Þrefalt fleiri leituðu til Píeta vegna sjálfsvígshugsana í apríl: Fleiri foreldrar leita til samtakanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. maí 2020 20:00 Fjöldi þeirra sem leita til Píeta samtakanna vegna sjálfsvígshugsana er þrefalt meiri í apríl mánuði í ár en í sama mánuði í fyrra. Þá leita fleiri áhyggjufullir foreldrar til samtakanna vegna barna sinna. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum.„Nú eru margir að að upplifa áföll, hafa jafnvel verið hræddir út af faraldri, upplifað ótta, upplifað fjarhagslegt óöryggi og svo kannski í kjölfarið fylgir atvinnumissir,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta og bætir við að fólk sé misjafnlega í stakk búið til að takast á við áföll. Þá hafi rannsóknir sýnt fram á aukna tíðni sjálfvíga og sjálfvígshugsana á tímum faraldurs. Í apríl fyrra komu 64 einstaklingar í viðtal til samtakanna. „Nú eru það vel yfir tvö hundruð í apríl,“ segir Kristín. Þá hefur verið mikil aukning á símtölum í gegn um símalínu samtakanna. „Í apríl fengum við yfir fimm hundruð símtöl í hús og við ætlum að bregðast við með því að opna 24 tíma símalínu til að reyna sinna þörfinni,“ segir Kristín. Það sé allur gangur á því hverjir leiti til samtakanna. „Okkar aðal hópur í apríl hafa verið karlmenn og aðstandendur fólks sem er að glíma með sjálfsvígshugsanir,“ segir Kristín. Fólkið sé öllum aldri en flestir á bilinu 18 til 30 ára eða 45 til 55 ára. „Það er svona viss aukning í að foreldrar séu að leita til okkar. Þá eiga þeir börn sem eru að glíma við sjálfsvígshugsanir eða eru að stunda sjálfsskaða á einhvern hátt,“ segir Kristín. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Fjöldi þeirra sem leita til Píeta samtakanna vegna sjálfsvígshugsana er þrefalt meiri í apríl mánuði í ár en í sama mánuði í fyrra. Þá leita fleiri áhyggjufullir foreldrar til samtakanna vegna barna sinna. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum.„Nú eru margir að að upplifa áföll, hafa jafnvel verið hræddir út af faraldri, upplifað ótta, upplifað fjarhagslegt óöryggi og svo kannski í kjölfarið fylgir atvinnumissir,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta og bætir við að fólk sé misjafnlega í stakk búið til að takast á við áföll. Þá hafi rannsóknir sýnt fram á aukna tíðni sjálfvíga og sjálfvígshugsana á tímum faraldurs. Í apríl fyrra komu 64 einstaklingar í viðtal til samtakanna. „Nú eru það vel yfir tvö hundruð í apríl,“ segir Kristín. Þá hefur verið mikil aukning á símtölum í gegn um símalínu samtakanna. „Í apríl fengum við yfir fimm hundruð símtöl í hús og við ætlum að bregðast við með því að opna 24 tíma símalínu til að reyna sinna þörfinni,“ segir Kristín. Það sé allur gangur á því hverjir leiti til samtakanna. „Okkar aðal hópur í apríl hafa verið karlmenn og aðstandendur fólks sem er að glíma með sjálfsvígshugsanir,“ segir Kristín. Fólkið sé öllum aldri en flestir á bilinu 18 til 30 ára eða 45 til 55 ára. „Það er svona viss aukning í að foreldrar séu að leita til okkar. Þá eiga þeir börn sem eru að glíma við sjálfsvígshugsanir eða eru að stunda sjálfsskaða á einhvern hátt,“ segir Kristín. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira