Tók strætó með Zlatan í miðju útihlaupi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 11:30 Ætli Zlatan Ibrahimovic hlýtur líka að muna eftir strákapörum hans og Guðmundar Viðar Mete undir lok síðustu aldar þegar þeir voru báðir hjá Malmö FF. EPA-EFE/ROBERTO BREGANI Guðmundur Viðar Mete er góður vinur sænsku stórstjörnunnar Zlatan Ibrahimovic en þeir eru æskuvinir og halda enn sambandi í dag. Guðmundur Viðar Mete ræddi tímann með Zlatan Ibrahimovic í hlaðvarpsþættinum Miðjan á vefsíðunni Fótbolta.net. Í viðtalinu fjallar Guðmundur Viðar meðal annars um strákapör hans og Zlatan í Malmö í Svíþjóð. „Við hittumst mikið og hann var í öðrum bekk í sama skóla og ég," sagði Guðmundur Viðar í Miðjunni. Guðmundur Viðar er fæddur í apríl 1981 en Zlatan Ibrahimovic fæddist í október sama ár. Báðir voru þeir að banka á dyrnar hjá Malmö FF í upphafi aldarinnar. Zlatan spilaði sína fyrstu leiki með Malmö FF á 1999 tímabilinu en Guðmundur Mete spilaði sína fyrstu leiki ári síðar. Strákapör Guðmundar Mete og Zlatans í Svíþjóð https://t.co/RolYAU1lfM— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 14, 2020 „Þegar við Zlatan komum upp í meistaraflokkinn ákváðum við að taka strætókortið með okkur í útihlaup," sagði Guðmundur í viðtalinu á Fótbolta.net. „Eftir fjóra til fimm kílómetra fórum við á næstu strætóstoppistöð og tókum hringinn með strætó. Við sáum Ómar Jó sem var þarna á þessum tíma alveg búinn á því síðastur og við enduðum í miðjunni. Þetta komst ekki upp," sagði Guðmundur Viðar Mete. Ómar Jóhannsson er fyrrum markvörður Keflvíkinga sem var þarna í unglingaliði Malmö FF með Zlatan og Guðmundi Mete. Þeir unnu sem dæmi saman unglingatitil með félaginu árið 1998. Ómar lék í tíu ár með Keflavík og er næstleikjahæsti markvörður félagsins í efstu deild á eftir Þorsteini Bjarnasyni. Guðmundur Viðar Mete fór endanlega frá Malmö FF eftir 2002 tímabilið en hafði einnig verið lánaður til danska félagsins FC Midtjylland árið 2001. Hann fór til IFK Norrköping árið 2003 en var síðan kominn til Keflavíkur sumarið 2005. Malmö FF seldi Zlatan Ibrahimovic til Ajax í mars 2001 og hann hefur í framhaldinu átt magnaðan feril og spilaði í öllum stærstu deildum Evrópu nema þeirri þýsku. Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira
Guðmundur Viðar Mete er góður vinur sænsku stórstjörnunnar Zlatan Ibrahimovic en þeir eru æskuvinir og halda enn sambandi í dag. Guðmundur Viðar Mete ræddi tímann með Zlatan Ibrahimovic í hlaðvarpsþættinum Miðjan á vefsíðunni Fótbolta.net. Í viðtalinu fjallar Guðmundur Viðar meðal annars um strákapör hans og Zlatan í Malmö í Svíþjóð. „Við hittumst mikið og hann var í öðrum bekk í sama skóla og ég," sagði Guðmundur Viðar í Miðjunni. Guðmundur Viðar er fæddur í apríl 1981 en Zlatan Ibrahimovic fæddist í október sama ár. Báðir voru þeir að banka á dyrnar hjá Malmö FF í upphafi aldarinnar. Zlatan spilaði sína fyrstu leiki með Malmö FF á 1999 tímabilinu en Guðmundur Mete spilaði sína fyrstu leiki ári síðar. Strákapör Guðmundar Mete og Zlatans í Svíþjóð https://t.co/RolYAU1lfM— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 14, 2020 „Þegar við Zlatan komum upp í meistaraflokkinn ákváðum við að taka strætókortið með okkur í útihlaup," sagði Guðmundur í viðtalinu á Fótbolta.net. „Eftir fjóra til fimm kílómetra fórum við á næstu strætóstoppistöð og tókum hringinn með strætó. Við sáum Ómar Jó sem var þarna á þessum tíma alveg búinn á því síðastur og við enduðum í miðjunni. Þetta komst ekki upp," sagði Guðmundur Viðar Mete. Ómar Jóhannsson er fyrrum markvörður Keflvíkinga sem var þarna í unglingaliði Malmö FF með Zlatan og Guðmundi Mete. Þeir unnu sem dæmi saman unglingatitil með félaginu árið 1998. Ómar lék í tíu ár með Keflavík og er næstleikjahæsti markvörður félagsins í efstu deild á eftir Þorsteini Bjarnasyni. Guðmundur Viðar Mete fór endanlega frá Malmö FF eftir 2002 tímabilið en hafði einnig verið lánaður til danska félagsins FC Midtjylland árið 2001. Hann fór til IFK Norrköping árið 2003 en var síðan kominn til Keflavíkur sumarið 2005. Malmö FF seldi Zlatan Ibrahimovic til Ajax í mars 2001 og hann hefur í framhaldinu átt magnaðan feril og spilaði í öllum stærstu deildum Evrópu nema þeirri þýsku.
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira