Uppljóstrarinn í Clinton-hneykslinu látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 22:29 Linda Tripp ræðir hér við fjölmiðlafólk fyrir utan dómshús í Washington DC árið 1998, AP/Khue Bui Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. Hún var sjötug. Hún starfaði fyrir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna á tíunda áratugnum og vann sér það helst til frægðar að hafa hljóðritað samtöl hennar við Monicu Lewinsky, sem þá var starfsnemi í Hvíta húsinu, um samband hennar og Clinton. Fjölskylda Tripp segir að hún hafi verið langveik og að andlát hennar megi ekki rekja til yfirstandandi kórónuveirufaraldurs, sem hefur komið harðast niður í Bandaríkjunum. Börn hennar minnast móður sinnar sem „sérstakrar manneskju“ og „frábærrar ömmu.“ Heimsbyggðin mun þó án efa minnast hennar sem eins helsta uppljóstrarans í líklega stærsta pólitíska hneyksli tíunda áratugarins. Upptökur Tripp af samtölum hennar og Monicu Lewinsky þóttu staðfesta með óyggjandi hætti að forsetinn hafi átt í kynferðislegu samneyti við starfsnemann. Hún lét upptökurnar í hendur rannsóknarnefndar sem hafði meint embættisbrot forsetans til skoðunar og var Clinton að endingu ákærður til embættismissis. Aðspurð hvað vakti fyrir henni sagði Tripp jafnan að hún hafi viljað afhjúpa Clinton. Hún hafi talið forsetann vera kynferðisbrotamann sem herjaði á konur. Tripp sagðist þannig aðeins hafa séð eftir einu í öllu ferlinu - að hafa ekki brugðist fyrr við. Lewinsky hugsaði Tripp þegjandi þörfina fyrir afhjúpanir hennar og taldi hana hafa farið á bakvið sig. „Ég hata Lindu Tripp,“ sagði Lewinsky meðal annars í réttarsal á tíunda áratugnum. Hún sendi Tripp hins vegar batakveðjur á Twitter í kvöld, áður en fregnir af andláti hennar bárust. no matter the past, upon hearing that linda tripp is very seriously ill, i hope for her recovery. i can t imagine how difficult this is for her family.— Monica Lewinsky (@MonicaLewinsky) April 8, 2020 Bandaríkin Andlát Bill Clinton Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. Hún var sjötug. Hún starfaði fyrir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna á tíunda áratugnum og vann sér það helst til frægðar að hafa hljóðritað samtöl hennar við Monicu Lewinsky, sem þá var starfsnemi í Hvíta húsinu, um samband hennar og Clinton. Fjölskylda Tripp segir að hún hafi verið langveik og að andlát hennar megi ekki rekja til yfirstandandi kórónuveirufaraldurs, sem hefur komið harðast niður í Bandaríkjunum. Börn hennar minnast móður sinnar sem „sérstakrar manneskju“ og „frábærrar ömmu.“ Heimsbyggðin mun þó án efa minnast hennar sem eins helsta uppljóstrarans í líklega stærsta pólitíska hneyksli tíunda áratugarins. Upptökur Tripp af samtölum hennar og Monicu Lewinsky þóttu staðfesta með óyggjandi hætti að forsetinn hafi átt í kynferðislegu samneyti við starfsnemann. Hún lét upptökurnar í hendur rannsóknarnefndar sem hafði meint embættisbrot forsetans til skoðunar og var Clinton að endingu ákærður til embættismissis. Aðspurð hvað vakti fyrir henni sagði Tripp jafnan að hún hafi viljað afhjúpa Clinton. Hún hafi talið forsetann vera kynferðisbrotamann sem herjaði á konur. Tripp sagðist þannig aðeins hafa séð eftir einu í öllu ferlinu - að hafa ekki brugðist fyrr við. Lewinsky hugsaði Tripp þegjandi þörfina fyrir afhjúpanir hennar og taldi hana hafa farið á bakvið sig. „Ég hata Lindu Tripp,“ sagði Lewinsky meðal annars í réttarsal á tíunda áratugnum. Hún sendi Tripp hins vegar batakveðjur á Twitter í kvöld, áður en fregnir af andláti hennar bárust. no matter the past, upon hearing that linda tripp is very seriously ill, i hope for her recovery. i can t imagine how difficult this is for her family.— Monica Lewinsky (@MonicaLewinsky) April 8, 2020
Bandaríkin Andlát Bill Clinton Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira