Skákpar lést af völdum hláturgass í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2020 15:52 Hláturgas hefur verið notað sem vímugjafi og andar fólk gasinu þá að sér úr blöðru. Gasið getur haft hættulegar afleiðingar fyrir heilsu fólks. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Tveir úkraínskir atvinnumenn í skák fundust látnir í íbúð sinni í Moskvu í gærkvöldi og virðast hafa látið lífið af völdum hláturgass. Lögreglumenn fundu gasblöðrur með hlátursgasi í íbúð fólksins sem var par. Hláturgas hefur verið notað sem deyfingarlyf en einnig sem vímugjafi sem hefur verið tengdur við fjölda dauðsfalla. Stanislav Bogdanovitsj, 27 ára, og Alexandra Vernigora, átján ára, voru stóðu bæði framarlega í skák. Hann var stórmeistari og vann landsmót 18 ára og yngri í heimalandinu Úkraínu á sínum tíma. Rússnesk skáksíða segir að Bodanovitsj hafi um tíma verið talinn áttundi besti hraðskákmaður í heimi árið 2015. Vernigora var einnig atvinnumaður í skák auk þess sem hún nam við Ríkisháskólann í Moskvu. Rússneska lögreglan segir að engin ummerki um átök hafi verið að finna í íbúðinni. Við hlið líkanna fundust blöðrur með nituroxíði en þeir sem neyta gassins sem vímugjafa gera það með því að anda því að sér í gegnum blöðrur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússneskir fjölmiðlar halda því fram að parið hafi fundist með plastpoka yfir höfðinu og með hláturgashylki við hlið sér, að sögn AP-fréttastofunnar. Bogdanovitsj sætti töluverðri gagnrýni þegar hann keppti fyrir hönd Rússlands í skák á netinu gegn Úkraínu og hafði sigur. Rússland og Úkraína hafa átt í óbeinu stríði í austurhluta Úkraína frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Bogdanovitsj réttlætti ákvörðun sína um að keppa fyrir Rússland með því að hann væri gestur í landinu og þar hefði verið komið vel fram við hann. Þátttaka hans í mótinu væri framlag hans til að stuðla að bættum samskiptum á milli ríkjanna tveggja. Hlátursgas getur valdið öndunarerfiðleikum, hættulega örum hjartslætti og brunasárum. Skák Rússland Úkraína Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Tveir úkraínskir atvinnumenn í skák fundust látnir í íbúð sinni í Moskvu í gærkvöldi og virðast hafa látið lífið af völdum hláturgass. Lögreglumenn fundu gasblöðrur með hlátursgasi í íbúð fólksins sem var par. Hláturgas hefur verið notað sem deyfingarlyf en einnig sem vímugjafi sem hefur verið tengdur við fjölda dauðsfalla. Stanislav Bogdanovitsj, 27 ára, og Alexandra Vernigora, átján ára, voru stóðu bæði framarlega í skák. Hann var stórmeistari og vann landsmót 18 ára og yngri í heimalandinu Úkraínu á sínum tíma. Rússnesk skáksíða segir að Bodanovitsj hafi um tíma verið talinn áttundi besti hraðskákmaður í heimi árið 2015. Vernigora var einnig atvinnumaður í skák auk þess sem hún nam við Ríkisháskólann í Moskvu. Rússneska lögreglan segir að engin ummerki um átök hafi verið að finna í íbúðinni. Við hlið líkanna fundust blöðrur með nituroxíði en þeir sem neyta gassins sem vímugjafa gera það með því að anda því að sér í gegnum blöðrur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússneskir fjölmiðlar halda því fram að parið hafi fundist með plastpoka yfir höfðinu og með hláturgashylki við hlið sér, að sögn AP-fréttastofunnar. Bogdanovitsj sætti töluverðri gagnrýni þegar hann keppti fyrir hönd Rússlands í skák á netinu gegn Úkraínu og hafði sigur. Rússland og Úkraína hafa átt í óbeinu stríði í austurhluta Úkraína frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Bogdanovitsj réttlætti ákvörðun sína um að keppa fyrir Rússland með því að hann væri gestur í landinu og þar hefði verið komið vel fram við hann. Þátttaka hans í mótinu væri framlag hans til að stuðla að bættum samskiptum á milli ríkjanna tveggja. Hlátursgas getur valdið öndunarerfiðleikum, hættulega örum hjartslætti og brunasárum.
Skák Rússland Úkraína Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira