfélaginu til umræðu og sömuleiðis farið yfir næstu skref vegna kórónuveirufaraldursins. Lögð var til breyting á þeim málum sem ríkisstjórnin hugðist leggja fram á alþingi, sem þýðir að sum mál munu ekki verða tekin fyrir en önnur munu koma inn í staðinn. Stærsta verkefni ráðherranna núna er að takast á við afleiðingar kórónuveirufaraldursins sem þegar hefur haft gífurleg áhrif og á sér engin fordæmi. Hlutafjáraukningin til Isavia til skilyrt við að ráðist sé í framkvæmdir strax á þessu ári.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun ákvörðun um hlutafjáraukningu um fjóra milljarða til Isavia, til að flýta framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli og er það hluti af aðgerðum til að spyrna við þeim efnahagsþrengingum sem fram undan eru. Áætlaður fjöldi nýrra starfa sem verða til vegna framkvæmdanna er á bilinu fimmtíu til hundrað tuttugu og fimm. Fyrir tæpum þremur vikum kynnti forysta ríkisstjórnarinnar 230 milljarða króna aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar. Bjarni segir að bæta þurfi verulega í. Rætist svartsýnasta spá verður samdrátturinn sá mesti í heila öld „Það er enginn spurning að efnahagslegu áhrifin af því sem er að eiga sér stað eru miklu meiri heldur en við sáum í upphafi marsmánaðar,“ segir Bjarni. Vegna ferðatakmarkana og samkomubanns víða um heim hefur ferðaþjónustan og orðið einna verst úti. Forysta ríkisstjórnarinnar kynnir fyrstu aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursinsVísir/Vilhelm „Ef að svartsýnustu spár ganga eftir fyrir árið 2020, til dæmis um komu ferðamanna, að þá erum við að sjá mesta samdrátt hér, jafnvel í heila öld á Íslandi,“ segir Bjarni. Á alþingi í upphafi mánaðarins sagði fjármála- og efnahagsráðherra að fljótlega þyrfti að taka afstöðu til þess hversu langt stjórnvöld væru mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði, tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis. „Beinn stuðningur hefur ekki verið ákveðinn. Við erum að fylgjast með því frá degi til dags hvernig úrræðin okkar eru að nýtast. Hvernig okkur tekst að leysa vanda þeirra sem að við vitum að eru að upplifa miklar þrengingar. En svo kemur meira og við munum stíga ölduna eftir því hvernig sjólagið er,“ segir Bjarni. Bjarni segir að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa þegar kynnt séu ekki nægar og meira þurfi til. „Það held ég að sé alveg augljóst að við munum þurfa að ganga lengra. Það er bara í hverri viku sem það þyngist róðurinn í efnahagslífinu,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. 7. apríl 2020 15:49 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Augljóst sé að stjórnvöld þurfi að koma inn af meiri krafi til að spyrna við á móti efnahagsþrengingum. Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var staðan í þjóðfélaginu til umræðu og sömuleiðis farið yfir næstu skref vegna kórónuveirufaraldursins. Lögð var til breyting á þeim málum sem ríkisstjórnin hugðist leggja fram á alþingi, sem þýðir að sum mál munu ekki verða tekin fyrir en önnur munu koma inn í staðinn. Stærsta verkefni ráðherranna núna er að takast á við afleiðingar kórónuveirufaraldursins sem þegar hefur haft gífurleg áhrif og á sér engin fordæmi. Hlutafjáraukningin til Isavia til skilyrt við að ráðist sé í framkvæmdir strax á þessu ári.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun ákvörðun um hlutafjáraukningu um fjóra milljarða til Isavia, til að flýta framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli og er það hluti af aðgerðum til að spyrna við þeim efnahagsþrengingum sem fram undan eru. Áætlaður fjöldi nýrra starfa sem verða til vegna framkvæmdanna er á bilinu fimmtíu til hundrað tuttugu og fimm. Fyrir tæpum þremur vikum kynnti forysta ríkisstjórnarinnar 230 milljarða króna aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar. Bjarni segir að bæta þurfi verulega í. Rætist svartsýnasta spá verður samdrátturinn sá mesti í heila öld „Það er enginn spurning að efnahagslegu áhrifin af því sem er að eiga sér stað eru miklu meiri heldur en við sáum í upphafi marsmánaðar,“ segir Bjarni. Vegna ferðatakmarkana og samkomubanns víða um heim hefur ferðaþjónustan og orðið einna verst úti. Forysta ríkisstjórnarinnar kynnir fyrstu aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursinsVísir/Vilhelm „Ef að svartsýnustu spár ganga eftir fyrir árið 2020, til dæmis um komu ferðamanna, að þá erum við að sjá mesta samdrátt hér, jafnvel í heila öld á Íslandi,“ segir Bjarni. Á alþingi í upphafi mánaðarins sagði fjármála- og efnahagsráðherra að fljótlega þyrfti að taka afstöðu til þess hversu langt stjórnvöld væru mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði, tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis. „Beinn stuðningur hefur ekki verið ákveðinn. Við erum að fylgjast með því frá degi til dags hvernig úrræðin okkar eru að nýtast. Hvernig okkur tekst að leysa vanda þeirra sem að við vitum að eru að upplifa miklar þrengingar. En svo kemur meira og við munum stíga ölduna eftir því hvernig sjólagið er,“ segir Bjarni. Bjarni segir að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa þegar kynnt séu ekki nægar og meira þurfi til. „Það held ég að sé alveg augljóst að við munum þurfa að ganga lengra. Það er bara í hverri viku sem það þyngist róðurinn í efnahagslífinu,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. 7. apríl 2020 15:49 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. 7. apríl 2020 15:49