Algjört tekjufall hjá leiðsögumönnum og takmarkaðar bætur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2020 15:19 Óttast er að leiðsögumenn hafi ekki atvinnu næstu þrjá mánuði hið minnsta enda hefur alveg verið skrúfað fyrir ferðamannastrauminn. Vísir/getty Leiðsögumenn lenda milli skips og bryggju þegar kemur að atvinnuleysisbótum eftir að öll verkefni þeirra þurrkuðust út af borðinu upp úr miðjum mars. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður leiðsögumannafélagsins, bendir á að þar sem leiðsögumenn eru sjaldnast fastráðnir og því enginn uppsagnarfrestur þá sé staðan grafalvarleg. „Það varð algjört tekjufall strax og svo er ekkert bjart framundan. Það er búið að aflýsa öllum ferðum í apríl, maí og sjálfsagt í júní líka. Svo veit maður ekkert hvort það verði einhverjar takmarkanir á komu ferðamanna í sumar og hvort það verði þá einhver vinna þá. Þannig að ástandið er erfitt og lítur ekkert vel út,“ segir Pétur Gauti. Leiðsögumenn geta sótt um atvinnuleysisbætur en vandinn er að bæturnar eru í engum takti við tekjurnar, að sögn Péturs. Útreiknað starfshlutfall sé afar óheppileg leið, bæði vegna verkefnanna og árstímans. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, hefur miklar áhyggjur af félagsmönnum sínum. „Atvinnuleysisbætur miða oft við síðustu mánuði og hvernig tekjurnar og vinnan var þá. Þar sem þetta gerist á þessum tíma árs, þar sem hefur lítið verið að gera yfir háveturinn, þá hafa leiðsögumenn ekki haft mikla vinnu núna. Hefði þetta gerst í október, eftir sumarvertíðina, þá hefðu allir verið með fulla vinnu og getað tekið smá högg. En núna er lítið í buddunni.“ Óttast flótta úr stéttinni Pétur Gauti segir heppilegri leiðað skoða síðasta skattaár og miða viðtekjur ársins 2019 og menn fengju hlutfall af þvísem þeir höfðu að meðaltali ílaun á mánuði það ár. Erindi og fyrirspurnir hafi verið sendar til yfirvalda, bæði Vinnumálastofnunar og stjórnmálamanna, en engin svör borist. Hann segir þungt hljóð íleiðsögumönnum, flestir séu að fánokkra tugi þúsunda í bætur og engin verkefni í sjónmáli. „Eftir síðustu kreppu var það ferðaþjónustan sem kom Íslandi út úr því og leiðsögumenn eru þar í framlínustétt. Þegar þessu linnir þá koma hingað fullt af ferðamönnum aftur og við höfum stórar áhyggjur af því að það verði engir leiðsögumenn eftir í stéttinni ef atvinnuöryggi og tryggingar eru svona. Leiðsögumenn verði bara komnir í eitthvað annað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Leiðsögumenn lenda milli skips og bryggju þegar kemur að atvinnuleysisbótum eftir að öll verkefni þeirra þurrkuðust út af borðinu upp úr miðjum mars. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður leiðsögumannafélagsins, bendir á að þar sem leiðsögumenn eru sjaldnast fastráðnir og því enginn uppsagnarfrestur þá sé staðan grafalvarleg. „Það varð algjört tekjufall strax og svo er ekkert bjart framundan. Það er búið að aflýsa öllum ferðum í apríl, maí og sjálfsagt í júní líka. Svo veit maður ekkert hvort það verði einhverjar takmarkanir á komu ferðamanna í sumar og hvort það verði þá einhver vinna þá. Þannig að ástandið er erfitt og lítur ekkert vel út,“ segir Pétur Gauti. Leiðsögumenn geta sótt um atvinnuleysisbætur en vandinn er að bæturnar eru í engum takti við tekjurnar, að sögn Péturs. Útreiknað starfshlutfall sé afar óheppileg leið, bæði vegna verkefnanna og árstímans. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, hefur miklar áhyggjur af félagsmönnum sínum. „Atvinnuleysisbætur miða oft við síðustu mánuði og hvernig tekjurnar og vinnan var þá. Þar sem þetta gerist á þessum tíma árs, þar sem hefur lítið verið að gera yfir háveturinn, þá hafa leiðsögumenn ekki haft mikla vinnu núna. Hefði þetta gerst í október, eftir sumarvertíðina, þá hefðu allir verið með fulla vinnu og getað tekið smá högg. En núna er lítið í buddunni.“ Óttast flótta úr stéttinni Pétur Gauti segir heppilegri leiðað skoða síðasta skattaár og miða viðtekjur ársins 2019 og menn fengju hlutfall af þvísem þeir höfðu að meðaltali ílaun á mánuði það ár. Erindi og fyrirspurnir hafi verið sendar til yfirvalda, bæði Vinnumálastofnunar og stjórnmálamanna, en engin svör borist. Hann segir þungt hljóð íleiðsögumönnum, flestir séu að fánokkra tugi þúsunda í bætur og engin verkefni í sjónmáli. „Eftir síðustu kreppu var það ferðaþjónustan sem kom Íslandi út úr því og leiðsögumenn eru þar í framlínustétt. Þegar þessu linnir þá koma hingað fullt af ferðamönnum aftur og við höfum stórar áhyggjur af því að það verði engir leiðsögumenn eftir í stéttinni ef atvinnuöryggi og tryggingar eru svona. Leiðsögumenn verði bara komnir í eitthvað annað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira