Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2020 19:05 Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. Um er að ræða lækningavöru sem Kerecis þróaði fyrir mörgum árum til að meðhöndla sár. Um er að ræða fitusýrublöndu úr plöntum sem hefur líka veiru- og bakteríudrepandi eiginleika. Búið er að útbúa vöruna þannig að hægt er að sprauta henni í munn og nef. Sú útgáfa er þó ekki komin í sölu hér á landi. Munn- og nefúðinn hefur verið prófaður á yfir sjötíu Covid-sjúklingum á Ítalíu. „Sumir þeirra voru búnir að vera með Covid í töluverðan tíma og þetta sló á einkenni hjá þeim,“ segir Guðmundur. „Þetta eru ekki slembi prófanir eins og við ætlum að gera á Landspítalanum. Þetta er læknir á Ítalíu sem hefur verið að nota sáraspreyið okkar í nokkur ár. Hann hefur verið að nota þetta á sína Covid-sjúklinga. Svo hefur þetta dreifst út á spítalanum þar sem þessi læknir hefur verið að vinna og hefur reynst mjög vel. Nú erum við að taka þetta í formfasta rannsókn í samvinnu við Landspítalann þar sem við fáum á hreint hvort þetta virkar eða ekki,“ segir Guðmundur. Guðmundur Fertram Sigurjónsson sprautar fitusýrublöndunni upp í sig. Í rannsókninni sem á að gera á Landspítalanum er ætlunin að skipta sjúklingum upp í tvo hópa. „Þá verður ljóst hvort batinn verður út af sáraspreyi-inu eða ekki,“ segir Guðmundur. Á að leysa veiruna upp Kórónuveiran smitast með snerti- og dropasmiti. Ef hún kemst í slímhúð í munninum og koki getur hún myndað sýkingu sem veldur veikindum. Með olíublöndu Kerecis er ætlunin að stöðva það ferli. „Ef maður getur losað við veiruna meðan hún er ennþá í munnholinu þá veikist maður ekki mikið. Stundum þá formgerist hún og færist niður í lungun og þá verður fólk mikið veikt. Við erum að vinna í því að stöðva þetta ferli. ,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Hugmyndin er sú að ef fitusýrunum frá Kerecis er spreyjað í munn og nef þá leysi þær upp fitulagið sem hylur kórónuveiruna. „Þegar veiru- eða bakteríuhlaðnir dropar lenda í þessu fituvarnarlagi þá afmyndast veiran og eyðileggst. Þetta er blanda af mismunandi fitusýrum sem eru mislangar og misskautaðar. Virknin er margþætt. Ein virknin er skaut á fitusýrusameindunum, plús hlaðnar og mínus hlaðnar, og þær setjast á vírusana og leysa upp fitulagið sem hylur vírusana. Það er grunn virknin. Svo eru aðrar fitusýrur í þessari olíublöndu sem hafa annarskonar virkni. “ Hefur fækkað veirum og bakteríum Þegar kórónufaraldurinn blossaði upp fræddu læknar almenning um að sápa væri betri vörn gegn veirunni en spritt. Var útskýrt að veikasti hlekkur kórónuveirunnar væri fituhimna hennar. Sögðu læknar sápuna leysa upp fituhimnu veirunnar og gera hana þannig óvirka. Guðmundur segir svipaða hugmyndafræði að baki varðandi olíublönduna frá Kerecis. „Já, svona að ákveðnu leyti. Það er hins vegar mjög óþægilegt að vera með sápu upp í sér. En þetta tollir upp í þér og loðir við slímhúðina og veitir þér vörn í nokkurn tíma,“ segir Guðmundur „Tilraunir sem við höfum gert sýna að fram á að ef maður sprautar þessu lagi á bakteríur og veirur þá fækkar veirum og bakteríum. Við erum að gera okkur vonir um að vefur sem eru sýktur og er í snertingu við þetta fitusýrulag hjá okkur, að veirurnar muni deyja í því.“ Vonast til að byrja í næstu viku Beðið er samþykkis frá Vísindasiðanefnd á Íslandi til að hefja prófanir á Landspítalanum. „Vonandi hefst hún í næstu viku. Við verðum með rannsókn á Ítalíu, á Landspítalanum og í Bandaríkjunum. Vonandi náum við að prófa um 500 sjúklinga, þar af 50 til 100 á Landspítalanum.“ Hann segir gott að eiga samstarf við Landspítalann og Vísindasiðanefnd. „Við búum að mjög góðu kerfi á Íslandi til að framkvæma svona rannsóknir. Þess vegna byrjum við á Íslandi. Kerfið í Bandaríkjunum og á Ítalíu er mikið seinvirkara. Það er gott fyrir Kerecis að geta gert svona rannsóknir á Íslandi enda höfum við stundað rannsóknir með Landspítalanum síðan 2014.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. Um er að ræða lækningavöru sem Kerecis þróaði fyrir mörgum árum til að meðhöndla sár. Um er að ræða fitusýrublöndu úr plöntum sem hefur líka veiru- og bakteríudrepandi eiginleika. Búið er að útbúa vöruna þannig að hægt er að sprauta henni í munn og nef. Sú útgáfa er þó ekki komin í sölu hér á landi. Munn- og nefúðinn hefur verið prófaður á yfir sjötíu Covid-sjúklingum á Ítalíu. „Sumir þeirra voru búnir að vera með Covid í töluverðan tíma og þetta sló á einkenni hjá þeim,“ segir Guðmundur. „Þetta eru ekki slembi prófanir eins og við ætlum að gera á Landspítalanum. Þetta er læknir á Ítalíu sem hefur verið að nota sáraspreyið okkar í nokkur ár. Hann hefur verið að nota þetta á sína Covid-sjúklinga. Svo hefur þetta dreifst út á spítalanum þar sem þessi læknir hefur verið að vinna og hefur reynst mjög vel. Nú erum við að taka þetta í formfasta rannsókn í samvinnu við Landspítalann þar sem við fáum á hreint hvort þetta virkar eða ekki,“ segir Guðmundur. Guðmundur Fertram Sigurjónsson sprautar fitusýrublöndunni upp í sig. Í rannsókninni sem á að gera á Landspítalanum er ætlunin að skipta sjúklingum upp í tvo hópa. „Þá verður ljóst hvort batinn verður út af sáraspreyi-inu eða ekki,“ segir Guðmundur. Á að leysa veiruna upp Kórónuveiran smitast með snerti- og dropasmiti. Ef hún kemst í slímhúð í munninum og koki getur hún myndað sýkingu sem veldur veikindum. Með olíublöndu Kerecis er ætlunin að stöðva það ferli. „Ef maður getur losað við veiruna meðan hún er ennþá í munnholinu þá veikist maður ekki mikið. Stundum þá formgerist hún og færist niður í lungun og þá verður fólk mikið veikt. Við erum að vinna í því að stöðva þetta ferli. ,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Hugmyndin er sú að ef fitusýrunum frá Kerecis er spreyjað í munn og nef þá leysi þær upp fitulagið sem hylur kórónuveiruna. „Þegar veiru- eða bakteríuhlaðnir dropar lenda í þessu fituvarnarlagi þá afmyndast veiran og eyðileggst. Þetta er blanda af mismunandi fitusýrum sem eru mislangar og misskautaðar. Virknin er margþætt. Ein virknin er skaut á fitusýrusameindunum, plús hlaðnar og mínus hlaðnar, og þær setjast á vírusana og leysa upp fitulagið sem hylur vírusana. Það er grunn virknin. Svo eru aðrar fitusýrur í þessari olíublöndu sem hafa annarskonar virkni. “ Hefur fækkað veirum og bakteríum Þegar kórónufaraldurinn blossaði upp fræddu læknar almenning um að sápa væri betri vörn gegn veirunni en spritt. Var útskýrt að veikasti hlekkur kórónuveirunnar væri fituhimna hennar. Sögðu læknar sápuna leysa upp fituhimnu veirunnar og gera hana þannig óvirka. Guðmundur segir svipaða hugmyndafræði að baki varðandi olíublönduna frá Kerecis. „Já, svona að ákveðnu leyti. Það er hins vegar mjög óþægilegt að vera með sápu upp í sér. En þetta tollir upp í þér og loðir við slímhúðina og veitir þér vörn í nokkurn tíma,“ segir Guðmundur „Tilraunir sem við höfum gert sýna að fram á að ef maður sprautar þessu lagi á bakteríur og veirur þá fækkar veirum og bakteríum. Við erum að gera okkur vonir um að vefur sem eru sýktur og er í snertingu við þetta fitusýrulag hjá okkur, að veirurnar muni deyja í því.“ Vonast til að byrja í næstu viku Beðið er samþykkis frá Vísindasiðanefnd á Íslandi til að hefja prófanir á Landspítalanum. „Vonandi hefst hún í næstu viku. Við verðum með rannsókn á Ítalíu, á Landspítalanum og í Bandaríkjunum. Vonandi náum við að prófa um 500 sjúklinga, þar af 50 til 100 á Landspítalanum.“ Hann segir gott að eiga samstarf við Landspítalann og Vísindasiðanefnd. „Við búum að mjög góðu kerfi á Íslandi til að framkvæma svona rannsóknir. Þess vegna byrjum við á Íslandi. Kerfið í Bandaríkjunum og á Ítalíu er mikið seinvirkara. Það er gott fyrir Kerecis að geta gert svona rannsóknir á Íslandi enda höfum við stundað rannsóknir með Landspítalanum síðan 2014.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira