Veitir súrefni inn í anga atvinnulífsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2020 14:12 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Baldur Það er von Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að stíga megi skrefin sem stjórnvöld kynntu í hádeginu af yfirvegun. Hann telur þau jafnframt jákvæð, rétt og tímabær auk þess sem þau muni veita súrefni inn í anga atvinnulífsins. Helstu tilslakanir á takmörkunum vegna kórónuveirunnar, sem opinberaðar voru í dag, má nálgast hér. Þær fela meðal annars í sér að margvísleg þjónustu verður aftur heimiluð, eftir að hafa verið lokuð frá því að samkomubannið var hert fyrir um þremur vikum. Má þar nefna ýmis konar þjónustu þar sem mikil snerting er á milli einstaklinga; eins og hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, tannlækningar og svo framvegis. Áfram verður þó að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli viðskiptavina eins og kostur er. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Halldór Benjamín segir að fundurinn í hádeginu og aðgerðirnar sem þar voru kynntar séu til marks um að sóttvarnaaðgerðir síðustu vikna hafi borið árangur. Tilslakanirnar séu „jákvætt og rétt skref á þessum tímapunkti.“ Það sé þó mest um vert að „við stígum þessi skref af yfirvegun en ég tel að þessi skref séu tímabær og líst ágætlega á þessar tillögur við fyrstu sýn,“ að sögn Halldórs Benjamíns. „Það sem skiptir verulegu máli fyrir atvinnulífið að þessi persónulega þjónusta, sem hefur þurft að loka vegna tilmæla stjórnvalda, opnar á nýjan leik með réttri aðferðafræði og veitir súrefni inn í þann anga efnahagslífsins sem skiptir verulegu máli.“ Viðtalið við Halldór Benjamín má nálgast í heild hér að neðan en þar ræðir hann meðal annars um sýn Samtaka atvinnulífsins á frekari efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Stjórnvöld kynntu tilslakanir sem taka gildi 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag. 14. apríl 2020 08:49 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Það er von Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að stíga megi skrefin sem stjórnvöld kynntu í hádeginu af yfirvegun. Hann telur þau jafnframt jákvæð, rétt og tímabær auk þess sem þau muni veita súrefni inn í anga atvinnulífsins. Helstu tilslakanir á takmörkunum vegna kórónuveirunnar, sem opinberaðar voru í dag, má nálgast hér. Þær fela meðal annars í sér að margvísleg þjónustu verður aftur heimiluð, eftir að hafa verið lokuð frá því að samkomubannið var hert fyrir um þremur vikum. Má þar nefna ýmis konar þjónustu þar sem mikil snerting er á milli einstaklinga; eins og hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, tannlækningar og svo framvegis. Áfram verður þó að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli viðskiptavina eins og kostur er. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Halldór Benjamín segir að fundurinn í hádeginu og aðgerðirnar sem þar voru kynntar séu til marks um að sóttvarnaaðgerðir síðustu vikna hafi borið árangur. Tilslakanirnar séu „jákvætt og rétt skref á þessum tímapunkti.“ Það sé þó mest um vert að „við stígum þessi skref af yfirvegun en ég tel að þessi skref séu tímabær og líst ágætlega á þessar tillögur við fyrstu sýn,“ að sögn Halldórs Benjamíns. „Það sem skiptir verulegu máli fyrir atvinnulífið að þessi persónulega þjónusta, sem hefur þurft að loka vegna tilmæla stjórnvalda, opnar á nýjan leik með réttri aðferðafræði og veitir súrefni inn í þann anga efnahagslífsins sem skiptir verulegu máli.“ Viðtalið við Halldór Benjamín má nálgast í heild hér að neðan en þar ræðir hann meðal annars um sýn Samtaka atvinnulífsins á frekari efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Stjórnvöld kynntu tilslakanir sem taka gildi 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag. 14. apríl 2020 08:49 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02
Stjórnvöld kynntu tilslakanir sem taka gildi 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag. 14. apríl 2020 08:49
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur