Fölnun Kóralrifsins mikla ein sú mesta sem um getur Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2020 16:55 Gríðarlegt álag hefur verið á Kóralrifinu mikla vegna óvanalegra hlýinda undanfarnar vikur og mánuði. Kóralar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir hitasveiflum. AP/Randy Bergman Óvenjuleg hlýindi í hafinu umhverfis Ástralíu ógna nú stórum hluta Kóralrifsins mikla. Vísindamenn óttast að fölnun kóralanna nú sé sú umfangsmesta sem um getur. Aðstæður í hafinu næstu vikurnar eigi eftir að ráða miklu um örlög þeirra. Sjávarhitinn yfir stærstum hluta rifsins hefur verið hálfri til einni og hálfri gráðu eftir meðaltali marsmánaðar undanfarið. Í syðsta hluta rifsins næst ströndinni er hitafrávikið enn meira, allt að tveimur til þremur gráðum yfir meðaltalinu. Kóralrifið mikla, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, er eitt af helstu náttúruundrum og kennileitum jarðarinnar. Það stendur saman af um þrjú þúsund rifjum sem dreifast yfir um 354.000 ferkílómetra svæði. Svo stórt er rifið að það sést úr geimnum. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í hitastigi. Álagið af viðvarandi hitabylgju í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. „Spárnar benda til þess að við getum búist við áframhaldandi hitaálagi að minnast kosti næstu tvær vikurnar og kannski þrjár eða fjórar vikurnar,“ segir David Wachenfield, aðalvísindamaður verndarsvæðis Kóralrifsins mikla. Tekur fleiri vikur fyrir afleiðingarnar að koma í ljós AP-fréttastofan segir að áströlsk yfirvöld hafi nú þegar fengið um 250 tilkynningar um fölnun kórala eftir óvanaleg hlýindi í febrúar. Rifið hefur orðið fyrir verulegum skaða í fjórum stórum fölnunaratburðum frá árinu 1998. Versta fölnunin átti sér stað sumurin 2016 og 2017 þegar El niño-veðurfyrirbrigðið magnaði upp hnattræna hlýnun af völdum manna. „Í augnablikinu er þetta sannarlega umfangsmesti fölnunaratburðurinn sem við höfum haft,“ segir William Skirving, sérfræðingur í kóralrifjum hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA). Hann telur útliti ekki glæsilegt fyrir suðurenda rifsins en næstu tvær vikur eigi eftir að ráða miklu um afdrif rifsins. Ove-Hoegh-Guldberg, vísindamaður við Rannsóknaráð Ástralíu, segir að það verði ekki ljóst fyrr en eftir margar vikur hversu stór hluti kóralanna sem fölnuðu lifi af og hversu stór hluti drepist. „Ef það kólnar aðeins jafna þeir sig en ef ekki gætum við verið á leiðinni í eitthvað sem er ekki svo fjarri 2016 og 2017. Við erum einmitt á vegamótunum,“ segir hann. Stjórn verndarsvæðisins telur nú horfur Kóralrifsins „afar slæmar“. Stærsta hættan sem steðji að því séu loftslagsbreytingar af völdum manna. Auk þess ógnar uppbygging við strendur Ástralíu, fráveita af landi og ólöglegar veiðar framtíð rifsins. Gríðarlegir gróðureldar geisuðu á Ástralíu frá því í september og fram á þetta ár. Methiti og þurrkur er talinn hafa skapað aðstæður fyrir eldana. Alls fórust 34 í eldunum og 6.000 íbúðarhús og aðrar byggingar urðu eldunum að bráð. Ástralía Loftslagsmál Vísindi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Óvenjuleg hlýindi í hafinu umhverfis Ástralíu ógna nú stórum hluta Kóralrifsins mikla. Vísindamenn óttast að fölnun kóralanna nú sé sú umfangsmesta sem um getur. Aðstæður í hafinu næstu vikurnar eigi eftir að ráða miklu um örlög þeirra. Sjávarhitinn yfir stærstum hluta rifsins hefur verið hálfri til einni og hálfri gráðu eftir meðaltali marsmánaðar undanfarið. Í syðsta hluta rifsins næst ströndinni er hitafrávikið enn meira, allt að tveimur til þremur gráðum yfir meðaltalinu. Kóralrifið mikla, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, er eitt af helstu náttúruundrum og kennileitum jarðarinnar. Það stendur saman af um þrjú þúsund rifjum sem dreifast yfir um 354.000 ferkílómetra svæði. Svo stórt er rifið að það sést úr geimnum. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í hitastigi. Álagið af viðvarandi hitabylgju í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. „Spárnar benda til þess að við getum búist við áframhaldandi hitaálagi að minnast kosti næstu tvær vikurnar og kannski þrjár eða fjórar vikurnar,“ segir David Wachenfield, aðalvísindamaður verndarsvæðis Kóralrifsins mikla. Tekur fleiri vikur fyrir afleiðingarnar að koma í ljós AP-fréttastofan segir að áströlsk yfirvöld hafi nú þegar fengið um 250 tilkynningar um fölnun kórala eftir óvanaleg hlýindi í febrúar. Rifið hefur orðið fyrir verulegum skaða í fjórum stórum fölnunaratburðum frá árinu 1998. Versta fölnunin átti sér stað sumurin 2016 og 2017 þegar El niño-veðurfyrirbrigðið magnaði upp hnattræna hlýnun af völdum manna. „Í augnablikinu er þetta sannarlega umfangsmesti fölnunaratburðurinn sem við höfum haft,“ segir William Skirving, sérfræðingur í kóralrifjum hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA). Hann telur útliti ekki glæsilegt fyrir suðurenda rifsins en næstu tvær vikur eigi eftir að ráða miklu um afdrif rifsins. Ove-Hoegh-Guldberg, vísindamaður við Rannsóknaráð Ástralíu, segir að það verði ekki ljóst fyrr en eftir margar vikur hversu stór hluti kóralanna sem fölnuðu lifi af og hversu stór hluti drepist. „Ef það kólnar aðeins jafna þeir sig en ef ekki gætum við verið á leiðinni í eitthvað sem er ekki svo fjarri 2016 og 2017. Við erum einmitt á vegamótunum,“ segir hann. Stjórn verndarsvæðisins telur nú horfur Kóralrifsins „afar slæmar“. Stærsta hættan sem steðji að því séu loftslagsbreytingar af völdum manna. Auk þess ógnar uppbygging við strendur Ástralíu, fráveita af landi og ólöglegar veiðar framtíð rifsins. Gríðarlegir gróðureldar geisuðu á Ástralíu frá því í september og fram á þetta ár. Methiti og þurrkur er talinn hafa skapað aðstæður fyrir eldana. Alls fórust 34 í eldunum og 6.000 íbúðarhús og aðrar byggingar urðu eldunum að bráð.
Ástralía Loftslagsmál Vísindi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent