Ítalski fjölmiðillinn Corriere dello Sport greinir frá því að Cristiano Ronaldo gæti snúið aftur til Real Madrid næsta sumar og er kaupverðið talið í kringum 50 milljónir punda.
Fjölmiðillinn greinir frá því að kórónuveiran hefur haft áhrif á mörg knattspyrnufélög og þar er Juventus ekki undanskilið. Spænsku risarnir eru tilbúnir að fá einn sinn dáðasta son til baka.
Ronaldo er launahæsti leikmaður ítalska boltans en hann fær 27,5 milljónir punda á tímabili. Hann er samningsbundinn Juve til ársins 2022 en leikmenn félagsins hafa nú þegar tekið á sig launalækkun vegna veirunnar. Ronaldo verður að 10 milljónum punda vegna þessa.
Juventus are willing to let Cristiano Ronaldo go back to his former club Real Madrid for £50m.https://t.co/mlvmdlK7UK
— Sky Sports Football (@SkyFootball) April 8, 2020
Ronaldo gekk í raðir Juventus frá Real Madrid árið 2018 fyrir 100 milljónir punda en nú segja ítalskir miðlar að hann sé fáanlegur á hálfvirði. Hann hefur skorað 53 í 75 leikjum fyrir Juventus.
Portúgalinn er eðlilega elskaður og dáður í Madrídarlandi en þar vann hann hvern titilinn á fætur öðrum.