Segir Borgarleikhúsið nýta langsóttan lagabókstaf til að brjóta á réttindum starfsfólks Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. maí 2020 19:30 Sautján starfsmenn Borgarleikhússins hafa leitað til VR þar sem þeir fengu ekki greidd laun fyrir aprílmánuð. Formaður VR ætlar með málið fyrir dómstóla greiði leikhúsið starfsmönnunum ekki launin. Starfsmennirnir eru í minna en 45% starfshlutfalli og falla því ekki undir hlutabótaleið stjórnvalda. „Stjórnendur Borgarleikhússins taka þá ákvörðun að henda þessu starfsfólki út og segja því að fara á atvinnuleysisbætur án þess að greiða því laun um mánaðarmótin. Þetta er líklega með því ógeðfelldara sem ég hef orðið vitni af í mínu starfi sem formaður VR,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ragnar segir að VR hafi ítrekað reynt að ná sambandi við stjórnendur Borgarleikhússins án árangurs „Þau virðast ætla að standa fast á þessu og koma fram með svo ógeðfelldum hætti sem raun ber vitni. Horfa á þetta starfsfólk, starfsfólkiðá gólfinu sem skítugar gólftuskur og henda þeim út,“sagði Ragnar. Félagið ætli með málið fyrir dómstóla greiði Borgarleikhúsið starfsmönnum ekki launin. Borgarleikhúsið.vísir/stefán Forsvarsmenn Borgarleikhússins höfnuðu viðtali við fréttastofu en sendu frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að leikhúsið hafi verið tekjulaust og útlit sé fyrir að svo verði áfram. Fyrirtækið sé nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrámeð vísan til 3. gr. laga um rétt verkafólks til uppsagnarfest frástörfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla. „Þetta ákvæði á að sjálfsögðu ekki við. Þarna á að nota mjög langsóttan gamlan lagabókstaf til að brjóta mjög svívirðilega á réttindum og kjörum þessa hóps sem um ræðir í Borgarleikhúsinu,“sagði Ragnar. Leikhús Menning Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Borgarleikhúsið segist nauðbeygt til þess að taka starfsmenn af launaskrá Forsvarsmenn leikhússins vísa til ákvæða í lögum nr. 19/1979 um ófyrirsjáanleg áföll fyrirtækja, eða „force majeure.“ Þau segja engin önnur úrræði stjórnvalda hafa staðið til boða. 14. maí 2020 17:11 Bjóst við svona hegðun frá „harðsvíruðum glæpamönnum og kapítalistum“ en ekki Borgarleikhúsinu Formaður VR segir framkomu Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“ 14. maí 2020 13:47 Krefjast þess að Borgarleikhúsið greiði laun tafarlaust Stjórn VR krefst þess að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45% starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. 14. maí 2020 12:41 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Sautján starfsmenn Borgarleikhússins hafa leitað til VR þar sem þeir fengu ekki greidd laun fyrir aprílmánuð. Formaður VR ætlar með málið fyrir dómstóla greiði leikhúsið starfsmönnunum ekki launin. Starfsmennirnir eru í minna en 45% starfshlutfalli og falla því ekki undir hlutabótaleið stjórnvalda. „Stjórnendur Borgarleikhússins taka þá ákvörðun að henda þessu starfsfólki út og segja því að fara á atvinnuleysisbætur án þess að greiða því laun um mánaðarmótin. Þetta er líklega með því ógeðfelldara sem ég hef orðið vitni af í mínu starfi sem formaður VR,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ragnar segir að VR hafi ítrekað reynt að ná sambandi við stjórnendur Borgarleikhússins án árangurs „Þau virðast ætla að standa fast á þessu og koma fram með svo ógeðfelldum hætti sem raun ber vitni. Horfa á þetta starfsfólk, starfsfólkiðá gólfinu sem skítugar gólftuskur og henda þeim út,“sagði Ragnar. Félagið ætli með málið fyrir dómstóla greiði Borgarleikhúsið starfsmönnum ekki launin. Borgarleikhúsið.vísir/stefán Forsvarsmenn Borgarleikhússins höfnuðu viðtali við fréttastofu en sendu frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að leikhúsið hafi verið tekjulaust og útlit sé fyrir að svo verði áfram. Fyrirtækið sé nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrámeð vísan til 3. gr. laga um rétt verkafólks til uppsagnarfest frástörfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla. „Þetta ákvæði á að sjálfsögðu ekki við. Þarna á að nota mjög langsóttan gamlan lagabókstaf til að brjóta mjög svívirðilega á réttindum og kjörum þessa hóps sem um ræðir í Borgarleikhúsinu,“sagði Ragnar.
Leikhús Menning Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Borgarleikhúsið segist nauðbeygt til þess að taka starfsmenn af launaskrá Forsvarsmenn leikhússins vísa til ákvæða í lögum nr. 19/1979 um ófyrirsjáanleg áföll fyrirtækja, eða „force majeure.“ Þau segja engin önnur úrræði stjórnvalda hafa staðið til boða. 14. maí 2020 17:11 Bjóst við svona hegðun frá „harðsvíruðum glæpamönnum og kapítalistum“ en ekki Borgarleikhúsinu Formaður VR segir framkomu Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“ 14. maí 2020 13:47 Krefjast þess að Borgarleikhúsið greiði laun tafarlaust Stjórn VR krefst þess að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45% starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. 14. maí 2020 12:41 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Borgarleikhúsið segist nauðbeygt til þess að taka starfsmenn af launaskrá Forsvarsmenn leikhússins vísa til ákvæða í lögum nr. 19/1979 um ófyrirsjáanleg áföll fyrirtækja, eða „force majeure.“ Þau segja engin önnur úrræði stjórnvalda hafa staðið til boða. 14. maí 2020 17:11
Bjóst við svona hegðun frá „harðsvíruðum glæpamönnum og kapítalistum“ en ekki Borgarleikhúsinu Formaður VR segir framkomu Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“ 14. maí 2020 13:47
Krefjast þess að Borgarleikhúsið greiði laun tafarlaust Stjórn VR krefst þess að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45% starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. 14. maí 2020 12:41
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum