Mikil andstaða í samfélaginu við opnun spilakassa eftir samkomubann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2020 11:20 Niðurstöður nýrrar könnunar verða kynntar. Vísir/Baldur Hrafnkell Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Samtökin vísar til viðhorfskönnunar um spilakassa og spilasali á Íslandi sem Gallup vann fyrir samtökin. Mikill meirihluti sé andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum og helmingur telji að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum. Afar fáir segjast nota spilakassa að staðaldri. Samtökin boðuðu til blaðamannafundur í morgun þar sem greint var frá niðurstöðunum. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þegar samkomubann vegna Covid-19 gekk í gildi í mars hafi spilakössum Íslandsspila verið lokað ásamt spilakössum Happdrættis Háskóla Íslands. Spilakassar Íslandsspila sf. voru opnaðir aftur í söluturnum í byrjun mánaðarins þegar slakað var á samkomubanninu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 85 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að spilakassar verði lokaðir til frambúðar á Íslandi eftir að samkomubanni vegna Covid-19 lýkur. Spilafíknin hverfi ekki „Þegar spilakössunum var lokað í upphafi samkomubannsins bárust fréttir af spilafíklum sem hættu að spila og náðu betri tökum á lífi sínu. Það voru okkur því mikil vonbrigði þegar Íslandsspil sf. ákváðu að opna kassana á ný þann 4. maí. Allur þorri almennings er greinilega sama sinnis. Þótt Covid-19 gangi yfir hverfur spilafíknin ekki en okkur hefur nú gefist tími til að sjá jákvæðar afleiðingar lokunar spilakassa á Íslandi,“ segir Alma Hafsteins, formaður SÁS. Sjö af hverjum tíu sem afstöðu tóku í könnuninni eru annaðhvort frekar neikvæðir eða mjög neikvæðir gagnvart því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum. Háskóli Íslands hefur tekjur af rekstri spilakassa sem er í uppsjón Happdrættis Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Íslandsspil eru í eigu þriggja félagasamtaka sem vinna að almannaheill: Rauða krossins á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ, og Happdrætti Háskóla Íslands er í eigu Háskóla Íslands. Þá telur rétt tæpur helmingur að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum og nánast sama hlutfall álítur að vinningsvon sé helsta ástæðan. Aðeins eitt prósent telur aftur á móti að fólk spili í kössunum til að styrkja gott málefni. Afmarkaður hópur fólks í spilakössum „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart en það er gott að nú liggi það fyrir svart á hvítu að almenningi finnist skjóta skökku við að Rauði kross Íslands, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands verði að reiða sig á fjárframlög frá mjög litlum hópi fólks sem glímir við spilafíkn. Þetta er þeim mun sorglegra í ljósi þess að þessi öflugu samtök og stofnun hafa unnið landi og þjóð svo mikið gagn í áranna rás,“ segir Alma Hafsteins. Alma Hafsteinsdóttir hefur gagnrýnt Landsbjörg í pistlum sínum.Vísir „Sú staðreynd hve fáir spila að staðaldri í spilakössum sýnir að mjög afmarkaður hópur fólks er á bak við þær milljarðatekjur sem spilakassarnir færa eigendum sínum á hverju ári. Því er ekki um að ræða litlar fjárhæðir frá mögum heldur allt frá fáum,” bætir Alma við. Af þeim sem tóku afstöðu í Gallup-könnuninni kvaðst aðeins tæpt eitt prósent hafa spilað í spilakössum á Íslandi oftar en tvisvar á síðastliðnum tólf mánuðum. Nánar má kynna sér könnunina í viðhengi hér að neðan. Hún var framkvæmd 30. apríl til 11. maí á netinu og var úrtakið 1529 manns, átján ára og eldri. 840 svöruðu könnuninni og þátttökuhlutfall var því 54,9 prósent. Konnun_Gallup_fyrir_SASPDF256KBSækja skjal Tengd skjöl Fjárhættuspil Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Samtökin vísar til viðhorfskönnunar um spilakassa og spilasali á Íslandi sem Gallup vann fyrir samtökin. Mikill meirihluti sé andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum og helmingur telji að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum. Afar fáir segjast nota spilakassa að staðaldri. Samtökin boðuðu til blaðamannafundur í morgun þar sem greint var frá niðurstöðunum. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þegar samkomubann vegna Covid-19 gekk í gildi í mars hafi spilakössum Íslandsspila verið lokað ásamt spilakössum Happdrættis Háskóla Íslands. Spilakassar Íslandsspila sf. voru opnaðir aftur í söluturnum í byrjun mánaðarins þegar slakað var á samkomubanninu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 85 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að spilakassar verði lokaðir til frambúðar á Íslandi eftir að samkomubanni vegna Covid-19 lýkur. Spilafíknin hverfi ekki „Þegar spilakössunum var lokað í upphafi samkomubannsins bárust fréttir af spilafíklum sem hættu að spila og náðu betri tökum á lífi sínu. Það voru okkur því mikil vonbrigði þegar Íslandsspil sf. ákváðu að opna kassana á ný þann 4. maí. Allur þorri almennings er greinilega sama sinnis. Þótt Covid-19 gangi yfir hverfur spilafíknin ekki en okkur hefur nú gefist tími til að sjá jákvæðar afleiðingar lokunar spilakassa á Íslandi,“ segir Alma Hafsteins, formaður SÁS. Sjö af hverjum tíu sem afstöðu tóku í könnuninni eru annaðhvort frekar neikvæðir eða mjög neikvæðir gagnvart því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum. Háskóli Íslands hefur tekjur af rekstri spilakassa sem er í uppsjón Happdrættis Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Íslandsspil eru í eigu þriggja félagasamtaka sem vinna að almannaheill: Rauða krossins á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ, og Happdrætti Háskóla Íslands er í eigu Háskóla Íslands. Þá telur rétt tæpur helmingur að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum og nánast sama hlutfall álítur að vinningsvon sé helsta ástæðan. Aðeins eitt prósent telur aftur á móti að fólk spili í kössunum til að styrkja gott málefni. Afmarkaður hópur fólks í spilakössum „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart en það er gott að nú liggi það fyrir svart á hvítu að almenningi finnist skjóta skökku við að Rauði kross Íslands, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands verði að reiða sig á fjárframlög frá mjög litlum hópi fólks sem glímir við spilafíkn. Þetta er þeim mun sorglegra í ljósi þess að þessi öflugu samtök og stofnun hafa unnið landi og þjóð svo mikið gagn í áranna rás,“ segir Alma Hafsteins. Alma Hafsteinsdóttir hefur gagnrýnt Landsbjörg í pistlum sínum.Vísir „Sú staðreynd hve fáir spila að staðaldri í spilakössum sýnir að mjög afmarkaður hópur fólks er á bak við þær milljarðatekjur sem spilakassarnir færa eigendum sínum á hverju ári. Því er ekki um að ræða litlar fjárhæðir frá mögum heldur allt frá fáum,” bætir Alma við. Af þeim sem tóku afstöðu í Gallup-könnuninni kvaðst aðeins tæpt eitt prósent hafa spilað í spilakössum á Íslandi oftar en tvisvar á síðastliðnum tólf mánuðum. Nánar má kynna sér könnunina í viðhengi hér að neðan. Hún var framkvæmd 30. apríl til 11. maí á netinu og var úrtakið 1529 manns, átján ára og eldri. 840 svöruðu könnuninni og þátttökuhlutfall var því 54,9 prósent. Konnun_Gallup_fyrir_SASPDF256KBSækja skjal Tengd skjöl
Fjárhættuspil Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira