Kane styður hetjurnar í fremstu víglínu gegn faraldrinum og sitt gamla félag Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2020 19:30 Harry Kane með nýju aðalliðstreyju Leyton Orient. TWITTER/@HKANE Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands í fótbolta, er mikið gæðablóð ef mið er tekið af ákvörðun hans um að sýna heilbrigðisstarfsfólki stuðning og styrkja um leið sitt gamla félag Leyton Orient. Kane, sem er 26 ára gamall og hefur raðað inn mörkum fyrir Tottenham síðustu ár, lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Leyton Orient árið 2011. Hann hefur nú keypt auglýsingu framan á búningum Orient fyrir næstu leiktíð. Kane hefur svo ákveðið að á aðalbúningi Orient verði kveðja til heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem staðið hafa í fremstu víglínu í baráttunni gegn kórónuveirunni. Á varabúningunum tveimur verða auglýsingar fyrir annars vegar barnaspítala og hins vegar góðgerðafélag sem vinnur að bættri andlegri heilsu. Very proud to announce that I'm supporting the club that gave me my first pro start and three amazing causes by sponsoring @leytonorientfc's shirts for the 2020/21 season. pic.twitter.com/hTh1M7xNf3— Harry Kane (@HKane) May 14, 2020 Orient mun láta 10 prósent tekna af seldum treyjum renna til þessara góðgerðamála. „Ég er fæddur og uppalinn nokkrum mílum frá heimavelli Orient og ég er mjög ánægður með að fá tækifæri til að gefa eitthvað til baka til félagsins sem gaf mér fyrsta tækifærið sem atvinnumaður. Þetta gefur mér líka færi á að þakka kærlega þeim hetjum sem staðið hafa í fremstu víglínu, og góðgerðafélögum sem hjálpa og styðja við fólk á þessum erfiðu tímum,“ sagði Kane. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Bretland Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands í fótbolta, er mikið gæðablóð ef mið er tekið af ákvörðun hans um að sýna heilbrigðisstarfsfólki stuðning og styrkja um leið sitt gamla félag Leyton Orient. Kane, sem er 26 ára gamall og hefur raðað inn mörkum fyrir Tottenham síðustu ár, lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Leyton Orient árið 2011. Hann hefur nú keypt auglýsingu framan á búningum Orient fyrir næstu leiktíð. Kane hefur svo ákveðið að á aðalbúningi Orient verði kveðja til heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem staðið hafa í fremstu víglínu í baráttunni gegn kórónuveirunni. Á varabúningunum tveimur verða auglýsingar fyrir annars vegar barnaspítala og hins vegar góðgerðafélag sem vinnur að bættri andlegri heilsu. Very proud to announce that I'm supporting the club that gave me my first pro start and three amazing causes by sponsoring @leytonorientfc's shirts for the 2020/21 season. pic.twitter.com/hTh1M7xNf3— Harry Kane (@HKane) May 14, 2020 Orient mun láta 10 prósent tekna af seldum treyjum renna til þessara góðgerðamála. „Ég er fæddur og uppalinn nokkrum mílum frá heimavelli Orient og ég er mjög ánægður með að fá tækifæri til að gefa eitthvað til baka til félagsins sem gaf mér fyrsta tækifærið sem atvinnumaður. Þetta gefur mér líka færi á að þakka kærlega þeim hetjum sem staðið hafa í fremstu víglínu, og góðgerðafélögum sem hjálpa og styðja við fólk á þessum erfiðu tímum,“ sagði Kane.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Bretland Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira