Landsmenn mega búast við suðvestanátt í dag þar sem verða 15 til 23 metrar á sekúndu norðan heiða en töluvert hægari sunnantil.
Bjartviðri verður austanlands en annars skýjað og sums staðar lítilsháttar skúrir eða slydduél. Hiti verður á bilinu 1 til 8 stig.
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. „Lægir smám saman í kvöld og nótt, vestan 8-13 og stöku skúrir eða él á morgun. Veðrið á ekki að breytist mikið á fimmtudag, suðvestan 5-10 m/s og smáskúrir vestantil, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi.“
Yfirlit: Vegir eru víðast hvar auðir þótt finna megi hálku eða hálkubletti á fáeinum stöðum og þá aðallega fjallvegum. Sumstaðar er nokkuð hvasst. Upplýsingasíminn 1777 er opinn kl. 06:30-22:00. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) April 14, 2020
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Vestan 8-13 og dálitlar skúrir eða él, en bjart veður A-lands. Hiti 1 til 7 stig að deginum.
Á fimmtudag: Suðvestan 5-10 og léttskýjað á A-verðu landinu, en stöku skúrir V-lands. Hiti breytist lítið.
Á föstudag: Sunnanátt og bjart veður, en skýjað og lítilsháttar væta S- og V-lands. Hiti 3 til 10 stig.
Á laugardag: Ákveðin suðaustanátt. Léttskýjað NA-til á landinu, annars skýjað og líkur á rigningu seinni partinn. Áfram milt í veðri.
Á sunnudag og mánudag: Suðlæg átt, skýjað með köflum og dálítil væta S-lands.