Nýtur góðs af því að hafa alist upp á Siglufirði Andri Eysteinsson skrifar 10. apríl 2020 11:36 Siglfirðingurinn Alma D. Möller settist niður með Heimi Karlssyni og ræddi meðal annars æskuárin. Vísir/Vilhelm „Það var æðislegt að alast upp á Siglufirði,“ segir Alma Dagbjört Möller, landlæknir um uppvaxtarárin fyrir norðan. Mikið hefur mætt á Ölmu undanfarnar vikur vegna faraldurs kórónuveirunnar og hefur hún ásamt þeim Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni leitt aðgerðir Íslendinga gegn faraldrinum. Heimir Karlsson, útvarpsmaður, settist niður með Ölmu og ræddi við hana um æskuna, áhugamálin og feril Ölmu. „Mér fannst alltaf annaðhvort mjög vont veður eða mjög gott veður en ég var ánægð með hvoru tveggja. Mér fannst æðislegt að fara út að leika mér í stórhríð og maður var úti að leika lengi fram eftir þegar það var sól,“ sagði Alma um æskuslóðirnar. Alma er yngst sex systkina og segist í raun vera örverpið í fjölskyldunni. Nítján ára munur var á henni og elstu systur hennar en átta ár eru á milli Ölmu og næst yngsta barninu. Næstur Ölmu í aldri er eini bróðirinn í systkinahópnum, Kristján L. Möller fyrrverandi ráðherra og þingmaður. „Það var nóg um að vera á Siglufirði og margt hægt að gera,“ segir Alma. „Maður var á skíðum og oft á skautum í tunglsljósinu að horfa á norðurljósin. Á sumrin var maður uppi í fjalli og við bjuggum okkur til kajaka úr bárujárnsplötum, svo bræddi maður stál í götin eftir naglana. Svo fór maður á þessu út á eitthvað út á fjörð.“ Frá Siglufirði, bænum þar sem Alma D. Möller landlæknir ólst upp.Vísir/Egill Frelsið í uppvextinum var mikið hjá Ölmu og vinum hennar og ýmislegt gert sem að börn nú til dags kæmust varla upp með. „Það sem við komust upp með eiginlega,“ segir Alma hlægjandi og minnist þess að hafa leikið sér á bryggjunni og jafnvel úti á firðinum. „Við vorum einum of köld, svo held ég að við séum kannski einum of verndandi við börnin okkar í dag,“ segir Alma. Alma segist hafa notið góðs af því að hafa alist upp á Siglufirði. „Ég held að maður hafi alist upp við að vera mjög sjálfstæður og duglegur. Maður þurfti að koma sér í skólann í öllum veðrum og það var nú ekkert aldeilis verið að skutla börnunum þá. Ég held þetta hafi verið góður skóli og góður uppvöxtur.“ Alma segir að krakkarnir frá Siglufirði hafi rætt þetta og séu sammála um það að frjálsræðið og sjálfstæði í uppvextinum á Siglufirði hafi gert þeim gott. Fjallabyggð Viðtöl Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira
„Það var æðislegt að alast upp á Siglufirði,“ segir Alma Dagbjört Möller, landlæknir um uppvaxtarárin fyrir norðan. Mikið hefur mætt á Ölmu undanfarnar vikur vegna faraldurs kórónuveirunnar og hefur hún ásamt þeim Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni leitt aðgerðir Íslendinga gegn faraldrinum. Heimir Karlsson, útvarpsmaður, settist niður með Ölmu og ræddi við hana um æskuna, áhugamálin og feril Ölmu. „Mér fannst alltaf annaðhvort mjög vont veður eða mjög gott veður en ég var ánægð með hvoru tveggja. Mér fannst æðislegt að fara út að leika mér í stórhríð og maður var úti að leika lengi fram eftir þegar það var sól,“ sagði Alma um æskuslóðirnar. Alma er yngst sex systkina og segist í raun vera örverpið í fjölskyldunni. Nítján ára munur var á henni og elstu systur hennar en átta ár eru á milli Ölmu og næst yngsta barninu. Næstur Ölmu í aldri er eini bróðirinn í systkinahópnum, Kristján L. Möller fyrrverandi ráðherra og þingmaður. „Það var nóg um að vera á Siglufirði og margt hægt að gera,“ segir Alma. „Maður var á skíðum og oft á skautum í tunglsljósinu að horfa á norðurljósin. Á sumrin var maður uppi í fjalli og við bjuggum okkur til kajaka úr bárujárnsplötum, svo bræddi maður stál í götin eftir naglana. Svo fór maður á þessu út á eitthvað út á fjörð.“ Frá Siglufirði, bænum þar sem Alma D. Möller landlæknir ólst upp.Vísir/Egill Frelsið í uppvextinum var mikið hjá Ölmu og vinum hennar og ýmislegt gert sem að börn nú til dags kæmust varla upp með. „Það sem við komust upp með eiginlega,“ segir Alma hlægjandi og minnist þess að hafa leikið sér á bryggjunni og jafnvel úti á firðinum. „Við vorum einum of köld, svo held ég að við séum kannski einum of verndandi við börnin okkar í dag,“ segir Alma. Alma segist hafa notið góðs af því að hafa alist upp á Siglufirði. „Ég held að maður hafi alist upp við að vera mjög sjálfstæður og duglegur. Maður þurfti að koma sér í skólann í öllum veðrum og það var nú ekkert aldeilis verið að skutla börnunum þá. Ég held þetta hafi verið góður skóli og góður uppvöxtur.“ Alma segir að krakkarnir frá Siglufirði hafi rætt þetta og séu sammála um það að frjálsræðið og sjálfstæði í uppvextinum á Siglufirði hafi gert þeim gott.
Fjallabyggð Viðtöl Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira